Steinþór veðjaði á eigin leik og verður í banni út árið Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2023 13:34 Steinþór Freyr Þorsteinsson í leik með KA en hann hefur spilað fyrir liðið síðan 2017. vísir/daníel Steinþór Freyr Þorsteinsson, knattspyrnumaður úr KA, hefur verið úrskurðaður í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu út árið 2023, vegna veðmála á leiki. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú úrskurðað í máli Steinþórs en hann veðjaði meðal annars á einn leik sem hann spilaði sjálfur, með KA gegn Val í Bestu deildinni í október í fyrra þar sem hann kom inn á sem varamaður. Upp komst um Steinþór þegar veðmálafyrirtækið Pinnacle hafði samband við KSÍ til að fá upplýsingar um hvort Steinþór væri virkur leikmaður hjá íslensku félagi. Samkvæmt gögnum frá Pinnacle veðjaði Steinþór á tugi leikja á Íslandi á árunum 2018 til 2023, þar sem alvarlegast þótti að hann hefði veðjað á fyrrgreindan leik með eigin liði. Ekki kemur fram hvers konar veðmál það var. Hann veðjaði meðal annars á nítján leiki í Bestu deild karla, deildinni sem hann hefur spilað í frá heimkomunni úr atvinnumennsku árið 2017. Í greinargerð frá framkvæmdastjóra KSÍ segir að KSÍ hafi óskað eftir áliti frá veðmálaeftirliti UEFA um leik KA og Vals. Steinþór kom inn á í leiknum en þá var staðan 2-0 fyrir KA, sem urðu lokatölur leiksins. Niðurstöður UEFA eru að engar sérstakar vísbendingar séu um hagræðingu úrslita og mynstur í veðmála í kringum leikinn metin eðlileg. Viðurkenndi brot sín og iðrast Samkvæmt niðurstöðu aganefndar viðurkenndi Steinþór brot sín og iðraðist þeirra. Tók nefndin tillit til þess sem og þess að ekkert lægi fyrir um að Steinþór hefði reynt að hagræða úrslitum leikja. Eins og fyrr segir gildir bann hans til 31. desember á þessu ári en Steinþór, sem er 37 ára gamall, hefur ekkert spilað með KA í sumar. Steinþór er annar íslenski knattspyrnumaðurinn sem úrskurðaður er í bann á þessu ári en áður var Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, dæmdur í bann út leiktíðina. Samkvæmt grein 6.2. laga KSÍ er aðilum sem falla undir lögin og taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Sambærilegt ákvæði er að finna í grein 4.4. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót, en þar er tiltekið að aðilar sem taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ sé óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Besta deild karla KA Fjárhættuspil Tengdar fréttir Steinþór kærður af KSÍ fyrir að veðja á leiki Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kært Steinþór Frey Þorsteinsson, leikmann KA í Bestu deild karla í fótbolta, fyrir brot á veðmálareglum. 8. júní 2023 08:42 Áfrýjun Sigurðar skilaði engu Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð um að fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Bond Snorrason skuli sæta banni frá knattspyrnu til 15. nóvember, fyrir að veðja á eigin fótboltaleiki. 2. mars 2023 10:33 Utan vallar: Krabbameinið boðið velkomið Hið mikla fordæmi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ setti með einstökum dómi yfir Sigurði Gísla Bond Snorrasyni vegna veðmála sendir alls ekki nógu afgerandi skilaboð um að knattspyrnufólk eigi aldrei að veðja á eigin leiki. 3. mars 2023 11:30 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú úrskurðað í máli Steinþórs en hann veðjaði meðal annars á einn leik sem hann spilaði sjálfur, með KA gegn Val í Bestu deildinni í október í fyrra þar sem hann kom inn á sem varamaður. Upp komst um Steinþór þegar veðmálafyrirtækið Pinnacle hafði samband við KSÍ til að fá upplýsingar um hvort Steinþór væri virkur leikmaður hjá íslensku félagi. Samkvæmt gögnum frá Pinnacle veðjaði Steinþór á tugi leikja á Íslandi á árunum 2018 til 2023, þar sem alvarlegast þótti að hann hefði veðjað á fyrrgreindan leik með eigin liði. Ekki kemur fram hvers konar veðmál það var. Hann veðjaði meðal annars á nítján leiki í Bestu deild karla, deildinni sem hann hefur spilað í frá heimkomunni úr atvinnumennsku árið 2017. Í greinargerð frá framkvæmdastjóra KSÍ segir að KSÍ hafi óskað eftir áliti frá veðmálaeftirliti UEFA um leik KA og Vals. Steinþór kom inn á í leiknum en þá var staðan 2-0 fyrir KA, sem urðu lokatölur leiksins. Niðurstöður UEFA eru að engar sérstakar vísbendingar séu um hagræðingu úrslita og mynstur í veðmála í kringum leikinn metin eðlileg. Viðurkenndi brot sín og iðrast Samkvæmt niðurstöðu aganefndar viðurkenndi Steinþór brot sín og iðraðist þeirra. Tók nefndin tillit til þess sem og þess að ekkert lægi fyrir um að Steinþór hefði reynt að hagræða úrslitum leikja. Eins og fyrr segir gildir bann hans til 31. desember á þessu ári en Steinþór, sem er 37 ára gamall, hefur ekkert spilað með KA í sumar. Steinþór er annar íslenski knattspyrnumaðurinn sem úrskurðaður er í bann á þessu ári en áður var Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, dæmdur í bann út leiktíðina. Samkvæmt grein 6.2. laga KSÍ er aðilum sem falla undir lögin og taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Sambærilegt ákvæði er að finna í grein 4.4. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót, en þar er tiltekið að aðilar sem taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ sé óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót.
Besta deild karla KA Fjárhættuspil Tengdar fréttir Steinþór kærður af KSÍ fyrir að veðja á leiki Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kært Steinþór Frey Þorsteinsson, leikmann KA í Bestu deild karla í fótbolta, fyrir brot á veðmálareglum. 8. júní 2023 08:42 Áfrýjun Sigurðar skilaði engu Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð um að fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Bond Snorrason skuli sæta banni frá knattspyrnu til 15. nóvember, fyrir að veðja á eigin fótboltaleiki. 2. mars 2023 10:33 Utan vallar: Krabbameinið boðið velkomið Hið mikla fordæmi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ setti með einstökum dómi yfir Sigurði Gísla Bond Snorrasyni vegna veðmála sendir alls ekki nógu afgerandi skilaboð um að knattspyrnufólk eigi aldrei að veðja á eigin leiki. 3. mars 2023 11:30 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira
Steinþór kærður af KSÍ fyrir að veðja á leiki Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kært Steinþór Frey Þorsteinsson, leikmann KA í Bestu deild karla í fótbolta, fyrir brot á veðmálareglum. 8. júní 2023 08:42
Áfrýjun Sigurðar skilaði engu Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð um að fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Bond Snorrason skuli sæta banni frá knattspyrnu til 15. nóvember, fyrir að veðja á eigin fótboltaleiki. 2. mars 2023 10:33
Utan vallar: Krabbameinið boðið velkomið Hið mikla fordæmi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ setti með einstökum dómi yfir Sigurði Gísla Bond Snorrasyni vegna veðmála sendir alls ekki nógu afgerandi skilaboð um að knattspyrnufólk eigi aldrei að veðja á eigin leiki. 3. mars 2023 11:30