Þingmenn eigi ekki sjálfir að vasast í eigin kjörum Ólafur Björn Sverrisson og Heimir Már Pétursson skrifa 30. maí 2023 21:22 Þorbjörg Sigríður segir ekki meirihluta fyrir því á þingi að endurskoða kjaramál þingmanna. vísir/vilhelm Tekist var á um fyrirhugaðar launahækkanir æðstu embættismanna á Alþingi í dag. Áformin hafa fallið í grýttan jarðveg hjá forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar sem vinna nú að gerð nýrra kjarasamninga til langs tíma. Þingmaður VG segist skilja gremjuna og þingmaður Viðreisnar segir sjálfsagt að endurskoða áformin en ekki sé meirihluti fyrir því á þingi. Launin hækka þann fyrsta júlí um 6 til 6,3 prósent samkvæmt fyrirkomulagi sem komið var á 2019 í kjölfar þess að umdeilt kjararáð var lagt niður. Sem dæmi hækka laun forsætisráðherra um 156 þúsund krónur, aðrir ráðherrar fá um 141 þúsund króna hækkun og seðlabankastjóri um 130 þúsund króna hækkun. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd, þá sér í lagi vegna þess að ekkert þak er á henni líkt og samið var um hjá öðrum í haust þegar laun hækkuðu almennt ekki meira en um 66 þúsund krónur. Heimir Már Pétursson ræddi við þær Bjarkey Olsen, þingmann VG og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmann Viðreisnar í kvöldfréttum um málið: Bjarkey sagðist skilja óánægjuna. Hún var spurð hvort ekki sé eðlilegt að þingmenn fylgi því þaki sem sett var á launahækkanir til skamms tíma. „Það er í raun og veru ekkert þak, eins og kom hér fram í óundirbúnum fyrirspurnum í dag. Samningarnir eru með mjög mismunandi hætti, sumir með þak og aðrir ekki. En sannarlega eigum við að vera með opin augu fyrir því, það getur vel verið að við þurfum að taka betur utan um þetta heldur en að halda þessu til streitu.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Þorbjörg sagðist skilja að gæti valdið óróa að embættismannastétt sé leiðandi um launakjör. Það virðist hins vegar ekki vera meirihluti fyrir því á þingi að ráðast í breytingar á kjörum. „Ég er hins vegar alveg sammála því að það sé almennt ekki æskilegt að stjórnmálamenn séu sjálfir að vasast í kaupum og kjörum og það er ástæðan fyrir því að þetta fyrirkomulag var sett upp á sínum tíma. Það var auðvitað aldrei ætlunin að þingmenn yrðu leiðandi á erfiðum tímum, því finnst mér sjálfsagt að setjast niður og skoða það,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Allir biðji um meira aðhald Fram hefur komið gagnrýni á ríkisstjórn fyrir að koma ekki að lækkun verðbólgu með nægilega miklum hætti. Bjarkey segir fjárlaganefnd kanna nú hvort auka megi aðhald. Bæði Seðlabankastjóri og Alþjóðagjaldeyrissjóður hafi þó blessað vinnubrögð ríkisstjórnar. „Vinnan er nú í gangi og við sjáum hvað setur,“ sagði Bjarkey. Þorbjörg er ósammála Bjarkeyju um blessun umsagnaraðila fjárlaga. „Þeir biðja allir um meira aðhald til þess að hægt sé að kæla verðbólgu og þar með reikninga heimilanna í landinu. Mér finnst sorglegt að það sé ekki verið að gera þetta og skilja heimilin eftir í þeirri súpu sem þau eru,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Alþingi Kjaramál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Viðreisn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir launahækkun æðstu embættismanna vera raunlaunalækkun Ráðherrar skilja gremju almennings vegna launahækkana æðstu embættismanna ríkisins en segja þær í samræmi við lög. Forseti Alþýðusambands Íslands segir engin lög yfir það hafin að ekki megi endurskoða þau. Nauðsynlegt sé að skoða ástandið í samfélaginu að hverju sinni. 30. maí 2023 19:48 Launahækkunin sé blaut tuska í andlit þjóðarinnar Flokkir fólksins gagnrýnir laumahækkum æðstu ráðamanna harðlega. Hækkunin er sögð vera sem blaut tuska í andlit þjóðarinnar. Er þess krafist að öllum launahækkunum æðstu ráðamanna sé frestað. 30. maí 2023 15:47 Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. 