Meistararnir djamm(m)óðir: „Dagarnir eftir á voru ekki síður krefjandi en úrslitakeppnin“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2023 09:01 Eyjamenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum vel og innilega. vísir/vilhelm Rúnar Kárason segir að fögnuðurinn eftir að ÍBV varð Íslandsmeistari í handbolta hafi tekið sinn toll. Hann var valinn bestur og mikilvægastur á lokahófi HSÍ í gær. Rúnar var í aðalhlutverki hjá ÍBV sem varð Íslandsmeistari í þriðja sinn eftir sigur á Haukum í oddaleik um titilinn í Eyjum. Hann var valinn besti leikmaður úrslitanna og var svo valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar á lokahófi HSÍ auk þess sem hann fékk Valdimarsbikarinn sem er veittur þeim leikmanni sem þjálfarar liðanna í deildinni velja mikilvægastan. „Það er alltaf gaman að fá viðurkenningar. Við í ÍBV erum búnir að leggja hart að okkur, ég líka og það er gaman að fá smá súkkulaðikurl út í kakóið eftir gott tímabil,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir lokahófið í gær. Hann segir að Eyjamenn hafi fagnað Íslandsmeistaratitlinum vel og innilega og rúmlega það. „Dagarnir eftir á voru ekki síður krefjandi en úrslitakeppnin. Það fór mikil orka í það og það var alveg svakalega gott að eiga rólegan sunnudag og sofa vel og lengi. Það er búið að vera fínt að lenda rólega í þessari viku eftir mjög strembna síðustu viku,“ sagði Rúnar. Rúnar Kárason og Elín Klara Þorkelsdóttir voru valin best í Olís-deildunum á lokahófi HSÍ.hsí Rúnar er á förum frá ÍBV til Fram en segist ekki hafa getað kvatt Eyjamenn á betri hátt en hann gerði. „Þetta er eins og handrit að einhverri bíómynd sem manni dreymir um. Það rættist allt og ótrúlega gaman að við skildum ná að landa þessu. Sem íþróttamaður dreymir maður alltaf um að standa sig vel á ögurstundu og það gekk rosa vel,“ sagði Rúnar. „Ég er kannski ekki enn búinn að fatta hvað þetta var súrrealískt en tímarnir í kjölfarið hafa verið ótrúlega skemmtilegir og ég er ótrúlega þakklátur við skulum hafa náð að fagna þessu vel og innilega með fólkinu okkar.“ Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Rúnar var í aðalhlutverki hjá ÍBV sem varð Íslandsmeistari í þriðja sinn eftir sigur á Haukum í oddaleik um titilinn í Eyjum. Hann var valinn besti leikmaður úrslitanna og var svo valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar á lokahófi HSÍ auk þess sem hann fékk Valdimarsbikarinn sem er veittur þeim leikmanni sem þjálfarar liðanna í deildinni velja mikilvægastan. „Það er alltaf gaman að fá viðurkenningar. Við í ÍBV erum búnir að leggja hart að okkur, ég líka og það er gaman að fá smá súkkulaðikurl út í kakóið eftir gott tímabil,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir lokahófið í gær. Hann segir að Eyjamenn hafi fagnað Íslandsmeistaratitlinum vel og innilega og rúmlega það. „Dagarnir eftir á voru ekki síður krefjandi en úrslitakeppnin. Það fór mikil orka í það og það var alveg svakalega gott að eiga rólegan sunnudag og sofa vel og lengi. Það er búið að vera fínt að lenda rólega í þessari viku eftir mjög strembna síðustu viku,“ sagði Rúnar. Rúnar Kárason og Elín Klara Þorkelsdóttir voru valin best í Olís-deildunum á lokahófi HSÍ.hsí Rúnar er á förum frá ÍBV til Fram en segist ekki hafa getað kvatt Eyjamenn á betri hátt en hann gerði. „Þetta er eins og handrit að einhverri bíómynd sem manni dreymir um. Það rættist allt og ótrúlega gaman að við skildum ná að landa þessu. Sem íþróttamaður dreymir maður alltaf um að standa sig vel á ögurstundu og það gekk rosa vel,“ sagði Rúnar. „Ég er kannski ekki enn búinn að fatta hvað þetta var súrrealískt en tímarnir í kjölfarið hafa verið ótrúlega skemmtilegir og ég er ótrúlega þakklátur við skulum hafa náð að fagna þessu vel og innilega með fólkinu okkar.“
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira