Dómur yfir Snapchat-perranum staðfestur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. júní 2023 16:32 Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisvist yfir Herði Sigurjónssyni fyrir kynferðisbrot gegn sextán ólögráða stúlkum. Í ágúst 2022 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Hörð í þriggja ára fangelsi fyrir verknaðinn en sá ákærði áfrýjaði málinu. Í dómnum kemur fram að Hörður hafi verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot, kynferðislega áreitni og blygðunarsemisbrot vegna kynferðislegra netsamskipta sinna við stúlkur á aldrinum 10-16 ára. Þá var Hörður dæmdur fyrir brot á umferðarlögum fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Af þriggja ára fangelsisvist dregst óslitið gæsluvarðhald síðan 9. desember 2021 frá. Það þýðir að hann hefur nú þegar afplánað tæpan helming fangelsisvistarinnar. Þá var Hörður sviptur ökuréttindum í 3 mánuði auk þess sem honum var gert að greiða þolendum miskabætur. Árið 2021 var Hörður handtekinn vegna samskipta sinna við fimm ólögráða stúlkur en þann 9. desember sama ár var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald sem var ítrekað framlengt vegna þess að hann taldist líklegur til að halda uppteknum hætti, yrði hann látinn laus. Þann 29. mars árið 2022 var Hörður ákærður fyrir brot gegn níu stúlkum til viðbótar. Að auki var hann ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni. Hörður hlaut viðurnefnið Snapchat-perrinn þegar málið komst upp á yfirborðið en hann notaði fjarskiptaforritið Snapchat til að setja sig í samband við stúlkurnar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hörður dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum Hörður Sigurjónsson, fyrrverandi lögreglumaður, var í síðustu viku sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum börnum og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Hann hefur verið nefndur snapchatperrinn í fjölmiðlum enda nálgaðist hann börnin á samfélagsmiðlinum Snapchat. 8. ágúst 2022 16:29 Staðfesti gæsluvarðhald vegna brota gegn sextán stúlkum Landsréttur hefur staðfest úrskurð um áframhaldandi gæsluvarðhald manns á sjötugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn sextán stúlkum. Sú yngsta er aðeins ellefu ára gömul. 27. maí 2022 19:09 Fjölmörg börn á aldrinum ellefu til sextán ára þolendur í máli mannsins Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um fjölmörg blygðunarsemisbrot gegn börnum og barnaverndarlagabrot. Hann er meðal annars grunaður um að hafa reynt að mæla sér mót við ellefu ára gamalt barn eftir að hafa sent því klámfengin skilaboð. 15. desember 2021 14:06 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Í dómnum kemur fram að Hörður hafi verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot, kynferðislega áreitni og blygðunarsemisbrot vegna kynferðislegra netsamskipta sinna við stúlkur á aldrinum 10-16 ára. Þá var Hörður dæmdur fyrir brot á umferðarlögum fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Af þriggja ára fangelsisvist dregst óslitið gæsluvarðhald síðan 9. desember 2021 frá. Það þýðir að hann hefur nú þegar afplánað tæpan helming fangelsisvistarinnar. Þá var Hörður sviptur ökuréttindum í 3 mánuði auk þess sem honum var gert að greiða þolendum miskabætur. Árið 2021 var Hörður handtekinn vegna samskipta sinna við fimm ólögráða stúlkur en þann 9. desember sama ár var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald sem var ítrekað framlengt vegna þess að hann taldist líklegur til að halda uppteknum hætti, yrði hann látinn laus. Þann 29. mars árið 2022 var Hörður ákærður fyrir brot gegn níu stúlkum til viðbótar. Að auki var hann ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni. Hörður hlaut viðurnefnið Snapchat-perrinn þegar málið komst upp á yfirborðið en hann notaði fjarskiptaforritið Snapchat til að setja sig í samband við stúlkurnar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hörður dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum Hörður Sigurjónsson, fyrrverandi lögreglumaður, var í síðustu viku sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum börnum og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Hann hefur verið nefndur snapchatperrinn í fjölmiðlum enda nálgaðist hann börnin á samfélagsmiðlinum Snapchat. 8. ágúst 2022 16:29 Staðfesti gæsluvarðhald vegna brota gegn sextán stúlkum Landsréttur hefur staðfest úrskurð um áframhaldandi gæsluvarðhald manns á sjötugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn sextán stúlkum. Sú yngsta er aðeins ellefu ára gömul. 27. maí 2022 19:09 Fjölmörg börn á aldrinum ellefu til sextán ára þolendur í máli mannsins Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um fjölmörg blygðunarsemisbrot gegn börnum og barnaverndarlagabrot. Hann er meðal annars grunaður um að hafa reynt að mæla sér mót við ellefu ára gamalt barn eftir að hafa sent því klámfengin skilaboð. 15. desember 2021 14:06 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Hörður dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum Hörður Sigurjónsson, fyrrverandi lögreglumaður, var í síðustu viku sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum börnum og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Hann hefur verið nefndur snapchatperrinn í fjölmiðlum enda nálgaðist hann börnin á samfélagsmiðlinum Snapchat. 8. ágúst 2022 16:29
Staðfesti gæsluvarðhald vegna brota gegn sextán stúlkum Landsréttur hefur staðfest úrskurð um áframhaldandi gæsluvarðhald manns á sjötugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn sextán stúlkum. Sú yngsta er aðeins ellefu ára gömul. 27. maí 2022 19:09
Fjölmörg börn á aldrinum ellefu til sextán ára þolendur í máli mannsins Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um fjölmörg blygðunarsemisbrot gegn börnum og barnaverndarlagabrot. Hann er meðal annars grunaður um að hafa reynt að mæla sér mót við ellefu ára gamalt barn eftir að hafa sent því klámfengin skilaboð. 15. desember 2021 14:06