Sjálfbærar hvalveiðar? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 30. maí 2023 08:00 Vörn marga sem enn mæla hvalveiðum okkar Íslendinga bót felst í að segjast styðja sjálfbærar hvalveiðar. Hvað þýðir það þegar upp er staðið? Hugtakið sjálfbær þróun má rekja til byrjun áttunda áratugar síðustu aldar. Það var svo fyrirferðarmikið í skýrslu Sameinuðu þjóðanna 1987 (Brundtland skýrslan): Sameiginleg framtíð okkar, þar sem sjálfbær þróun var skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Þrjár meginstoðir sjálfbærrar þróunar eru: efnahagsvöxtur, samfélagsleg velferð og vernd umhverfisins. Stunda Íslendingar þá sjálfbærar hvalveiðar? Ég veit að það fer í taugarnar á mörgum, og það með réttu, þegar talað er um hvalveiðar Íslendinga í stað hvalveiða Hvals ehf. En á meðan veiðarnar eru stundaðar með sérstöku leyfi íslenskra stjórnvalda, þá stunda Íslendingar hvalveiðar. Því miður. Ísland er eina þjóðin í heiminum sem leyfir veiðar á langreyðum. Eru veiðarnar sjálfbærar? Þann 14. maí sl. fjallaði visir.is um veiðar Hvals ehf. og meðal annars svona: „Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð.“ Ein stoð sjálfbærni fallin. Það er sennilega óþarfi að fjölyrða hér um skelfilegar aðferðir við veiðar á stórhvelum sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. Auk harðra viðbragða og fordæmingar íslensks samfélags við dýraníðinu sem lýst var í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum hefur fólk í ferðaþjónustu og öðrum alþjóðaviðskiptum kvartað vegna neikvæðra áhrifa veiðanna. Þar fór samfélagslega stoðin. Hvalir eru að ganga af fiskistofnunum dauðum með gegndarlausu áti sínu. Þess vegna er nauðsynlegt að skjóta þá. Þetta vita allir. Eða hvað? Árið 2019 birtist skýrsla sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lét gera um áhrif hvala á loftslagið og vistkerfin. Niðurstaðan var sláandi. Á líftíma sínum skilar hvert stórhveli að jafnaði 33 tonnum af kolvetni aftur niður á hafsbotn og ef hvalveiðum yrði hætt gæti það fjölgað plöntusvifi um það sem samsvarar 40 þúsund ferkílómetrum af fullvöxnum skógi. Hvalir eru sem sagt ómissandi hluti af heilbrigðu vistkerfi sjávar. Tilvist þeirra styrkir fiskistofna en ógnar þeim ekki. Hér fellur þriðja og síðasta stoð hinna meintu sjálfbæru hvalveiða. Og sú stoð er sannarlega ekkert einkamál okkar hér á landi í ljósi mikilvægra jákvæðra áhrifa hvala á vistkerfi sjávar. Þegar fólk lýsir yfir stuðningi við sjálfbærar hvalveiðar liggur í orðanna hljóðan að það styður ekki ósjálfbærar hvalveiðar. Ég geri þess vegna fastlega ráð fyrir því að leyfi Hvals ehf. til að halda áfram sínum ósjálfbæru veiðum á langreyðum í sumar verði afturkallað með fullum stuðningi þingheims. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Hvalveiðar Viðreisn Alþingi Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Vörn marga sem enn mæla hvalveiðum okkar Íslendinga bót felst í að segjast styðja sjálfbærar hvalveiðar. Hvað þýðir það þegar upp er staðið? Hugtakið sjálfbær þróun má rekja til byrjun áttunda áratugar síðustu aldar. Það var svo fyrirferðarmikið í skýrslu Sameinuðu þjóðanna 1987 (Brundtland skýrslan): Sameiginleg framtíð okkar, þar sem sjálfbær þróun var skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Þrjár meginstoðir sjálfbærrar þróunar eru: efnahagsvöxtur, samfélagsleg velferð og vernd umhverfisins. Stunda Íslendingar þá sjálfbærar hvalveiðar? Ég veit að það fer í taugarnar á mörgum, og það með réttu, þegar talað er um hvalveiðar Íslendinga í stað hvalveiða Hvals ehf. En á meðan veiðarnar eru stundaðar með sérstöku leyfi íslenskra stjórnvalda, þá stunda Íslendingar hvalveiðar. Því miður. Ísland er eina þjóðin í heiminum sem leyfir veiðar á langreyðum. Eru veiðarnar sjálfbærar? Þann 14. maí sl. fjallaði visir.is um veiðar Hvals ehf. og meðal annars svona: „Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð.“ Ein stoð sjálfbærni fallin. Það er sennilega óþarfi að fjölyrða hér um skelfilegar aðferðir við veiðar á stórhvelum sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. Auk harðra viðbragða og fordæmingar íslensks samfélags við dýraníðinu sem lýst var í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum hefur fólk í ferðaþjónustu og öðrum alþjóðaviðskiptum kvartað vegna neikvæðra áhrifa veiðanna. Þar fór samfélagslega stoðin. Hvalir eru að ganga af fiskistofnunum dauðum með gegndarlausu áti sínu. Þess vegna er nauðsynlegt að skjóta þá. Þetta vita allir. Eða hvað? Árið 2019 birtist skýrsla sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lét gera um áhrif hvala á loftslagið og vistkerfin. Niðurstaðan var sláandi. Á líftíma sínum skilar hvert stórhveli að jafnaði 33 tonnum af kolvetni aftur niður á hafsbotn og ef hvalveiðum yrði hætt gæti það fjölgað plöntusvifi um það sem samsvarar 40 þúsund ferkílómetrum af fullvöxnum skógi. Hvalir eru sem sagt ómissandi hluti af heilbrigðu vistkerfi sjávar. Tilvist þeirra styrkir fiskistofna en ógnar þeim ekki. Hér fellur þriðja og síðasta stoð hinna meintu sjálfbæru hvalveiða. Og sú stoð er sannarlega ekkert einkamál okkar hér á landi í ljósi mikilvægra jákvæðra áhrifa hvala á vistkerfi sjávar. Þegar fólk lýsir yfir stuðningi við sjálfbærar hvalveiðar liggur í orðanna hljóðan að það styður ekki ósjálfbærar hvalveiðar. Ég geri þess vegna fastlega ráð fyrir því að leyfi Hvals ehf. til að halda áfram sínum ósjálfbæru veiðum á langreyðum í sumar verði afturkallað með fullum stuðningi þingheims. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun