Fráfarandi dómsmálaráðherra segir ósamstöðu hafa fellt frumvarp til lögreglulaga Heimir Már Pétursson skrifar 13. júní 2023 21:00 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir slæmt að ekki hafi náðst að koma breytingum á lögreglulögum í gegn á Alþingi vegna ósamstöðu í ríkisstjórninni um þau mál. Stöð 2/Steingrímur Dúi Fastlega er reiknað með að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra láti af ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á mánudag og Guðrún Hafsteinsdóttir taki sæti í ríkisstjórn. Jón segist kveðja dómsmálaráðuneytið með söknuði verði þetta niðurstaðan en hann hafi náð mörgum góðum málum í gegn á Alþingi. Jón segir að hins vegar þurfi að gera enn frekari ráðstafanir í útlendingamálum en nýsamþykkt frumvarp hans næði til enda staðan alvarlegri en lögin næðu yfir. Þá væru vonbrigði að frumvarp um breytingar á lögreglulögum fær ekki í gegn á vorþingi. „Og eins sameiningarlögin um héraðsdómstóla og sýslumenn. Þetta voru mjög stór mál. Gríðarleg undirbúningsvinna sem hafði farið í þau. En það var gefist upp fyrir þeim núna í vor. Það var slæmt. Lögreglulögin eru þjóðaröryggismál,“ segir Jón. Íslendingar væru langt á eftir nágrannaþjóðum í þessum efnum. Það hefði aftur á móti ekki verið samstaða um málið í ríkisstjórninni. Katrín Jakobsdóttir segir nauðsynlegt að auka eftirlit með lögreglunni eigi að auka valdheimildir hennar.Stöð 2/Steingrímur Dúi Hvar var andstaðan mest, var það í flokki forsætisráðherrans? „Já, í lögreglulögunum hefur það legið fyrir. Það eru svo sem aðrir flokkar eins og Píratar á Alþingi sem líta á þetta með öðrum augum en mörg okkar hinna,“ segir Jón. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa legið fyrir að Vinstri græn teldu að auknar valdheimildir og breytt hlutverk lögreglu kölluðu á aukið eftirlit. „Það kom í ljós þegar málið var lagt fram. Þá kynntum við fyrirvara þingflokksins, fyrir utan að það var ráðherra í ríkisstjórninni með fyrirvara við þetta tiltekna mál. Vegna þess að það var ekki talið nægjanlega vel búið um í raun og veru eftirlit með þessum auknu valdheimildum. Þar held ég að það hafi algerlega verið lausnir á borðinu en það náðist ekki saman um þær,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Á þriðja tug mála afgreidd fyrir helgi Búið er að komast að samkomulagi um þinglok en í því felst meðal annars að fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verða afgreidd áður en þingi verður frestað á föstudag. 7. júní 2023 06:24 Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44 VG gerir fyrirvara við frumvarp Jóns um lögregluna Þingflokkur VG hefur afgreitt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum og sent það til þinglegrar meðferðar. Þingflokkurinn gerði nokkra fyrirvara við frumvarpið, til dæmis hvað varðar heimildir lögreglu til að hafa eftirlit með borgurum. 1. desember 2022 13:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Jón segir að hins vegar þurfi að gera enn frekari ráðstafanir í útlendingamálum en nýsamþykkt frumvarp hans næði til enda staðan alvarlegri en lögin næðu yfir. Þá væru vonbrigði að frumvarp um breytingar á lögreglulögum fær ekki í gegn á vorþingi. „Og eins sameiningarlögin um héraðsdómstóla og sýslumenn. Þetta voru mjög stór mál. Gríðarleg undirbúningsvinna sem hafði farið í þau. En það var gefist upp fyrir þeim núna í vor. Það var slæmt. Lögreglulögin eru þjóðaröryggismál,“ segir Jón. Íslendingar væru langt á eftir nágrannaþjóðum í þessum efnum. Það hefði aftur á móti ekki verið samstaða um málið í ríkisstjórninni. Katrín Jakobsdóttir segir nauðsynlegt að auka eftirlit með lögreglunni eigi að auka valdheimildir hennar.Stöð 2/Steingrímur Dúi Hvar var andstaðan mest, var það í flokki forsætisráðherrans? „Já, í lögreglulögunum hefur það legið fyrir. Það eru svo sem aðrir flokkar eins og Píratar á Alþingi sem líta á þetta með öðrum augum en mörg okkar hinna,“ segir Jón. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa legið fyrir að Vinstri græn teldu að auknar valdheimildir og breytt hlutverk lögreglu kölluðu á aukið eftirlit. „Það kom í ljós þegar málið var lagt fram. Þá kynntum við fyrirvara þingflokksins, fyrir utan að það var ráðherra í ríkisstjórninni með fyrirvara við þetta tiltekna mál. Vegna þess að það var ekki talið nægjanlega vel búið um í raun og veru eftirlit með þessum auknu valdheimildum. Þar held ég að það hafi algerlega verið lausnir á borðinu en það náðist ekki saman um þær,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Á þriðja tug mála afgreidd fyrir helgi Búið er að komast að samkomulagi um þinglok en í því felst meðal annars að fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verða afgreidd áður en þingi verður frestað á föstudag. 7. júní 2023 06:24 Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44 VG gerir fyrirvara við frumvarp Jóns um lögregluna Þingflokkur VG hefur afgreitt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum og sent það til þinglegrar meðferðar. Þingflokkurinn gerði nokkra fyrirvara við frumvarpið, til dæmis hvað varðar heimildir lögreglu til að hafa eftirlit með borgurum. 1. desember 2022 13:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Á þriðja tug mála afgreidd fyrir helgi Búið er að komast að samkomulagi um þinglok en í því felst meðal annars að fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verða afgreidd áður en þingi verður frestað á föstudag. 7. júní 2023 06:24
Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44
VG gerir fyrirvara við frumvarp Jóns um lögregluna Þingflokkur VG hefur afgreitt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum og sent það til þinglegrar meðferðar. Þingflokkurinn gerði nokkra fyrirvara við frumvarpið, til dæmis hvað varðar heimildir lögreglu til að hafa eftirlit með borgurum. 1. desember 2022 13:00