Hafró kynnti ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. júní 2023 11:15 Hafrannsóknastofnun ráðleggur einnar prósentu hækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Vísir/Vilhelm Hafrannsóknastof kynnti í morgun úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark fyrir á þriðja tug stofna er lagt til á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu. Meðal ráðlegginga er einnar prósentu hækkun á þorski og mikil hækkun á ýsu. Ráðgjöfina í heild sinni má nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar undir Ráðgjöf. Þá er hægt að horfa á fundinn í heild sinni hér að neðan: Meðal ráðlegginga stofnunarinnar er eitt prósent hækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Sú ráðgjöf byggir á aflareglu stjórnvalda og hækkar ráðlagður heildarafli úr 208.846 tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári í 211.309 tonn. Hækkunina megi rekja til hækkunar á mati á viðmiðunarstofni í ár. Þá segir að gert sé ráð fyrir því að viðmiðunarstofn þorsks fari hægt vaxandi næstu tvö til þrjú ár þegar árgangarnir frá 2019 og 2020 koma að fullu inn í viðmiðunarstofninn þar sem þeir eru nú metnir yfir meðallagi. Meiri ýsa og gullkarfi, minni ufsi en enginn djúpkarfi Samkvæmt aflareglu verður aflamark ýsu 76.415 tonn sem er 23 prósenta hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað er að viðmiðunarstofninn muni stækka næstu tvö árin vegna góðrar nýliðunar áranna 2019 til 2021. Þá lækkar ráðgjöfin fyrir ufsa samkvæmt aflareglu um 7 prósent frá yfirstandandi fiskveiðiári og er 66.533 tonn. Gullkarfi í Vestmannaeyjum. Hafró ráðleggur hækkun á veiðiheimildum á gullkarfa en varar við því að stofnin muni á næstu árum minnka.Vísir/Vilhelm Ráðgjöf fyrir gullkarfa er 41.286 tonn sem er 62 prósentum hærra en á yfirstandandi fiskveiðiári. Ástæða hækkunarinnar er að grunnur stofnmats var endurskoðaður á rýnifundi Alþjóðahafrannsóknaráðsins í byrjun árs. Þrátt fyrir hækkunina benda stofnunin á að nýliðun gullkarfa hafi verið mjög slök undanfarinn áratug og af þeim sökum hafi hrygningarstofn minnkað umtalsvert á undanförnum árum. Fyrirséð sé að stofninn fari minnkandi á komandi árum og þá þurfi að draga verulega úr sókn. Stofnunin leggur til að aflamark djúpkarfa verði 0 tonn þar sem hrygningarstofn er metinn undir varúðarmörkum. Ráðgjöfin byggi á nýuppfærðu stofnmati fyrir djúpkarfa eftir rýnifund Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Ekki sé búist að stofninn fari upp fyrir varúðarmörk í fyrirsjáanlegri framtíð. Sumargotssíldin fari ört vaxandi Þá segir í tilkynningu Hafró að stofnstærð íslensku sumargotssíldarinnar fari nú ört vaxandi, eftir samfellda minnkun árin 2008–2019 vegna slakrar nýliðunar og þrálátrar frumdýrasýkingar í stofninum. Árgangar 2017–2019 eru metnir talsvert stærri en undangengnir árgangar og séu þeir meginuppistaðan í viðmiðunarstofninum. Ráðgjöf samkvæmt aflareglu stjórnvalda er 92.634 tonn sem er 40 prósent hækkun frá þeim 66.195 tonnum sem voru ráðlögð á yfirstandandi fiskveiðiári. Ráðgjöf fyrir grálúðu lækkar um 19 prósent frá síðasta ári og er 21.541 tonn. Ráðlagt aflamark er lægra vegna endurskoðunar á grundvelli stofnmatsins eftir rýnifund Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Á meðfylgjandi töflu má sjá yfirlit yfir ráðgjöf stofnunarinnar: Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15. júní 2022 13:09 Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni. 15. júní 2021 12:14 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Ráðgjöfina í heild sinni má nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar undir Ráðgjöf. Þá er hægt að horfa á fundinn í heild sinni hér að neðan: Meðal ráðlegginga stofnunarinnar er eitt prósent hækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Sú ráðgjöf byggir á aflareglu stjórnvalda og hækkar ráðlagður heildarafli úr 208.846 tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári í 211.309 tonn. Hækkunina megi rekja til hækkunar á mati á viðmiðunarstofni í ár. Þá segir að gert sé ráð fyrir því að viðmiðunarstofn þorsks fari hægt vaxandi næstu tvö til þrjú ár þegar árgangarnir frá 2019 og 2020 koma að fullu inn í viðmiðunarstofninn þar sem þeir eru nú metnir yfir meðallagi. Meiri ýsa og gullkarfi, minni ufsi en enginn djúpkarfi Samkvæmt aflareglu verður aflamark ýsu 76.415 tonn sem er 23 prósenta hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað er að viðmiðunarstofninn muni stækka næstu tvö árin vegna góðrar nýliðunar áranna 2019 til 2021. Þá lækkar ráðgjöfin fyrir ufsa samkvæmt aflareglu um 7 prósent frá yfirstandandi fiskveiðiári og er 66.533 tonn. Gullkarfi í Vestmannaeyjum. Hafró ráðleggur hækkun á veiðiheimildum á gullkarfa en varar við því að stofnin muni á næstu árum minnka.Vísir/Vilhelm Ráðgjöf fyrir gullkarfa er 41.286 tonn sem er 62 prósentum hærra en á yfirstandandi fiskveiðiári. Ástæða hækkunarinnar er að grunnur stofnmats var endurskoðaður á rýnifundi Alþjóðahafrannsóknaráðsins í byrjun árs. Þrátt fyrir hækkunina benda stofnunin á að nýliðun gullkarfa hafi verið mjög slök undanfarinn áratug og af þeim sökum hafi hrygningarstofn minnkað umtalsvert á undanförnum árum. Fyrirséð sé að stofninn fari minnkandi á komandi árum og þá þurfi að draga verulega úr sókn. Stofnunin leggur til að aflamark djúpkarfa verði 0 tonn þar sem hrygningarstofn er metinn undir varúðarmörkum. Ráðgjöfin byggi á nýuppfærðu stofnmati fyrir djúpkarfa eftir rýnifund Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Ekki sé búist að stofninn fari upp fyrir varúðarmörk í fyrirsjáanlegri framtíð. Sumargotssíldin fari ört vaxandi Þá segir í tilkynningu Hafró að stofnstærð íslensku sumargotssíldarinnar fari nú ört vaxandi, eftir samfellda minnkun árin 2008–2019 vegna slakrar nýliðunar og þrálátrar frumdýrasýkingar í stofninum. Árgangar 2017–2019 eru metnir talsvert stærri en undangengnir árgangar og séu þeir meginuppistaðan í viðmiðunarstofninum. Ráðgjöf samkvæmt aflareglu stjórnvalda er 92.634 tonn sem er 40 prósent hækkun frá þeim 66.195 tonnum sem voru ráðlögð á yfirstandandi fiskveiðiári. Ráðgjöf fyrir grálúðu lækkar um 19 prósent frá síðasta ári og er 21.541 tonn. Ráðlagt aflamark er lægra vegna endurskoðunar á grundvelli stofnmatsins eftir rýnifund Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Á meðfylgjandi töflu má sjá yfirlit yfir ráðgjöf stofnunarinnar:
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15. júní 2022 13:09 Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni. 15. júní 2021 12:14 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15. júní 2022 13:09
Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni. 15. júní 2021 12:14