Átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart stjúpdóttur Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. júní 2023 16:40 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 9.júní síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa með ólögmætri nauðung misnotað freklega yfirburðarstöðu sína gagnvart níu ára gamalli stjúpdóttur sinni. Fram kemur í ákæru að hann hafi misnotað traust hennar og trúnað sem stjúpfaðir hennar og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð hennar og haft við hana önnur kynferðismök en samræði með því að stinga fingri inn í leggöng og endaþarm hennar. Maðurinn hvorki neitaði né játaði sök og bar við minnisleysi vegna áfengisneyslu. Hann lýsti því hinsvegar fyrir dómi að hann teldi ólíklegt að stúlkan væri að ljúga. Fram kemur í dómnum að ekkert hafi komið fram í málinu sem gefi tilefni til að draga framburð brotaþola í efa eða kastar rýrð á hann. Framburður stúlkunnar var metinn trúverðugur Samkvæmt sakavottorði hefur maðurinn ekki áður sætt refsingu sem skiptir máli við ákvörðun refsingar í þessu máli. Við ákvörðun refsingar nú leit dómurinn til þess að brotaþolinn var níu ára gömul þegar maðurinn braut gegn henni. Ákæra í málinu var ekki gefin út fyrr en rúmlega tveimur árum eftir að brotið var framið. Mat dómurinn það svo að um ástæðulausan drátt væri að ræða sem ákærða yrði ekki kennt um og hafði það áhrif þegar kom að ákvörðun refsingar. Þótti réttilega ákveðin refsing vera fangelsi í 18 mánuði en með hliðsjón af alvarleika brotins taldi dómurinn að ekki væri tilefni til að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti. Manninum er jafnframt gert að greiða stúlkunni 1,2 milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa með ólögmætri nauðung misnotað freklega yfirburðarstöðu sína gagnvart níu ára gamalli stjúpdóttur sinni. Fram kemur í ákæru að hann hafi misnotað traust hennar og trúnað sem stjúpfaðir hennar og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð hennar og haft við hana önnur kynferðismök en samræði með því að stinga fingri inn í leggöng og endaþarm hennar. Maðurinn hvorki neitaði né játaði sök og bar við minnisleysi vegna áfengisneyslu. Hann lýsti því hinsvegar fyrir dómi að hann teldi ólíklegt að stúlkan væri að ljúga. Fram kemur í dómnum að ekkert hafi komið fram í málinu sem gefi tilefni til að draga framburð brotaþola í efa eða kastar rýrð á hann. Framburður stúlkunnar var metinn trúverðugur Samkvæmt sakavottorði hefur maðurinn ekki áður sætt refsingu sem skiptir máli við ákvörðun refsingar í þessu máli. Við ákvörðun refsingar nú leit dómurinn til þess að brotaþolinn var níu ára gömul þegar maðurinn braut gegn henni. Ákæra í málinu var ekki gefin út fyrr en rúmlega tveimur árum eftir að brotið var framið. Mat dómurinn það svo að um ástæðulausan drátt væri að ræða sem ákærða yrði ekki kennt um og hafði það áhrif þegar kom að ákvörðun refsingar. Þótti réttilega ákveðin refsing vera fangelsi í 18 mánuði en með hliðsjón af alvarleika brotins taldi dómurinn að ekki væri tilefni til að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti. Manninum er jafnframt gert að greiða stúlkunni 1,2 milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira