Vill stefna Háskólanum vegna uppsagnar Jakob Bjarnar skrifar 5. júní 2023 14:24 Kristjáni Hreinssyni hefur verið sagt upp störfum við Háskólann og námskeið hans, Skáldsagnaskrif, hafa verið lögð niður. aðsend Kristján Hreinsson skáld, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að honum hafi verið sagt upp störfum hjá Háskóla Íslands, en hann hefur verið með hjá Endurmenntun: Skáldsagnaskrif. Uppsögnin er vegna pistils sem hann birti á Facebook-síðu sinni og rataði þaðan á Mannlífsvefinn. „Yfirmaður minn tjáði mér að vegna ummæla minna þar væri Endurmenntun ekki stætt á að hafa mig áfram sem námskeiðshaldara og yfirstandandi námskeið, Skáldsagnaskrif, hafi verið hætt vegna ummæla minna,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Kristján er búsettur í Mílanó á Ítalíu og barst honum uppsögnin símleiðis. Akademían sökuð um að vega að tjáningarfrelsi Í pistlinum segir meðal annars: „Ég segist hafa fæðst í röngum líkama. Ef mér finnst ég vera unglingsstúlka á ég þá að fá samþykki samfélagsins – án tillits til aðstæðna? Ef ég segist vera blindur, á ég þá að fá að vera blindur? Ef ég segist vera svertingi, eiga þá allir að virða mig sem slíkan? Ef ég segist vera lamaður á ég þá að fá hjólastól?“ Það er alveg ljóst að Kristján telur málinu langt í frá lokið af sinni hálfu. Hann er nú að ráðfæra sig við lögmenn og á honum að heyra að fátt komi til greina annað en að stefna Háskólanum vegna uppsagnarinnar. Sem hann telur glórulausa. Kristján fer yfir málið á Facebook-síðu sinni þar og ljóst að hann telur ómaklega að sér vegið. Mikil reiði hefur brotist út í athugasemdum þar sem skáldið er hvatt til þess að kæra. Þar segir að nú höggvi sá er hlífa skyldi, að akademían skuli með þessum hætti ráðast gegn tjáningarfrelsinu sé óásættanlegt. Segist ekki hafa ráðist gegn einum né neinum Pistill Kristins er undir fyrirsögninni: „Skoðanakúgun“. Í pistlinum segir meðal annars að í umræðu vegna ummæla sinna, sem reyndar fjalli um umræðu á villigötum, sé hann sakaður um að hafa ráðist gegn transfólki. Ekkert er fjær lagi, segir Kristján. Kristján segir að fólk, sumir hverjir, hafi ákveði að skilja orð hans sem árás á tiltekinn hóp. En hann hafi ekki tekið þátt í neinum slíkum árásum. „Ég ber engan kala til nokkurs manns. Ég hef ekkert á móti neinum hópum. Transfólk er í mínum huga allt hið besta fólk. Ég hef akkúrat ekkert út á réttindabaráttu eins né neins að setja. Reyndar er ég að sýna öllu fólki stuðning með því að reyna að draga umræðuna upp úr hjólförum heimskunnar. Ég skal aftur á móti þiggja skömm fyrir að benda á þá staðreynd að umræðan er á villigötum!“ Háskólar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Uppsögnin er vegna pistils sem hann birti á Facebook-síðu sinni og rataði þaðan á Mannlífsvefinn. „Yfirmaður minn tjáði mér að vegna ummæla minna þar væri Endurmenntun ekki stætt á að hafa mig áfram sem námskeiðshaldara og yfirstandandi námskeið, Skáldsagnaskrif, hafi verið hætt vegna ummæla minna,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Kristján er búsettur í Mílanó á Ítalíu og barst honum uppsögnin símleiðis. Akademían sökuð um að vega að tjáningarfrelsi Í pistlinum segir meðal annars: „Ég segist hafa fæðst í röngum líkama. Ef mér finnst ég vera unglingsstúlka á ég þá að fá samþykki samfélagsins – án tillits til aðstæðna? Ef ég segist vera blindur, á ég þá að fá að vera blindur? Ef ég segist vera svertingi, eiga þá allir að virða mig sem slíkan? Ef ég segist vera lamaður á ég þá að fá hjólastól?“ Það er alveg ljóst að Kristján telur málinu langt í frá lokið af sinni hálfu. Hann er nú að ráðfæra sig við lögmenn og á honum að heyra að fátt komi til greina annað en að stefna Háskólanum vegna uppsagnarinnar. Sem hann telur glórulausa. Kristján fer yfir málið á Facebook-síðu sinni þar og ljóst að hann telur ómaklega að sér vegið. Mikil reiði hefur brotist út í athugasemdum þar sem skáldið er hvatt til þess að kæra. Þar segir að nú höggvi sá er hlífa skyldi, að akademían skuli með þessum hætti ráðast gegn tjáningarfrelsinu sé óásættanlegt. Segist ekki hafa ráðist gegn einum né neinum Pistill Kristins er undir fyrirsögninni: „Skoðanakúgun“. Í pistlinum segir meðal annars að í umræðu vegna ummæla sinna, sem reyndar fjalli um umræðu á villigötum, sé hann sakaður um að hafa ráðist gegn transfólki. Ekkert er fjær lagi, segir Kristján. Kristján segir að fólk, sumir hverjir, hafi ákveði að skilja orð hans sem árás á tiltekinn hóp. En hann hafi ekki tekið þátt í neinum slíkum árásum. „Ég ber engan kala til nokkurs manns. Ég hef ekkert á móti neinum hópum. Transfólk er í mínum huga allt hið besta fólk. Ég hef akkúrat ekkert út á réttindabaráttu eins né neins að setja. Reyndar er ég að sýna öllu fólki stuðning með því að reyna að draga umræðuna upp úr hjólförum heimskunnar. Ég skal aftur á móti þiggja skömm fyrir að benda á þá staðreynd að umræðan er á villigötum!“
Háskólar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent