Sjáðu öll mörkin úr Bestu: Þriðja sýning Vals og Davíð refsaði Blikum Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2023 08:01 Felix Örn Friðriksson tryggir hér ÍBV stig gegn KR með marki af vítapunktinum í uppbótartíma. vísir/Anton Víkingar verða með fimm stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta næstu ellefu daga eftir öruggan sigur gegn Fram í gærkvöld. Öll mörkin úr 11. umferð má nú sjá hér á Vísi. Víkingar unnu Fram 3-1 í síðustu umferð fyrir landsleikjahléið og eru fimm stigum fyrir ofan Val sem vann stórsigur gegn HK, 5-0. Þrír leikir hafa unnist með fimm marka mun í deildinni í ár og enduðu þeir allir með sigri Vals (1-6 gegn Fylki og 5-0 gegn KR). Breiðablik gerði hins vegar jafntefli við FH og er sjö stigum frá toppnum. ÍBV og Keflavík sitja í fallsætunum í landsleikjahléinu og eru Keflvíkingar aðeins með sjö stig. ÍBV er með 10 stig og aðeins þremur stigum á eftir HK sem er í 6. sæti. Hér að neðan má sjá mörkin úr leikjum elleftu umferðar. Erlingur Anarsson, Danijel Djuric og Birnir Snær Ingason komu Víkingi í 3-0 gegn Fram á þrettán mínútna kafla í fyrri hálfleik en Fred minnkaði muninn fyrir Fram. Klippa: Mörkin úr leik Víkings og Fram Tryggvi Hrafn Haraldsson var maður leiksins þegar Valur vann HK 5-0. Tryggvi skoraði tvö mörk líkt og Patrick Pedersen og Aron Jóhannsson skoraði eitt. Klippa: Mörkin úr leik HK og Vals Keflavík og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli þar sem Magnús Þór Magnússon kom Keflavík yfir en Eggert Aron Guðmundsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna tíu mínútum fyrir leikslok. Klippa: Mörk Keflavíkur og Stjörnunnar FH og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í stórkostlega skemmtilegum leik. Stefán Ingi SIgurðarson og Viktor Karl Einarsson komu Blikum í 2-0 en Davíðs Snær Jóhannsson jafnaði fyrir FH með tveimur mörkum. Klippa: Mörk FH og Breiðabliks KR og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli þar sem tvö víti voru dæmd á KR-inga. Fyrst varði Simen Kjellevold frá Sverri Páli Hjaltested en í seinna skiptið skoraði Felix Örn Friðriksson og jafnaði metin, í uppbótartíma, eftir að Sigurður Bjartur Hallsson hafði komið KR yfir. Klippa: Mörk KR og ÍBV KA vann Fylki 2-1. Sveinn Margeir Hauksson skoraði glæsimark fyrir KA og Harley Willard bætti við öðru áður en Benedikt Daríus Garðarsson minnkaði muninn í lokin. Klippa: Mörk KA og Fylkis Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Breiðablik KA HK ÍBV Keflavík ÍF KR Fram Stjarnan FH Fylkir Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Sjá meira
Víkingar unnu Fram 3-1 í síðustu umferð fyrir landsleikjahléið og eru fimm stigum fyrir ofan Val sem vann stórsigur gegn HK, 5-0. Þrír leikir hafa unnist með fimm marka mun í deildinni í ár og enduðu þeir allir með sigri Vals (1-6 gegn Fylki og 5-0 gegn KR). Breiðablik gerði hins vegar jafntefli við FH og er sjö stigum frá toppnum. ÍBV og Keflavík sitja í fallsætunum í landsleikjahléinu og eru Keflvíkingar aðeins með sjö stig. ÍBV er með 10 stig og aðeins þremur stigum á eftir HK sem er í 6. sæti. Hér að neðan má sjá mörkin úr leikjum elleftu umferðar. Erlingur Anarsson, Danijel Djuric og Birnir Snær Ingason komu Víkingi í 3-0 gegn Fram á þrettán mínútna kafla í fyrri hálfleik en Fred minnkaði muninn fyrir Fram. Klippa: Mörkin úr leik Víkings og Fram Tryggvi Hrafn Haraldsson var maður leiksins þegar Valur vann HK 5-0. Tryggvi skoraði tvö mörk líkt og Patrick Pedersen og Aron Jóhannsson skoraði eitt. Klippa: Mörkin úr leik HK og Vals Keflavík og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli þar sem Magnús Þór Magnússon kom Keflavík yfir en Eggert Aron Guðmundsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna tíu mínútum fyrir leikslok. Klippa: Mörk Keflavíkur og Stjörnunnar FH og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í stórkostlega skemmtilegum leik. Stefán Ingi SIgurðarson og Viktor Karl Einarsson komu Blikum í 2-0 en Davíðs Snær Jóhannsson jafnaði fyrir FH með tveimur mörkum. Klippa: Mörk FH og Breiðabliks KR og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli þar sem tvö víti voru dæmd á KR-inga. Fyrst varði Simen Kjellevold frá Sverri Páli Hjaltested en í seinna skiptið skoraði Felix Örn Friðriksson og jafnaði metin, í uppbótartíma, eftir að Sigurður Bjartur Hallsson hafði komið KR yfir. Klippa: Mörk KR og ÍBV KA vann Fylki 2-1. Sveinn Margeir Hauksson skoraði glæsimark fyrir KA og Harley Willard bætti við öðru áður en Benedikt Daríus Garðarsson minnkaði muninn í lokin. Klippa: Mörk KA og Fylkis Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Breiðablik KA HK ÍBV Keflavík ÍF KR Fram Stjarnan FH Fylkir Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Sjá meira