Viðskiptataflið snúist við milli ESB og Rússa Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. júní 2023 09:15 Vladímír Pútín Rússlandsforseti og Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB. Getty Rússar kaupa nú meira af Evrópusambandslöndum en öfugt. Evrópa kaupir mun minna af olíu og gasi frá Rússlandi en áður. Í marsmánuði síðastliðnum var vöruskiptajöfnuður hagstæður fyrir Evrópusambandið gagnvart Rússum. Keyptu Rússar því sem nemur 200 milljón evrum meira af Evrópusambandslöndum en þeir seldu. Þetta er mikill viðsnúningur því í gegnum tíðina hefur Evrópa keypt langt um meira af Rússum en öfugt. Það er einkum vegna kaupa á olíu og gasi. Meðvituð stýring Ástæðan eru viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og meðvituð stýring viðskipta frá Rússlandi. Bæði af hálfu einstakra ríkja og fyrirtækja. En mörg stórfyrirtæki hafa horfið frá viðskiptum við Rússland og lokað útibúum sínum þar í landi. Þegar innrás Rússa inn í Úkraínu hófst, í febrúar árið 2022, var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður fyrir Evrópusambandið um 8 milljarða evra, eða um 1.200 milljarða íslenskra króna. Orka frá öðrum löndum Ólíkt því sem búast mætti við þá jókst þessi tala mjög hratt í kjölfar árásarinnar. Strax í marsmánuði í fyrra keypti Evrópusambandið því sem nemur 18,4 milljörðum meira af Rússum en öfugt. Þétt gas sem flutt er með skipum hefur skipt miklu máli fyrir Evrópusambandslönd.Getty Þetta var einkum vegna þess að verð á gasi og olíu rauk upp og Evrópa var ekki með aðrar augljósar leiðir til þess að útvega sér orku en að kaupa af Rússum. Var Evrópusambandið gagnrýnt fyrir að skrúfa ekki strax fyrir þessi viðskipti, og þar með knýja stríðsvél Rússa í Úkraínu. En þvinganirnar hertust og hertust og Evrópa keypti í auknum mæli orku annars staðar frá. Meðal annars gas frá ríkjum Norður Afríku í gegnum leiðslur á Spáni og gas sem þétt hefur verið í vökva frá Bandaríkjunum. Viðskiptin hrunið Í marsmánuði árið 2022 nam innflutningur frá Rússlandi 9,5 prósentum af öllum innflutningi Evrópusambandsins. Ári seinna var hlutfallið aðeins 1,9 prósent. Útflutningur hefur einnig minnkað, úr 4 prósentum niður í 1,8. Virði þess sem Evrópa selur er hins vegar nú meira en þess sem hún kaupir. Evrópusambandið Rússland Orkumál Efnahagsmál Tengdar fréttir Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55 Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55 Olíuverð tekur kipp eftir innflutningsbann ESB Tunnan af olíu hækkaði um þrjú prósent og kostar nú nærri því 120 dollara eftir að Evrópusambandríki náðu samkomulagi um að banna innflutning á nær allri olíu frá Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu. Olíuverð hefur þegar hækkað um sextíu prósent á þessu ári. 31. maí 2022 13:19 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Í marsmánuði síðastliðnum var vöruskiptajöfnuður hagstæður fyrir Evrópusambandið gagnvart Rússum. Keyptu Rússar því sem nemur 200 milljón evrum meira af Evrópusambandslöndum en þeir seldu. Þetta er mikill viðsnúningur því í gegnum tíðina hefur Evrópa keypt langt um meira af Rússum en öfugt. Það er einkum vegna kaupa á olíu og gasi. Meðvituð stýring Ástæðan eru viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og meðvituð stýring viðskipta frá Rússlandi. Bæði af hálfu einstakra ríkja og fyrirtækja. En mörg stórfyrirtæki hafa horfið frá viðskiptum við Rússland og lokað útibúum sínum þar í landi. Þegar innrás Rússa inn í Úkraínu hófst, í febrúar árið 2022, var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður fyrir Evrópusambandið um 8 milljarða evra, eða um 1.200 milljarða íslenskra króna. Orka frá öðrum löndum Ólíkt því sem búast mætti við þá jókst þessi tala mjög hratt í kjölfar árásarinnar. Strax í marsmánuði í fyrra keypti Evrópusambandið því sem nemur 18,4 milljörðum meira af Rússum en öfugt. Þétt gas sem flutt er með skipum hefur skipt miklu máli fyrir Evrópusambandslönd.Getty Þetta var einkum vegna þess að verð á gasi og olíu rauk upp og Evrópa var ekki með aðrar augljósar leiðir til þess að útvega sér orku en að kaupa af Rússum. Var Evrópusambandið gagnrýnt fyrir að skrúfa ekki strax fyrir þessi viðskipti, og þar með knýja stríðsvél Rússa í Úkraínu. En þvinganirnar hertust og hertust og Evrópa keypti í auknum mæli orku annars staðar frá. Meðal annars gas frá ríkjum Norður Afríku í gegnum leiðslur á Spáni og gas sem þétt hefur verið í vökva frá Bandaríkjunum. Viðskiptin hrunið Í marsmánuði árið 2022 nam innflutningur frá Rússlandi 9,5 prósentum af öllum innflutningi Evrópusambandsins. Ári seinna var hlutfallið aðeins 1,9 prósent. Útflutningur hefur einnig minnkað, úr 4 prósentum niður í 1,8. Virði þess sem Evrópa selur er hins vegar nú meira en þess sem hún kaupir.
Evrópusambandið Rússland Orkumál Efnahagsmál Tengdar fréttir Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55 Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55 Olíuverð tekur kipp eftir innflutningsbann ESB Tunnan af olíu hækkaði um þrjú prósent og kostar nú nærri því 120 dollara eftir að Evrópusambandríki náðu samkomulagi um að banna innflutning á nær allri olíu frá Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu. Olíuverð hefur þegar hækkað um sextíu prósent á þessu ári. 31. maí 2022 13:19 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55
Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55
Olíuverð tekur kipp eftir innflutningsbann ESB Tunnan af olíu hækkaði um þrjú prósent og kostar nú nærri því 120 dollara eftir að Evrópusambandríki náðu samkomulagi um að banna innflutning á nær allri olíu frá Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu. Olíuverð hefur þegar hækkað um sextíu prósent á þessu ári. 31. maí 2022 13:19
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent