Fyrri umferð kosninganna fór fram 14. maí síðastliðinn þar sem enginn fjögurra forsetaframbjóðenda náði helmingi atkvæða. Önnur umferð með aðeins tveimur efstu efstu frambjóðendunum, Erdogan og Kemel Kilicdaroglu, fór fram í dag.
Nú þegar búið er að telja ríflega 99 prósent atkvæða hefur Ahmet Yener, formaður yfirkjörstjórnar í Tyrklandi, lýst því yfir að Erdogan hafi farið með sigur af hólmi. Hann hafi hlotið 52,14 prósent atkvæða gegn 47,86 prósent atkvæða sem féllu Kilicdaroglu í skaut. Munurinn sé svo mikill að ótalin atkvæði muni ekki geta breytt niðurstöðunni.