Bíræfnir bensíntittir Þorsteinn Sæmundsson skrifar 2. júní 2023 23:54 Síðast liðin misseri hefur eldsneytisverð verið í hæstu hæðum á Íslandi. Á síðasta eina og hálfa ári hefur greinarhöfundur verið í Danmörku nokkrum sinnum með nokkurra mánaða millibili. Í hvert eitt sinn hefur líter af bensíni og olíu verið um þrjátíu krónum ódýrari í Danmörku burtséð frá því hvernig gengi krónu og heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur sveiflast á tímabilinu. Engin haldbær rök hafa birst sem skýrt gætu þennan mun. Danir kunna alveg þá list að skattleggja eldsneyti. Greinarhöfundur hefur einnig fylgst með því hvernig verð á eldsneyti á Íslandi er misjafnt eftir landshlutum og jafnvel einstaka hverfum á Höfuðborgarsvæðinu án þess að skilja hvernig verðmyndun á sér stað. Þó virðist vera fylgni milli verðs á eldsneyti og fjarlægðar milli einstakra sölustaða íslenskra dreifingaraðila og bensínstöðvar Costco. Mismunur á söluverði tekur á sig hinar furðulegustu myndir. Þannig er um tvær bensínstöðvar Orkunnar sitt hvoru megin við Bústaðaveg í Reykjavík. Þar er tæplega þrjátíu króna verðmunur á lítra eftir því hvoru megin vegar er keypt. Hrósa verður þó þeim sem þar ákvað fyrir að sýna fram á fáránleika verðlagningarinnar á höfuðvettvangi verðsamráðs og markaðsmismunar í Öskjuhlíðinni. Menn eru alla vega með kímnigáfu hvað sem öðru líður. Samkvæmt upplýsingum þeirra sem gleggst fylgjast með virðist álagning dreifingaraðilanna hafa hækkað umtalsvert undanfarin misseri. Hjákátlegt hefur verið að fylgjast með skýringum yfirmanna olíudreifingarfyrirtækjanna á verðinu. Að það sé ekki olíuhreinsistöð á Íslandi líkt og í Danmörku, að allir versli við einn birgja (hver skyldi neyða menn til þess?) og að Ísland sé úr alfaraleið. Meint birgðahald félaganna er þjóðsaga eins og fram kom nýlega þegar verkfallshótun vofði yfir. Einlægast væri og heiðarlegast að eldsneytisdreifingarfélög á Íslandi gerðu verðmyndun opinbera. Þá sæju allir svart á hvítu hver hlutur ríkisins er, hver er flutningskostnaður til Íslands og álagning félaganna. Miðað við núverandi fákeppni fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér hver sé ábati neytenda af því að reka fimmfalt dreifikerfi sem í grunninn er með tíu aura verðmun á líter. Hugurinn hvarflar ósjálfrátt að Steinolíuverslun ríkisins. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Verðlag Bensín og olía Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Síðast liðin misseri hefur eldsneytisverð verið í hæstu hæðum á Íslandi. Á síðasta eina og hálfa ári hefur greinarhöfundur verið í Danmörku nokkrum sinnum með nokkurra mánaða millibili. Í hvert eitt sinn hefur líter af bensíni og olíu verið um þrjátíu krónum ódýrari í Danmörku burtséð frá því hvernig gengi krónu og heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur sveiflast á tímabilinu. Engin haldbær rök hafa birst sem skýrt gætu þennan mun. Danir kunna alveg þá list að skattleggja eldsneyti. Greinarhöfundur hefur einnig fylgst með því hvernig verð á eldsneyti á Íslandi er misjafnt eftir landshlutum og jafnvel einstaka hverfum á Höfuðborgarsvæðinu án þess að skilja hvernig verðmyndun á sér stað. Þó virðist vera fylgni milli verðs á eldsneyti og fjarlægðar milli einstakra sölustaða íslenskra dreifingaraðila og bensínstöðvar Costco. Mismunur á söluverði tekur á sig hinar furðulegustu myndir. Þannig er um tvær bensínstöðvar Orkunnar sitt hvoru megin við Bústaðaveg í Reykjavík. Þar er tæplega þrjátíu króna verðmunur á lítra eftir því hvoru megin vegar er keypt. Hrósa verður þó þeim sem þar ákvað fyrir að sýna fram á fáránleika verðlagningarinnar á höfuðvettvangi verðsamráðs og markaðsmismunar í Öskjuhlíðinni. Menn eru alla vega með kímnigáfu hvað sem öðru líður. Samkvæmt upplýsingum þeirra sem gleggst fylgjast með virðist álagning dreifingaraðilanna hafa hækkað umtalsvert undanfarin misseri. Hjákátlegt hefur verið að fylgjast með skýringum yfirmanna olíudreifingarfyrirtækjanna á verðinu. Að það sé ekki olíuhreinsistöð á Íslandi líkt og í Danmörku, að allir versli við einn birgja (hver skyldi neyða menn til þess?) og að Ísland sé úr alfaraleið. Meint birgðahald félaganna er þjóðsaga eins og fram kom nýlega þegar verkfallshótun vofði yfir. Einlægast væri og heiðarlegast að eldsneytisdreifingarfélög á Íslandi gerðu verðmyndun opinbera. Þá sæju allir svart á hvítu hver hlutur ríkisins er, hver er flutningskostnaður til Íslands og álagning félaganna. Miðað við núverandi fákeppni fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér hver sé ábati neytenda af því að reka fimmfalt dreifikerfi sem í grunninn er með tíu aura verðmun á líter. Hugurinn hvarflar ósjálfrátt að Steinolíuverslun ríkisins. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun