Listin að slaka á og njóta sumarfrísins Ingrid Kuhlman skrifar 12. júní 2023 07:30 Þó að sumarfríinu sé ætlað að vera tími afslöppunar, samveru og ánægjulegra athafna, getur það einnig valdið kvíða og streitu. Að skipuleggja sumarfrí getur falið í sér samhæfingu og ákvarðanatöku, allt frá því að velja áfangastað, bóka gistingu, pakka niður, undirbúa tjaldvagninn og gera ferðaáætlun. Sumarfrí krefst yfirleitt aukinna útgjalda. Auk þess getur verið um að ræða ýmsar ferðatengdar áskoranir eins og fullbókuð gistirými og langar biðraðir á flugvellinum eða inn á vinsæla ferðamannastaði. Þá getur verið stressandi að takast á við seinkanir og ferðalög um ókunna áfangastaði. Fyrir suma getur sú truflun á rútínu sem fylgir sumarfríi verið streituvaldur, sérstaklega þeim sem þrífast á fyrirsjáanleika. Fyrir fjölskyldur getur það að verja miklum tíma saman leitt til aukinnar spennu. Það getur verið krefjandi að taka tillit til mismunandi persónuleika, aldurshópa, áhugamála og væntinga á sama tíma og reynt er að viðhalda jákvæðu andrúmslofti. Ágreiningur getur komið upp, m.a. um hvað eigi að gera, hvert eigi að fara, hvað eigi að borða og aðra þætti frísins. Væntingar geta brugðist Samfélagsmiðlar geta skapað þá tilfinningu að við séum að missa af einhverju. Að sjá vini, kunningja eða áhrifavalda deila myndum af því er virðist fullkomnu fríi getur skapað félagslegan þrýsting um að upplifa svipaða hluti. Nágranninn fór kannski í þyrluflug yfir Grand Canyon eða góð vinkona var að snorkla í Kyrrahafinu. Að bera saman eigin reynslu við upplifanir annarra getur valdið vonbrigðum. Stundum uppfyllir veruleiki sumarfrísins ekki þær væntingar sem hafa byggst upp í huga manns. Hvort sem það er vegna óhagstæðs veðurs, gististaða sem valda vonbrigðum, fjölmennra ferðamannasvæða eða annarra ófyrirséðra aðstæðna, getur bilið á milli væntinga og raunveruleika skapað gremju. Það er kannski alveg eins og með jólin, væntingarnar eru miklar og við ætlumst til þess að sumarfríið verði fullkomið og eftirminnilegt. Mikilvægi þess að fara í frí Að njóta góðs sumarfrís er mikilvægt af ýmsum ástæðum. Oft felur frí í sér aukna hreyfingu og útivist. Að fara í fjallgöngur, sund eða göngutúra stuðlar ekki aðeins að betri líkamlegri heilsu heldur eykur einnig endorfínmagn, bætir hjarta- og æðaheilbrigði og eykur almenna vellíðan. Frí veitir okkur tækifæri til að slaka á, hvíla hugann og endurhlaða rafhlöðurnar. Að taka þátt í skemmtilegum athöfnum, dvelja í nýju umhverfi og verja tíma með ástvinum getur bætt andlega líðan. Að taka tíma frá vinnu og daglegri ábyrgð getur auk þess örvað sköpunargáfuna. Þegar við gefum huganum hvíld frá vinnutengdum verkefnum sköpum við rými fyrir nýjar hugmyndir, fersk sjónarmið og nýstárlega hugsun. Þetta skilar sér oft í bættri hæfni til að leysa vandamál og aukinni afkastagetu. Sumarfrí býður upp á tækifæri til að kanna nýja staði og menningu, sem víkkar sjóndeildarhringinn og eykur þekkingu. Að prófa nýja reynslu og stíga út fyrir þægindarammann getur byggt upp seiglu og bætt sjálfstraustið. Á endanum liggur mikilvægi þess að njóta góðs sumarfrís í því að skemmta sér og njóta lífsins. Gera ánægjulega hluti og skapa dýrmætar minningar. Að njóta verðskuldaðs frís Til að nýta sumarfríið sem best er gott að gera lista yfir spennandi upplifanir, t.d. að heimsækja áhugaverða staði, prófa nýjar útivistaríþróttir, sinna áhugamálum, sækja útihátíðir og verja gæðatíma með ástvinum. Tilvalið er að nota sumarfríið sem tækifæri til að prófa nýjar athafnir eða áhugamál. Skrá sig á matreiðslunámskeið, læra garðyrkju eða stunda vatnsíþrótt. Að kanna ný áhugamál getur veitt tilfinningu fyrir persónulegum vexti. Gott er að nýta sér bjartar kvöldstundir og verja tíma úti í náttúrunni. Ganga á nærliggjandi fjöll, fara í lautarferð eða náttúrulaug og snæða máltíð undir berum himni. Að sökkva sér niður í náttúrulegt umhverfi getur verið hressandi og endurnærandi. Það gerir okkur kleift að slaka á og tengjast fegurð náttúrunnar en hún hefur græðandi áhrif. Sumarfrí eru líka frábær tími til að aftengja sig frá hversdagslegum amstri, t.d. með því að lesa bækur, stunda hugleiðslu og jóga eða slaka á við sundlaugina. Frí þurfa ekki að vera eyðslusöm eða dýr til að vera ánægjuleg. Því er mikilvægt að gera raunhæfa fjárhagsáætlun sem er í takt við fjárhagsstöðuna. Munum að eftirminnilegar upplifanir er oft að finna í einföldum nautnum - það eru gæði upplifunarinnar frekar en verðmiðinn sem skipta máli. Svigrúm fyrir óvænt ævintýri Þó að skipulagning sé mikilvæg er gott að hafa svigrúm fyrir sjálfsprottin og óvænt ævintýri. Fögnum tækifærunum sem gefast, segjum já við nýrri reynslu og leyfum okkur að vera opin fyrir hinu óvænta. Stundum skapast bestu minningarnar þegar við sleppum fyrir fram skipulögðum áformum og látum berast með straumnum. Gleðilegt sumarfrí! Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þó að sumarfríinu sé ætlað að vera tími afslöppunar, samveru og ánægjulegra athafna, getur það einnig valdið kvíða og streitu. Að skipuleggja sumarfrí getur falið í sér samhæfingu og ákvarðanatöku, allt frá því að velja áfangastað, bóka gistingu, pakka niður, undirbúa tjaldvagninn og gera ferðaáætlun. Sumarfrí krefst yfirleitt aukinna útgjalda. Auk þess getur verið um að ræða ýmsar ferðatengdar áskoranir eins og fullbókuð gistirými og langar biðraðir á flugvellinum eða inn á vinsæla ferðamannastaði. Þá getur verið stressandi að takast á við seinkanir og ferðalög um ókunna áfangastaði. Fyrir suma getur sú truflun á rútínu sem fylgir sumarfríi verið streituvaldur, sérstaklega þeim sem þrífast á fyrirsjáanleika. Fyrir fjölskyldur getur það að verja miklum tíma saman leitt til aukinnar spennu. Það getur verið krefjandi að taka tillit til mismunandi persónuleika, aldurshópa, áhugamála og væntinga á sama tíma og reynt er að viðhalda jákvæðu andrúmslofti. Ágreiningur getur komið upp, m.a. um hvað eigi að gera, hvert eigi að fara, hvað eigi að borða og aðra þætti frísins. Væntingar geta brugðist Samfélagsmiðlar geta skapað þá tilfinningu að við séum að missa af einhverju. Að sjá vini, kunningja eða áhrifavalda deila myndum af því er virðist fullkomnu fríi getur skapað félagslegan þrýsting um að upplifa svipaða hluti. Nágranninn fór kannski í þyrluflug yfir Grand Canyon eða góð vinkona var að snorkla í Kyrrahafinu. Að bera saman eigin reynslu við upplifanir annarra getur valdið vonbrigðum. Stundum uppfyllir veruleiki sumarfrísins ekki þær væntingar sem hafa byggst upp í huga manns. Hvort sem það er vegna óhagstæðs veðurs, gististaða sem valda vonbrigðum, fjölmennra ferðamannasvæða eða annarra ófyrirséðra aðstæðna, getur bilið á milli væntinga og raunveruleika skapað gremju. Það er kannski alveg eins og með jólin, væntingarnar eru miklar og við ætlumst til þess að sumarfríið verði fullkomið og eftirminnilegt. Mikilvægi þess að fara í frí Að njóta góðs sumarfrís er mikilvægt af ýmsum ástæðum. Oft felur frí í sér aukna hreyfingu og útivist. Að fara í fjallgöngur, sund eða göngutúra stuðlar ekki aðeins að betri líkamlegri heilsu heldur eykur einnig endorfínmagn, bætir hjarta- og æðaheilbrigði og eykur almenna vellíðan. Frí veitir okkur tækifæri til að slaka á, hvíla hugann og endurhlaða rafhlöðurnar. Að taka þátt í skemmtilegum athöfnum, dvelja í nýju umhverfi og verja tíma með ástvinum getur bætt andlega líðan. Að taka tíma frá vinnu og daglegri ábyrgð getur auk þess örvað sköpunargáfuna. Þegar við gefum huganum hvíld frá vinnutengdum verkefnum sköpum við rými fyrir nýjar hugmyndir, fersk sjónarmið og nýstárlega hugsun. Þetta skilar sér oft í bættri hæfni til að leysa vandamál og aukinni afkastagetu. Sumarfrí býður upp á tækifæri til að kanna nýja staði og menningu, sem víkkar sjóndeildarhringinn og eykur þekkingu. Að prófa nýja reynslu og stíga út fyrir þægindarammann getur byggt upp seiglu og bætt sjálfstraustið. Á endanum liggur mikilvægi þess að njóta góðs sumarfrís í því að skemmta sér og njóta lífsins. Gera ánægjulega hluti og skapa dýrmætar minningar. Að njóta verðskuldaðs frís Til að nýta sumarfríið sem best er gott að gera lista yfir spennandi upplifanir, t.d. að heimsækja áhugaverða staði, prófa nýjar útivistaríþróttir, sinna áhugamálum, sækja útihátíðir og verja gæðatíma með ástvinum. Tilvalið er að nota sumarfríið sem tækifæri til að prófa nýjar athafnir eða áhugamál. Skrá sig á matreiðslunámskeið, læra garðyrkju eða stunda vatnsíþrótt. Að kanna ný áhugamál getur veitt tilfinningu fyrir persónulegum vexti. Gott er að nýta sér bjartar kvöldstundir og verja tíma úti í náttúrunni. Ganga á nærliggjandi fjöll, fara í lautarferð eða náttúrulaug og snæða máltíð undir berum himni. Að sökkva sér niður í náttúrulegt umhverfi getur verið hressandi og endurnærandi. Það gerir okkur kleift að slaka á og tengjast fegurð náttúrunnar en hún hefur græðandi áhrif. Sumarfrí eru líka frábær tími til að aftengja sig frá hversdagslegum amstri, t.d. með því að lesa bækur, stunda hugleiðslu og jóga eða slaka á við sundlaugina. Frí þurfa ekki að vera eyðslusöm eða dýr til að vera ánægjuleg. Því er mikilvægt að gera raunhæfa fjárhagsáætlun sem er í takt við fjárhagsstöðuna. Munum að eftirminnilegar upplifanir er oft að finna í einföldum nautnum - það eru gæði upplifunarinnar frekar en verðmiðinn sem skipta máli. Svigrúm fyrir óvænt ævintýri Þó að skipulagning sé mikilvæg er gott að hafa svigrúm fyrir sjálfsprottin og óvænt ævintýri. Fögnum tækifærunum sem gefast, segjum já við nýrri reynslu og leyfum okkur að vera opin fyrir hinu óvænta. Stundum skapast bestu minningarnar þegar við sleppum fyrir fram skipulögðum áformum og látum berast með straumnum. Gleðilegt sumarfrí! Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun