Segir stjórnvöld fórna heimilum ítrekað fyrir bankana Bjarki Sigurðsson skrifar 31. maí 2023 11:36 Ásthildur Lóa Þórsdóttir er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Aukin einkaneysla, þrátt fyrir verðhækkanir, bendir til þess að heimili séu farin að ganga á sparnað sinn til að ná endum saman. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir stöðuna gríðarlega alvarlega. Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi 2023 miðað við sama tímabil síðasta árs. Ekkert lát er á vexti einkaneyslunnar sem áætlað er að hafi aukist um 4,9 prósent frá því á síðasta ári. Samkvæmt skýrslu Hagstofunnar mun það benda til þess að heimili séu að einhverju leyti að ganga á sparnað til þess að ná endum saman þar sem einnig eru umtalsverðar verðhækkanir á neysluvörum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir það ekki þurfa neina skýrslu til að sýna fram á erfiða stöðu heimilanna. Með vaxtahækkunum sé verið að auka gjöld heimilanna um hundruð þúsunda á mánuði. „Það er gríðarlega alvarleg staða. Hvað á svo að gera? Hvað á að gera þegar sparnaðurinn er uppurinn? Þessu tímabili, þessum útgjöldum og þessum vaxtahækkunum er ekki lokið. Það mun taka sinn tíma að fara niður. Þá verður fólk í rauninni í verri stöðu heldur en það var áður. Það er gríðarlega vont að sjá fyrir sér,“ segir Ásthildur Lóa. Hún segir fólk vera orðið heldur örvæntingarfullt. Þá hafi stjórnvöld engan áhuga á að aðstoða heimilin. „Stjórnvöld hafa bara engan áhuga á stöðu heimilanna. Það er nákvæmlega mín skoðun. Þau geta sagt það en aðgerðir tala hærra heldur en orðin og það bara sést að stjórnvöld og seðlabankinn hafa engar áhyggjur af heimilum landsins. Þau eru algjörlega tilbúin til að fórna þeim enn og aftur fyrir bankana,“ segir Ásthildur Lóa. Fjármál heimilisins Neytendur Flokkur fólksins Efnahagsmál Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Sjá meira
Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi 2023 miðað við sama tímabil síðasta árs. Ekkert lát er á vexti einkaneyslunnar sem áætlað er að hafi aukist um 4,9 prósent frá því á síðasta ári. Samkvæmt skýrslu Hagstofunnar mun það benda til þess að heimili séu að einhverju leyti að ganga á sparnað til þess að ná endum saman þar sem einnig eru umtalsverðar verðhækkanir á neysluvörum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir það ekki þurfa neina skýrslu til að sýna fram á erfiða stöðu heimilanna. Með vaxtahækkunum sé verið að auka gjöld heimilanna um hundruð þúsunda á mánuði. „Það er gríðarlega alvarleg staða. Hvað á svo að gera? Hvað á að gera þegar sparnaðurinn er uppurinn? Þessu tímabili, þessum útgjöldum og þessum vaxtahækkunum er ekki lokið. Það mun taka sinn tíma að fara niður. Þá verður fólk í rauninni í verri stöðu heldur en það var áður. Það er gríðarlega vont að sjá fyrir sér,“ segir Ásthildur Lóa. Hún segir fólk vera orðið heldur örvæntingarfullt. Þá hafi stjórnvöld engan áhuga á að aðstoða heimilin. „Stjórnvöld hafa bara engan áhuga á stöðu heimilanna. Það er nákvæmlega mín skoðun. Þau geta sagt það en aðgerðir tala hærra heldur en orðin og það bara sést að stjórnvöld og seðlabankinn hafa engar áhyggjur af heimilum landsins. Þau eru algjörlega tilbúin til að fórna þeim enn og aftur fyrir bankana,“ segir Ásthildur Lóa.
Fjármál heimilisins Neytendur Flokkur fólksins Efnahagsmál Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Sjá meira