29. maí 2023 21:33 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Launin hækka þann fyrsta júlí um 6 til 6,3 prósent samkvæmt fyrirkomulagi sem komið var á 2019 í kjölfar þess að umdeilt kjararáð var lagt niður. Sem dæmi hækka laun forsætisráðherra um 156 þúsund krónur, aðrir ráðherrar fá um 141 þúsund króna hækkun og seðlabankastjóri um 130 þúsund króna hækkun. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd, þá sér í lagi vegna þess að ekkert þak er á henni líkt og samið var um hjá öðrum í haust þegar laun hækkuðu almennt ekki meira en um 66 þúsund krónur. Heimir Már Pétursson ræddi við þær Bjarkey Olsen, þingmann VG og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmann Viðreisnar í kvöldfréttum um málið: Bjarkey sagðist skilja óánægjuna. Hún var spurð hvort ekki sé eðlilegt að þingmenn fylgi því þaki sem sett var á launahækkanir til skamms tíma. „Það er í raun og veru ekkert þak, eins og kom hér fram í óundirbúnum fyrirspurnum í dag. Samningarnir eru með mjög mismunandi hætti, sumir með þak og aðrir ekki. En sannarlega eigum við að vera með opin augu fyrir því, það getur vel verið að við þurfum að taka betur utan um þetta heldur en að halda þessu til streitu.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Þorbjörg sagðist skilja að gæti valdið óróa að embættismannastétt sé leiðandi um launakjör. Það virðist hins vegar ekki vera meirihluti fyrir því á þingi að ráðast í breytingar á kjörum. „Ég er hins vegar alveg sammála því að það sé almennt ekki æskilegt að stjórnmálamenn séu sjálfir að vasast í kaupum og kjörum og það er ástæðan fyrir því að þetta fyrirkomulag var sett upp á sínum tíma. Það var auðvitað aldrei ætlunin að þingmenn yrðu leiðandi á erfiðum tímum, því finnst mér sjálfsagt að setjast niður og skoða það,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Allir biðji um meira aðhald Fram hefur komið gagnrýni á ríkisstjórn fyrir að koma ekki að lækkun verðbólgu með nægilega miklum hætti. Bjarkey segir fjárlaganefnd kanna nú hvort auka megi aðhald. Bæði Seðlabankastjóri og Alþjóðagjaldeyrissjóður hafi þó blessað vinnubrögð ríkisstjórnar. „Vinnan er nú í gangi og við sjáum hvað setur,“ sagði Bjarkey. Þorbjörg er ósammála Bjarkeyju um blessun umsagnaraðila fjárlaga. „Þeir biðja allir um meira aðhald til þess að hægt sé að kæla verðbólgu og þar með reikninga heimilanna í landinu. Mér finnst sorglegt að það sé ekki verið að gera þetta og skilja heimilin eftir í þeirri súpu sem þau eru,“ sagði Þorbjörg Sigríður.
Alþingi Kjaramál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Viðreisn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir launahækkun æðstu embættismanna vera raunlaunalækkun Ráðherrar skilja gremju almennings vegna launahækkana æðstu embættismanna ríkisins en segja þær í samræmi við lög. Forseti Alþýðusambands Íslands segir engin lög yfir það hafin að ekki megi endurskoða þau. Nauðsynlegt sé að skoða ástandið í samfélaginu að hverju sinni. 30. maí 2023 19:48 Launahækkunin sé blaut tuska í andlit þjóðarinnar Flokkir fólksins gagnrýnir laumahækkum æðstu ráðamanna harðlega. Hækkunin er sögð vera sem blaut tuska í andlit þjóðarinnar. Er þess krafist að öllum launahækkunum æðstu ráðamanna sé frestað. 30. maí 2023 15:47 Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. 29. maí 2023 21:33 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Segir launahækkun æðstu embættismanna vera raunlaunalækkun Ráðherrar skilja gremju almennings vegna launahækkana æðstu embættismanna ríkisins en segja þær í samræmi við lög. Forseti Alþýðusambands Íslands segir engin lög yfir það hafin að ekki megi endurskoða þau. Nauðsynlegt sé að skoða ástandið í samfélaginu að hverju sinni. 30. maí 2023 19:48
Launahækkunin sé blaut tuska í andlit þjóðarinnar Flokkir fólksins gagnrýnir laumahækkum æðstu ráðamanna harðlega. Hækkunin er sögð vera sem blaut tuska í andlit þjóðarinnar. Er þess krafist að öllum launahækkunum æðstu ráðamanna sé frestað. 30. maí 2023 15:47
Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. 29. maí 2023 21:33
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu