Markmið málþingsins er að kryfja mál tengd gervigreind frá nýjum hliðum og rýna í þróun gervigreindar í tengslum við vinnumarkað, háskóla og atvinnulíf. Hugmyndum verður velt upp um hvernig þessi svið geti brugðist við þeirri þróun sem gervigreindin hefur hrint af stað.
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra setur þingið og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra lokar því. Prófessorar og lektorar við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík fara með erindi. Dagskrána í heild sinni má finna á vefsíðu Háskóla Íslands.
Málþingið stendur frá klukkan 13 og 16:30 og er hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan.