Átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart stjúpdóttur Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. júní 2023 16:40 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 9.júní síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa með ólögmætri nauðung misnotað freklega yfirburðarstöðu sína gagnvart níu ára gamalli stjúpdóttur sinni. Fram kemur í ákæru að hann hafi misnotað traust hennar og trúnað sem stjúpfaðir hennar og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð hennar og haft við hana önnur kynferðismök en samræði með því að stinga fingri inn í leggöng og endaþarm hennar. Maðurinn hvorki neitaði né játaði sök og bar við minnisleysi vegna áfengisneyslu. Hann lýsti því hinsvegar fyrir dómi að hann teldi ólíklegt að stúlkan væri að ljúga. Fram kemur í dómnum að ekkert hafi komið fram í málinu sem gefi tilefni til að draga framburð brotaþola í efa eða kastar rýrð á hann. Framburður stúlkunnar var metinn trúverðugur Samkvæmt sakavottorði hefur maðurinn ekki áður sætt refsingu sem skiptir máli við ákvörðun refsingar í þessu máli. Við ákvörðun refsingar nú leit dómurinn til þess að brotaþolinn var níu ára gömul þegar maðurinn braut gegn henni. Ákæra í málinu var ekki gefin út fyrr en rúmlega tveimur árum eftir að brotið var framið. Mat dómurinn það svo að um ástæðulausan drátt væri að ræða sem ákærða yrði ekki kennt um og hafði það áhrif þegar kom að ákvörðun refsingar. Þótti réttilega ákveðin refsing vera fangelsi í 18 mánuði en með hliðsjón af alvarleika brotins taldi dómurinn að ekki væri tilefni til að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti. Manninum er jafnframt gert að greiða stúlkunni 1,2 milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa með ólögmætri nauðung misnotað freklega yfirburðarstöðu sína gagnvart níu ára gamalli stjúpdóttur sinni. Fram kemur í ákæru að hann hafi misnotað traust hennar og trúnað sem stjúpfaðir hennar og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð hennar og haft við hana önnur kynferðismök en samræði með því að stinga fingri inn í leggöng og endaþarm hennar. Maðurinn hvorki neitaði né játaði sök og bar við minnisleysi vegna áfengisneyslu. Hann lýsti því hinsvegar fyrir dómi að hann teldi ólíklegt að stúlkan væri að ljúga. Fram kemur í dómnum að ekkert hafi komið fram í málinu sem gefi tilefni til að draga framburð brotaþola í efa eða kastar rýrð á hann. Framburður stúlkunnar var metinn trúverðugur Samkvæmt sakavottorði hefur maðurinn ekki áður sætt refsingu sem skiptir máli við ákvörðun refsingar í þessu máli. Við ákvörðun refsingar nú leit dómurinn til þess að brotaþolinn var níu ára gömul þegar maðurinn braut gegn henni. Ákæra í málinu var ekki gefin út fyrr en rúmlega tveimur árum eftir að brotið var framið. Mat dómurinn það svo að um ástæðulausan drátt væri að ræða sem ákærða yrði ekki kennt um og hafði það áhrif þegar kom að ákvörðun refsingar. Þótti réttilega ákveðin refsing vera fangelsi í 18 mánuði en með hliðsjón af alvarleika brotins taldi dómurinn að ekki væri tilefni til að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti. Manninum er jafnframt gert að greiða stúlkunni 1,2 milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira