Hafró kynnti ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. júní 2023 11:15 Hafrannsóknastofnun ráðleggur einnar prósentu hækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Vísir/Vilhelm Hafrannsóknastof kynnti í morgun úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark fyrir á þriðja tug stofna er lagt til á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu. Meðal ráðlegginga er einnar prósentu hækkun á þorski og mikil hækkun á ýsu. Ráðgjöfina í heild sinni má nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar undir Ráðgjöf. Þá er hægt að horfa á fundinn í heild sinni hér að neðan: Meðal ráðlegginga stofnunarinnar er eitt prósent hækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Sú ráðgjöf byggir á aflareglu stjórnvalda og hækkar ráðlagður heildarafli úr 208.846 tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári í 211.309 tonn. Hækkunina megi rekja til hækkunar á mati á viðmiðunarstofni í ár. Þá segir að gert sé ráð fyrir því að viðmiðunarstofn þorsks fari hægt vaxandi næstu tvö til þrjú ár þegar árgangarnir frá 2019 og 2020 koma að fullu inn í viðmiðunarstofninn þar sem þeir eru nú metnir yfir meðallagi. Meiri ýsa og gullkarfi, minni ufsi en enginn djúpkarfi Samkvæmt aflareglu verður aflamark ýsu 76.415 tonn sem er 23 prósenta hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað er að viðmiðunarstofninn muni stækka næstu tvö árin vegna góðrar nýliðunar áranna 2019 til 2021. Þá lækkar ráðgjöfin fyrir ufsa samkvæmt aflareglu um 7 prósent frá yfirstandandi fiskveiðiári og er 66.533 tonn. Gullkarfi í Vestmannaeyjum. Hafró ráðleggur hækkun á veiðiheimildum á gullkarfa en varar við því að stofnin muni á næstu árum minnka.Vísir/Vilhelm Ráðgjöf fyrir gullkarfa er 41.286 tonn sem er 62 prósentum hærra en á yfirstandandi fiskveiðiári. Ástæða hækkunarinnar er að grunnur stofnmats var endurskoðaður á rýnifundi Alþjóðahafrannsóknaráðsins í byrjun árs. Þrátt fyrir hækkunina benda stofnunin á að nýliðun gullkarfa hafi verið mjög slök undanfarinn áratug og af þeim sökum hafi hrygningarstofn minnkað umtalsvert á undanförnum árum. Fyrirséð sé að stofninn fari minnkandi á komandi árum og þá þurfi að draga verulega úr sókn. Stofnunin leggur til að aflamark djúpkarfa verði 0 tonn þar sem hrygningarstofn er metinn undir varúðarmörkum. Ráðgjöfin byggi á nýuppfærðu stofnmati fyrir djúpkarfa eftir rýnifund Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Ekki sé búist að stofninn fari upp fyrir varúðarmörk í fyrirsjáanlegri framtíð. Sumargotssíldin fari ört vaxandi Þá segir í tilkynningu Hafró að stofnstærð íslensku sumargotssíldarinnar fari nú ört vaxandi, eftir samfellda minnkun árin 2008–2019 vegna slakrar nýliðunar og þrálátrar frumdýrasýkingar í stofninum. Árgangar 2017–2019 eru metnir talsvert stærri en undangengnir árgangar og séu þeir meginuppistaðan í viðmiðunarstofninum. Ráðgjöf samkvæmt aflareglu stjórnvalda er 92.634 tonn sem er 40 prósent hækkun frá þeim 66.195 tonnum sem voru ráðlögð á yfirstandandi fiskveiðiári. Ráðgjöf fyrir grálúðu lækkar um 19 prósent frá síðasta ári og er 21.541 tonn. Ráðlagt aflamark er lægra vegna endurskoðunar á grundvelli stofnmatsins eftir rýnifund Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Á meðfylgjandi töflu má sjá yfirlit yfir ráðgjöf stofnunarinnar: Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15. júní 2022 13:09 Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni. 15. júní 2021 12:14 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira
Ráðgjöfina í heild sinni má nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar undir Ráðgjöf. Þá er hægt að horfa á fundinn í heild sinni hér að neðan: Meðal ráðlegginga stofnunarinnar er eitt prósent hækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Sú ráðgjöf byggir á aflareglu stjórnvalda og hækkar ráðlagður heildarafli úr 208.846 tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári í 211.309 tonn. Hækkunina megi rekja til hækkunar á mati á viðmiðunarstofni í ár. Þá segir að gert sé ráð fyrir því að viðmiðunarstofn þorsks fari hægt vaxandi næstu tvö til þrjú ár þegar árgangarnir frá 2019 og 2020 koma að fullu inn í viðmiðunarstofninn þar sem þeir eru nú metnir yfir meðallagi. Meiri ýsa og gullkarfi, minni ufsi en enginn djúpkarfi Samkvæmt aflareglu verður aflamark ýsu 76.415 tonn sem er 23 prósenta hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað er að viðmiðunarstofninn muni stækka næstu tvö árin vegna góðrar nýliðunar áranna 2019 til 2021. Þá lækkar ráðgjöfin fyrir ufsa samkvæmt aflareglu um 7 prósent frá yfirstandandi fiskveiðiári og er 66.533 tonn. Gullkarfi í Vestmannaeyjum. Hafró ráðleggur hækkun á veiðiheimildum á gullkarfa en varar við því að stofnin muni á næstu árum minnka.Vísir/Vilhelm Ráðgjöf fyrir gullkarfa er 41.286 tonn sem er 62 prósentum hærra en á yfirstandandi fiskveiðiári. Ástæða hækkunarinnar er að grunnur stofnmats var endurskoðaður á rýnifundi Alþjóðahafrannsóknaráðsins í byrjun árs. Þrátt fyrir hækkunina benda stofnunin á að nýliðun gullkarfa hafi verið mjög slök undanfarinn áratug og af þeim sökum hafi hrygningarstofn minnkað umtalsvert á undanförnum árum. Fyrirséð sé að stofninn fari minnkandi á komandi árum og þá þurfi að draga verulega úr sókn. Stofnunin leggur til að aflamark djúpkarfa verði 0 tonn þar sem hrygningarstofn er metinn undir varúðarmörkum. Ráðgjöfin byggi á nýuppfærðu stofnmati fyrir djúpkarfa eftir rýnifund Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Ekki sé búist að stofninn fari upp fyrir varúðarmörk í fyrirsjáanlegri framtíð. Sumargotssíldin fari ört vaxandi Þá segir í tilkynningu Hafró að stofnstærð íslensku sumargotssíldarinnar fari nú ört vaxandi, eftir samfellda minnkun árin 2008–2019 vegna slakrar nýliðunar og þrálátrar frumdýrasýkingar í stofninum. Árgangar 2017–2019 eru metnir talsvert stærri en undangengnir árgangar og séu þeir meginuppistaðan í viðmiðunarstofninum. Ráðgjöf samkvæmt aflareglu stjórnvalda er 92.634 tonn sem er 40 prósent hækkun frá þeim 66.195 tonnum sem voru ráðlögð á yfirstandandi fiskveiðiári. Ráðgjöf fyrir grálúðu lækkar um 19 prósent frá síðasta ári og er 21.541 tonn. Ráðlagt aflamark er lægra vegna endurskoðunar á grundvelli stofnmatsins eftir rýnifund Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Á meðfylgjandi töflu má sjá yfirlit yfir ráðgjöf stofnunarinnar:
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15. júní 2022 13:09 Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni. 15. júní 2021 12:14 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira
Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15. júní 2022 13:09
Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni. 15. júní 2021 12:14