Borgin sé áhugalaus um uppbyggingu hagkvæmra íbúða Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júní 2023 13:23 Fyrirtækið hafði til skoðunar að reisa níu hundruð íbúðir. Vísir/Vilhelm Stórt verktakafyrirtæki fær ekki úthlutaðar lóðir frá borginni þrátt fyrir að vera tilbúið í að reisa níu hundruð hagkvæmar íbúðir. Borgin segist ekki mega afhenda lóðir til einkaaðila án útboðs. Byggingarfyrirtækið ÞG Verk óskaði nýverið eftir lóðum hjá Reykjavíkurborg þar sem fyrirtækið væri tilbúið til þess að reisa allt að níu hundruð íbúðir. Búið er að ljúka hönnun og undirbúningi íbúðanna og lóðir eina sem vantar svo framkvæmdir geti hafist. Eiga íbúðirnar að vera hagkvæmar og ódýrar og allt að þrjátíu prósent þeirra að skila sér á leigumarkað á sömu kjörum og hjá íbúðafélaginu Bjargi sem leigir íbúðir til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna. Óskaði fyrirtækið eftir því að fá undanþágu frá einhverjum kvöðum svo sem að Félagsbústaðir fái tiltekið hlutfall nýrra íbúða á afslætti. Sendi ÞG Verk borginni beiðni þessa í desember á síðasta ári. Þorvaldur Gissurarson, stofnandi og eigandi ÞG Verks, segir í samtali við Morgunblaðið borgina hins vegar ekki hafa svarað fyrr en í lok mars, um það bil fjórum mánuðum síðar. Í svarinu segir að ekki sé hægt að verða við beiðninni þar sem borgin megi ekki úthluta lóðum beint til einkaaðila jafnvel þrátt fyrir að ÞG Verk hafi skuldbundið sig til að setja allt að 270 íbúðir í leigu á sömum kjörum og hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum. „Við fengum svar frá borginni í lok mars, tæpum fjórum mánuðum eftir að við sendum inn erindið, sem er almennt svar og í sjálfu sér enginn áhugi á þessu máli. Enginn áhugi til að ræða frekar við okkur. Okkur þykir þetta einkennilegt í ljósi umræðunnar um skort á hagkvæmum íbúðum,“ Hann segir að með þessu hefði fyrirtækið geta stuðlað að því að fleiri einstaklingar hafi ráð á að eignast íbúð, þar með talið fyrstu kaupendur í gegnum hlutdeildarlán. Líklegt sé þó að ekkert verði úr því eftir svar borgarinnar og því muni ÞG Verk einfaldlega snúa sér að öðrum verkefnum. Samkvæmt vef Reykjavíkurborgar er byggingarréttur af einungis einni lóð til sölu sem stendur, við Krókháls nærri Korpúlfsstaðagolfvellinum. Er sú lóð hins vegar fyrir atvinnuhúsnæði. Reykjavík Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Byggingarfyrirtækið ÞG Verk óskaði nýverið eftir lóðum hjá Reykjavíkurborg þar sem fyrirtækið væri tilbúið til þess að reisa allt að níu hundruð íbúðir. Búið er að ljúka hönnun og undirbúningi íbúðanna og lóðir eina sem vantar svo framkvæmdir geti hafist. Eiga íbúðirnar að vera hagkvæmar og ódýrar og allt að þrjátíu prósent þeirra að skila sér á leigumarkað á sömu kjörum og hjá íbúðafélaginu Bjargi sem leigir íbúðir til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna. Óskaði fyrirtækið eftir því að fá undanþágu frá einhverjum kvöðum svo sem að Félagsbústaðir fái tiltekið hlutfall nýrra íbúða á afslætti. Sendi ÞG Verk borginni beiðni þessa í desember á síðasta ári. Þorvaldur Gissurarson, stofnandi og eigandi ÞG Verks, segir í samtali við Morgunblaðið borgina hins vegar ekki hafa svarað fyrr en í lok mars, um það bil fjórum mánuðum síðar. Í svarinu segir að ekki sé hægt að verða við beiðninni þar sem borgin megi ekki úthluta lóðum beint til einkaaðila jafnvel þrátt fyrir að ÞG Verk hafi skuldbundið sig til að setja allt að 270 íbúðir í leigu á sömum kjörum og hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum. „Við fengum svar frá borginni í lok mars, tæpum fjórum mánuðum eftir að við sendum inn erindið, sem er almennt svar og í sjálfu sér enginn áhugi á þessu máli. Enginn áhugi til að ræða frekar við okkur. Okkur þykir þetta einkennilegt í ljósi umræðunnar um skort á hagkvæmum íbúðum,“ Hann segir að með þessu hefði fyrirtækið geta stuðlað að því að fleiri einstaklingar hafi ráð á að eignast íbúð, þar með talið fyrstu kaupendur í gegnum hlutdeildarlán. Líklegt sé þó að ekkert verði úr því eftir svar borgarinnar og því muni ÞG Verk einfaldlega snúa sér að öðrum verkefnum. Samkvæmt vef Reykjavíkurborgar er byggingarréttur af einungis einni lóð til sölu sem stendur, við Krókháls nærri Korpúlfsstaðagolfvellinum. Er sú lóð hins vegar fyrir atvinnuhúsnæði.
Reykjavík Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira