Sjáðu öll mörkin úr Bestu: Þriðja sýning Vals og Davíð refsaði Blikum Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2023 08:01 Felix Örn Friðriksson tryggir hér ÍBV stig gegn KR með marki af vítapunktinum í uppbótartíma. vísir/Anton Víkingar verða með fimm stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta næstu ellefu daga eftir öruggan sigur gegn Fram í gærkvöld. Öll mörkin úr 11. umferð má nú sjá hér á Vísi. Víkingar unnu Fram 3-1 í síðustu umferð fyrir landsleikjahléið og eru fimm stigum fyrir ofan Val sem vann stórsigur gegn HK, 5-0. Þrír leikir hafa unnist með fimm marka mun í deildinni í ár og enduðu þeir allir með sigri Vals (1-6 gegn Fylki og 5-0 gegn KR). Breiðablik gerði hins vegar jafntefli við FH og er sjö stigum frá toppnum. ÍBV og Keflavík sitja í fallsætunum í landsleikjahléinu og eru Keflvíkingar aðeins með sjö stig. ÍBV er með 10 stig og aðeins þremur stigum á eftir HK sem er í 6. sæti. Hér að neðan má sjá mörkin úr leikjum elleftu umferðar. Erlingur Anarsson, Danijel Djuric og Birnir Snær Ingason komu Víkingi í 3-0 gegn Fram á þrettán mínútna kafla í fyrri hálfleik en Fred minnkaði muninn fyrir Fram. Klippa: Mörkin úr leik Víkings og Fram Tryggvi Hrafn Haraldsson var maður leiksins þegar Valur vann HK 5-0. Tryggvi skoraði tvö mörk líkt og Patrick Pedersen og Aron Jóhannsson skoraði eitt. Klippa: Mörkin úr leik HK og Vals Keflavík og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli þar sem Magnús Þór Magnússon kom Keflavík yfir en Eggert Aron Guðmundsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna tíu mínútum fyrir leikslok. Klippa: Mörk Keflavíkur og Stjörnunnar FH og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í stórkostlega skemmtilegum leik. Stefán Ingi SIgurðarson og Viktor Karl Einarsson komu Blikum í 2-0 en Davíðs Snær Jóhannsson jafnaði fyrir FH með tveimur mörkum. Klippa: Mörk FH og Breiðabliks KR og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli þar sem tvö víti voru dæmd á KR-inga. Fyrst varði Simen Kjellevold frá Sverri Páli Hjaltested en í seinna skiptið skoraði Felix Örn Friðriksson og jafnaði metin, í uppbótartíma, eftir að Sigurður Bjartur Hallsson hafði komið KR yfir. Klippa: Mörk KR og ÍBV KA vann Fylki 2-1. Sveinn Margeir Hauksson skoraði glæsimark fyrir KA og Harley Willard bætti við öðru áður en Benedikt Daríus Garðarsson minnkaði muninn í lokin. Klippa: Mörk KA og Fylkis Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Breiðablik KA HK ÍBV Keflavík ÍF KR Fram Stjarnan FH Fylkir Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Víkingar unnu Fram 3-1 í síðustu umferð fyrir landsleikjahléið og eru fimm stigum fyrir ofan Val sem vann stórsigur gegn HK, 5-0. Þrír leikir hafa unnist með fimm marka mun í deildinni í ár og enduðu þeir allir með sigri Vals (1-6 gegn Fylki og 5-0 gegn KR). Breiðablik gerði hins vegar jafntefli við FH og er sjö stigum frá toppnum. ÍBV og Keflavík sitja í fallsætunum í landsleikjahléinu og eru Keflvíkingar aðeins með sjö stig. ÍBV er með 10 stig og aðeins þremur stigum á eftir HK sem er í 6. sæti. Hér að neðan má sjá mörkin úr leikjum elleftu umferðar. Erlingur Anarsson, Danijel Djuric og Birnir Snær Ingason komu Víkingi í 3-0 gegn Fram á þrettán mínútna kafla í fyrri hálfleik en Fred minnkaði muninn fyrir Fram. Klippa: Mörkin úr leik Víkings og Fram Tryggvi Hrafn Haraldsson var maður leiksins þegar Valur vann HK 5-0. Tryggvi skoraði tvö mörk líkt og Patrick Pedersen og Aron Jóhannsson skoraði eitt. Klippa: Mörkin úr leik HK og Vals Keflavík og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli þar sem Magnús Þór Magnússon kom Keflavík yfir en Eggert Aron Guðmundsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna tíu mínútum fyrir leikslok. Klippa: Mörk Keflavíkur og Stjörnunnar FH og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í stórkostlega skemmtilegum leik. Stefán Ingi SIgurðarson og Viktor Karl Einarsson komu Blikum í 2-0 en Davíðs Snær Jóhannsson jafnaði fyrir FH með tveimur mörkum. Klippa: Mörk FH og Breiðabliks KR og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli þar sem tvö víti voru dæmd á KR-inga. Fyrst varði Simen Kjellevold frá Sverri Páli Hjaltested en í seinna skiptið skoraði Felix Örn Friðriksson og jafnaði metin, í uppbótartíma, eftir að Sigurður Bjartur Hallsson hafði komið KR yfir. Klippa: Mörk KR og ÍBV KA vann Fylki 2-1. Sveinn Margeir Hauksson skoraði glæsimark fyrir KA og Harley Willard bætti við öðru áður en Benedikt Daríus Garðarsson minnkaði muninn í lokin. Klippa: Mörk KA og Fylkis Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Breiðablik KA HK ÍBV Keflavík ÍF KR Fram Stjarnan FH Fylkir Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira