Innlent

Sóttu slasaða hesta­konu á Vala­hnúka

Árni Sæberg skrifar
Konan var í útreiðartúr á Valahnúkum, sem eru við Helgafell í Hafnarfirði.
Konan var í útreiðartúr á Valahnúkum, sem eru við Helgafell í Hafnarfirði. Vísir/Einar

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til upp úr klukkan tíu í kvöld vegna konu sem hafði fallið af hestbaki við Valahnúka í Hafnarfirði. Verið er að flytja konuna á bráðamóttöku en hún er ekki alvarlega slösuð.

Þetta staðfestir Davíð Friðjónsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.

Hann segir að svokallað fjallabjörgunarlið hafi verið sent á vettvang en það nýtir meðal annar sexhjól og sérútbúinn jeppa. Davíð segir þó að hans hafi ekki verið þarfnast þegar á hólminn var komið.

Aðgerðum slökkviliðs á vettvangi var að ljúka og konan er á leið með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.

Davíð segir að konan hafi fundið fyrir verk í baki og ekki treyst sér til baka á hestinum. Áverkar hennar séu þó ekki taldir alvarlegir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×