Það birtir alltaf til! Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 9. júní 2023 15:00 Í dag lauk seinni umræðu vegna fjármálaáætlunar 2024 - 2028. Fjármálaáætlun er verkfæri stjórnvalda til að setja fram skýra stefnu í hagstjórn hins opinbera. Þar er að finna grunngildi hagstjórnarinnar, útfærslu á markmiðum, stefnum og straumum í pólitík. Efnahagsmálin eru sennilega veigamesti hlutinn í deilum og dægurþrasi hinnar pólitísku umræðu hér á landi, hið eilífa þrætuepli. Engan skyldi undra það enda þarfnast ríkissjóður peninga til að geta staðið undir hlutverki sínu, rekið heilbrigðiskerfi og stofnanir sem sinna þjónustu við almenning í landinu, allt frá löggæslu til landvörslu. Ákvarðanir hagstjórnarinnar hafa sömuleiðis áhrif á daglegt líf fólks. Það er því mikilvægt að nálgast verkefnið af kostgæfni og vanda til verka. En hvað er ríkisstjórnin að gera? Það hefur verið markmið stjórnvalda að standa vörð um þá velferð sem byggð hefur verið upp á síðustu árum. Verðbólgan hefur verið efst á baugi síðustu misseri enda sá hluti hagstjórnarinnar sem hefur haft mest áhrif að undanförnu. Til þess að vinna gegn áhrifum verðbólgunnar hefur ríkisstjórnin beint aðgerðum sínum að þeim sem minnst hafa bjargráð gagnvart verðbólgunni. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar í efnahagsmálum sýna þetta svart á hvítu. Helstu aðgerðir frá því síðasta sumar eru: Húsnæðisstuðningur hefur verið aukinn ríflega, bætur almannatrygginga hækkuðu um tæp 9% á árinu 2022 og um 7,4% þann 1. janúar síðastliðin og munu hækka á næstunni um 2,5% til viðbótar. Húsaleigubætur hafa hækkað um 25% frá miðju síðasta ári. Eignamörk í vaxtabótakerfinu voru hækkuð upp í 50% í upphafi árs og barnabætur sömuleiðis. Breytingar á úthlutun barnabóta leiða til þess að um 3000 fleiri fjölskyldur fá barnabætur í nýju kerfi! Þá var frítekjumark atvinnutekna örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hækkaði í 200.000 krónur í ársbyrjun 2023. Loks hækkuðu persónuafsláttur og þrepamörk um 10,7% um áramótin. Með þessum breytingum lækkar skattbyrði heimilanna í landinu. Þessi skýri vilji stjórnvalda birtist sömuleiðis í því að verja grunnþjónustuna aðhaldi. Bæði í heilbrigðiskerfinu og stóru tilfærslukerfum almannatrygginga, kerfum sem hafa vaxið mikið síðustu ár og styðja við jöfnuð og félagslegt réttlæti í landinu. Verðbólgan er ekki einkamál Íslendinga Það er staðreynd að hér á Íslandi eru mikil efnahagsumsvif, hagvöxtur og hátt atvinnustig. Óvíða er vaxandi atvinnuleysi og samdráttur ofan á mikla verðbólgu. Verðbólgan er nefnilega ekki einkamál okkar Íslendinga. Að hluta til er verðbólgan innflutt, ef við berum saman nýliðinn maí mánuð við sama mánuð fyrir ári síðan eru hækkanir mestar í innfluttum vörum. Því gætir áhrifa hækkandi heimsmarkaðsverðs á ýmsum nauðsynjum, t.d. mat og drykkjarvörum, hér sem og annarsstaðar í Evrópu. Verðhækkanir sem rekja má meðal annars til ólögmætrar innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu. Á sama tíma hefur heldur hægst á verðhækkunum á húsnæðismarkaði hér á Íslandi. Gleymum því ekki að fólk naut hér góðra vaxtakjara á lágvaxtaskeiðinu undanfarin ár. Þau kjör sköpuðust vegna farsællar hagstjórnar ríkisstjórnarinnar í heimsfaraldrinum og ýttu undir fjárfestingu á tíma þar sem hennar var þörf. Að sama skapi hefur hækkun vaxta nú áhrif til minnkandi eftirspurnar ásamt aukinni greiðslubyrði á herðar lántakendum. Enda drifkrafturinn að baki aðgerðum stjórnvalda að ná tökum á verðbólgunni til heilla fyrir heimilin í landinu. Það birtir alltaf til! Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá því á föstudaginn fyrir viku síðan lækkar ársverðbólgan um 0,4% og mælist nú 9,5%. Þó vissulega sé of snemmt að fagna sigri gefa þessar fregnir jákvæðar væntingar og minna okkur á að það styttir alltaf upp. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sýndi það í heimsfaraldrinum að hún vel í stakk búin til að takast á við flókin verkefni, verðbólgan nú er engin undantekning. Aðgerðir ríkistjórnarinnar sýna að róið er öllum árum að því að ná stöðugleika í íslensku efnahagslífi á sama tíma og við verjum velferðina og byggjum upp réttlátara samfélag. Það mun gefa á bátinn en verðbólgunni mun linna! Höfundur er formaður fjárlaganefndar og oddviti VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Í dag lauk seinni umræðu vegna fjármálaáætlunar 2024 - 2028. Fjármálaáætlun er verkfæri stjórnvalda til að setja fram skýra stefnu í hagstjórn hins opinbera. Þar er að finna grunngildi hagstjórnarinnar, útfærslu á markmiðum, stefnum og straumum í pólitík. Efnahagsmálin eru sennilega veigamesti hlutinn í deilum og dægurþrasi hinnar pólitísku umræðu hér á landi, hið eilífa þrætuepli. Engan skyldi undra það enda þarfnast ríkissjóður peninga til að geta staðið undir hlutverki sínu, rekið heilbrigðiskerfi og stofnanir sem sinna þjónustu við almenning í landinu, allt frá löggæslu til landvörslu. Ákvarðanir hagstjórnarinnar hafa sömuleiðis áhrif á daglegt líf fólks. Það er því mikilvægt að nálgast verkefnið af kostgæfni og vanda til verka. En hvað er ríkisstjórnin að gera? Það hefur verið markmið stjórnvalda að standa vörð um þá velferð sem byggð hefur verið upp á síðustu árum. Verðbólgan hefur verið efst á baugi síðustu misseri enda sá hluti hagstjórnarinnar sem hefur haft mest áhrif að undanförnu. Til þess að vinna gegn áhrifum verðbólgunnar hefur ríkisstjórnin beint aðgerðum sínum að þeim sem minnst hafa bjargráð gagnvart verðbólgunni. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar í efnahagsmálum sýna þetta svart á hvítu. Helstu aðgerðir frá því síðasta sumar eru: Húsnæðisstuðningur hefur verið aukinn ríflega, bætur almannatrygginga hækkuðu um tæp 9% á árinu 2022 og um 7,4% þann 1. janúar síðastliðin og munu hækka á næstunni um 2,5% til viðbótar. Húsaleigubætur hafa hækkað um 25% frá miðju síðasta ári. Eignamörk í vaxtabótakerfinu voru hækkuð upp í 50% í upphafi árs og barnabætur sömuleiðis. Breytingar á úthlutun barnabóta leiða til þess að um 3000 fleiri fjölskyldur fá barnabætur í nýju kerfi! Þá var frítekjumark atvinnutekna örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hækkaði í 200.000 krónur í ársbyrjun 2023. Loks hækkuðu persónuafsláttur og þrepamörk um 10,7% um áramótin. Með þessum breytingum lækkar skattbyrði heimilanna í landinu. Þessi skýri vilji stjórnvalda birtist sömuleiðis í því að verja grunnþjónustuna aðhaldi. Bæði í heilbrigðiskerfinu og stóru tilfærslukerfum almannatrygginga, kerfum sem hafa vaxið mikið síðustu ár og styðja við jöfnuð og félagslegt réttlæti í landinu. Verðbólgan er ekki einkamál Íslendinga Það er staðreynd að hér á Íslandi eru mikil efnahagsumsvif, hagvöxtur og hátt atvinnustig. Óvíða er vaxandi atvinnuleysi og samdráttur ofan á mikla verðbólgu. Verðbólgan er nefnilega ekki einkamál okkar Íslendinga. Að hluta til er verðbólgan innflutt, ef við berum saman nýliðinn maí mánuð við sama mánuð fyrir ári síðan eru hækkanir mestar í innfluttum vörum. Því gætir áhrifa hækkandi heimsmarkaðsverðs á ýmsum nauðsynjum, t.d. mat og drykkjarvörum, hér sem og annarsstaðar í Evrópu. Verðhækkanir sem rekja má meðal annars til ólögmætrar innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu. Á sama tíma hefur heldur hægst á verðhækkunum á húsnæðismarkaði hér á Íslandi. Gleymum því ekki að fólk naut hér góðra vaxtakjara á lágvaxtaskeiðinu undanfarin ár. Þau kjör sköpuðust vegna farsællar hagstjórnar ríkisstjórnarinnar í heimsfaraldrinum og ýttu undir fjárfestingu á tíma þar sem hennar var þörf. Að sama skapi hefur hækkun vaxta nú áhrif til minnkandi eftirspurnar ásamt aukinni greiðslubyrði á herðar lántakendum. Enda drifkrafturinn að baki aðgerðum stjórnvalda að ná tökum á verðbólgunni til heilla fyrir heimilin í landinu. Það birtir alltaf til! Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá því á föstudaginn fyrir viku síðan lækkar ársverðbólgan um 0,4% og mælist nú 9,5%. Þó vissulega sé of snemmt að fagna sigri gefa þessar fregnir jákvæðar væntingar og minna okkur á að það styttir alltaf upp. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sýndi það í heimsfaraldrinum að hún vel í stakk búin til að takast á við flókin verkefni, verðbólgan nú er engin undantekning. Aðgerðir ríkistjórnarinnar sýna að róið er öllum árum að því að ná stöðugleika í íslensku efnahagslífi á sama tíma og við verjum velferðina og byggjum upp réttlátara samfélag. Það mun gefa á bátinn en verðbólgunni mun linna! Höfundur er formaður fjárlaganefndar og oddviti VG í Norðausturkjördæmi.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun