Seðlabankastjóri væntir frekari aðgerða gegn verðbólgu í fjárlögum Heimir Már Pétursson skrifar 7. júní 2023 19:21 Seðlabankastjóri segir nýkynntar aðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgunni jákvætt skref. Hann vænti þess hins vegar að frekari aðgerðir komi fram í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir aðgerðir stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu jákvæðar. Þær væru eitt skref af mörgum sem taka verði og væntir frekari aðgerða í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Þá hvetur Seðlabankinn lánastofnanir til að nýta aukinn veðrétt heimila eftir mikla hækkun húsnæðisverðs til að breyta skilmálum lána. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans gegn verðbólgu með hækkun vaxta og hertari skilyrðum fyrir lánum hafa skilað árangri. Á bláu súlunum sjáum við þróun íbúðaverðs frá árinu 2020 og rauða línan sýnir fjölda kaupsamninga þar sem punktalínan táknar meðaltalið. Það fór að draga úr raunverðshækkunum íbúða á seinni hluta ársins í fyrra og upp á síðkastið hefur raunverðið beinlínis lækkað. Bláu súlurnar sýna raunhækkun húsnæðisverðs en rauða línan sínir fjölda kaupsamninga.Grafík/Sara „En það sem skiptir okkur máli er að þessi lánþegaskilyrði hafa tryggt að okkar mati að fólk hefur ekki verið að taka óhóflega áhættu þegar það er að kaupa fasteignir,“ segir Ásgeir. Greiðslubyrði af lánum sem tekin hefðu verið frá janúar 2020 væri yfir 35 prósentum af ráðstöfunartekjum hjá 10,9 prósentum heimila, en hjá flestum heimilum væri greiðslubyrðin í kring um tuttugu prósent. Á gulu línunni sést síðan að greiðslubyrðin eykst ekki hjá eins mörgum sem hlutfall af launum þegar tillit hefur verið tekið til uppfærðrar launavísitölu. Grafík/Sara Greiðslubyrðin hefur aukist um 100 til 180 þúsund krónur á mánuði hjá rúmlega fjórum prósentum heimila. Hjá einu til þremur prósentum heimila hefur greiðslubyrðin hins vegar aukist meira eða um 180 til 300 þúsund krónur á mánuði. Seðlabankastjóri segir mikilvægt að lánastofnanir ræði við heimilin um skilmálabreytingar lána, sérstaklega hjá lántakendum þar sem greiðslubyrðin fer yfir 35 prósent af ráðstöfunartekjum.Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir verðmæti fasteigna hins vegar hafa aukist um 60% frá árinu 2020. Þar með hafi eignamyndun verið hröð. Seðlabankinn hvetji lánveitendur til að sýna sveigjanleika við breytingu lánaskilmála, sérstaklega þar greiðslubyrðin fari yfir 35 prósent af launum. „Hvort sem það felst í að lengja í (lánunum) - við höfum líka talað um þak á greidda vexti (þannig að hluti vaxta færist aftur fyrir lánstímann). Sem ég tel líka vel koma til greina. Það eru jafngreiðsluskilmálar á mörgum þessara lána. Svo er líka hægt að fara yfir í verðtryggð lán,“ segir Ásgeir. Ný kynntar aðgerðir stjórnvalda jákvæðar Seðlabankastjóri segir nýjustu aðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgu jákvætt skref. Mikil tekjuaukning ríkissjóðs þýði að hægt væri að hemja aukningu útgjalda enn meira án þess að fara í niðurskurð. „Ég álít að þetta sé bara eitt skref af mörgum sem stjórnvöld hafa verið að taka. Mér finnst að þessi skref hafi verið jákvæð. Ég býst náttúrlega við einhverju meira þegar kemur að fjárlagagerðinni,“ segir seðlabankastjóri. Þá leggist vinnumarkaðurinn vonandi líka á árarnar í baráttunni við verðbólguna. „Það sem ég bjóst við sjálfur var að þegar við myndum byggja upp nafnvaxtakerfi, sem við gerðum, þá myndi vinnumarkaðurinn átta sig á því að þetta héldist í hendur, launahækkanir og vextir. Að of miklar launahækkanir leiddu til þess að vextir hækkuðu," segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022-23 Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri: Verðbólgan gæti hjaðnað hraðar en spár gera ráð fyrir Vísbendingar eru um að verðbólgan kunni að ganga hraðar niður en hagspár gera ráð fyrir, að sögn seðlabankastjóra, og vísar þar meðal annars til þess að hrávöruverðshækkanir erlendis eru að koma til baka auk þess sem væntingar eru um að gengi krónunnar eigi eftir að styrkjast. Hann segir til mikils að vinna að stigin verði frekari trúverðug skref í ríkisfjármálum til að ná niður verðbólguvæntingum á skuldabréfamarkaði sem muni þá um leið lækka ávöxtunarkröfu langra ríkisbréfa. 7. júní 2023 16:46 Seðlabankinn hvetur lánastofnanir til sveigjanleika Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans með vaxtahækkunum og hertum lánaskilurðum hafa kælt niður húsnæðismarkaðinn. Sömuleiðis hafi eignamyndun í íbúðarhúsnæði aukist. Brýnt sé að lánastofnanir bjóði lántakendum skilamálabreytingar á lánum miðað við þarfir hvers og eins, sérstaklega eftir að tímabil fastra vaxta á lánum rennur út. 7. júní 2023 11:55 Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Seðlabankinn boðar til blaðamannafundar í dag en tilefnið er yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar. Fundurinn hefst klukkan 9:30 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 7. júní 2023 09:33 Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. 7. júní 2023 08:42 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans gegn verðbólgu með hækkun vaxta og hertari skilyrðum fyrir lánum hafa skilað árangri. Á bláu súlunum sjáum við þróun íbúðaverðs frá árinu 2020 og rauða línan sýnir fjölda kaupsamninga þar sem punktalínan táknar meðaltalið. Það fór að draga úr raunverðshækkunum íbúða á seinni hluta ársins í fyrra og upp á síðkastið hefur raunverðið beinlínis lækkað. Bláu súlurnar sýna raunhækkun húsnæðisverðs en rauða línan sínir fjölda kaupsamninga.Grafík/Sara „En það sem skiptir okkur máli er að þessi lánþegaskilyrði hafa tryggt að okkar mati að fólk hefur ekki verið að taka óhóflega áhættu þegar það er að kaupa fasteignir,“ segir Ásgeir. Greiðslubyrði af lánum sem tekin hefðu verið frá janúar 2020 væri yfir 35 prósentum af ráðstöfunartekjum hjá 10,9 prósentum heimila, en hjá flestum heimilum væri greiðslubyrðin í kring um tuttugu prósent. Á gulu línunni sést síðan að greiðslubyrðin eykst ekki hjá eins mörgum sem hlutfall af launum þegar tillit hefur verið tekið til uppfærðrar launavísitölu. Grafík/Sara Greiðslubyrðin hefur aukist um 100 til 180 þúsund krónur á mánuði hjá rúmlega fjórum prósentum heimila. Hjá einu til þremur prósentum heimila hefur greiðslubyrðin hins vegar aukist meira eða um 180 til 300 þúsund krónur á mánuði. Seðlabankastjóri segir mikilvægt að lánastofnanir ræði við heimilin um skilmálabreytingar lána, sérstaklega hjá lántakendum þar sem greiðslubyrðin fer yfir 35 prósent af ráðstöfunartekjum.Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir verðmæti fasteigna hins vegar hafa aukist um 60% frá árinu 2020. Þar með hafi eignamyndun verið hröð. Seðlabankinn hvetji lánveitendur til að sýna sveigjanleika við breytingu lánaskilmála, sérstaklega þar greiðslubyrðin fari yfir 35 prósent af launum. „Hvort sem það felst í að lengja í (lánunum) - við höfum líka talað um þak á greidda vexti (þannig að hluti vaxta færist aftur fyrir lánstímann). Sem ég tel líka vel koma til greina. Það eru jafngreiðsluskilmálar á mörgum þessara lána. Svo er líka hægt að fara yfir í verðtryggð lán,“ segir Ásgeir. Ný kynntar aðgerðir stjórnvalda jákvæðar Seðlabankastjóri segir nýjustu aðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgu jákvætt skref. Mikil tekjuaukning ríkissjóðs þýði að hægt væri að hemja aukningu útgjalda enn meira án þess að fara í niðurskurð. „Ég álít að þetta sé bara eitt skref af mörgum sem stjórnvöld hafa verið að taka. Mér finnst að þessi skref hafi verið jákvæð. Ég býst náttúrlega við einhverju meira þegar kemur að fjárlagagerðinni,“ segir seðlabankastjóri. Þá leggist vinnumarkaðurinn vonandi líka á árarnar í baráttunni við verðbólguna. „Það sem ég bjóst við sjálfur var að þegar við myndum byggja upp nafnvaxtakerfi, sem við gerðum, þá myndi vinnumarkaðurinn átta sig á því að þetta héldist í hendur, launahækkanir og vextir. Að of miklar launahækkanir leiddu til þess að vextir hækkuðu," segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022-23 Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri: Verðbólgan gæti hjaðnað hraðar en spár gera ráð fyrir Vísbendingar eru um að verðbólgan kunni að ganga hraðar niður en hagspár gera ráð fyrir, að sögn seðlabankastjóra, og vísar þar meðal annars til þess að hrávöruverðshækkanir erlendis eru að koma til baka auk þess sem væntingar eru um að gengi krónunnar eigi eftir að styrkjast. Hann segir til mikils að vinna að stigin verði frekari trúverðug skref í ríkisfjármálum til að ná niður verðbólguvæntingum á skuldabréfamarkaði sem muni þá um leið lækka ávöxtunarkröfu langra ríkisbréfa. 7. júní 2023 16:46 Seðlabankinn hvetur lánastofnanir til sveigjanleika Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans með vaxtahækkunum og hertum lánaskilurðum hafa kælt niður húsnæðismarkaðinn. Sömuleiðis hafi eignamyndun í íbúðarhúsnæði aukist. Brýnt sé að lánastofnanir bjóði lántakendum skilamálabreytingar á lánum miðað við þarfir hvers og eins, sérstaklega eftir að tímabil fastra vaxta á lánum rennur út. 7. júní 2023 11:55 Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Seðlabankinn boðar til blaðamannafundar í dag en tilefnið er yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar. Fundurinn hefst klukkan 9:30 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 7. júní 2023 09:33 Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. 7. júní 2023 08:42 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Seðlabankastjóri: Verðbólgan gæti hjaðnað hraðar en spár gera ráð fyrir Vísbendingar eru um að verðbólgan kunni að ganga hraðar niður en hagspár gera ráð fyrir, að sögn seðlabankastjóra, og vísar þar meðal annars til þess að hrávöruverðshækkanir erlendis eru að koma til baka auk þess sem væntingar eru um að gengi krónunnar eigi eftir að styrkjast. Hann segir til mikils að vinna að stigin verði frekari trúverðug skref í ríkisfjármálum til að ná niður verðbólguvæntingum á skuldabréfamarkaði sem muni þá um leið lækka ávöxtunarkröfu langra ríkisbréfa. 7. júní 2023 16:46
Seðlabankinn hvetur lánastofnanir til sveigjanleika Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans með vaxtahækkunum og hertum lánaskilurðum hafa kælt niður húsnæðismarkaðinn. Sömuleiðis hafi eignamyndun í íbúðarhúsnæði aukist. Brýnt sé að lánastofnanir bjóði lántakendum skilamálabreytingar á lánum miðað við þarfir hvers og eins, sérstaklega eftir að tímabil fastra vaxta á lánum rennur út. 7. júní 2023 11:55
Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Seðlabankinn boðar til blaðamannafundar í dag en tilefnið er yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar. Fundurinn hefst klukkan 9:30 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 7. júní 2023 09:33
Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. 7. júní 2023 08:42