Furðar sig á ummælum um mögulegt leikbann Erlings Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2023 11:30 Pavel Ermolinskij, þjálfari körfuboltaliðs Tindastóls, furðar sig á því að Arnar Daði Arnarsson og sérfæðingar Seinni bylgjunnar, hafi velt fyrir sér mögulegu leikbanni Erlings Richardssonar, þjálfara ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta, furðar sig á ummælum sérfræðinga Seinni bylgjunnar um mögulegt leikbann Erlings Richardssonar, þjálfara ÍBV í handbolta, eftir leik liðsins gegn Haukum í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í gær. Eins og gefur að skilja var Erlingur ósáttur við ýmislegt eftir sex marka tap sinna manna í gær og lét óánægju sína í ljós í viðtali eftir leik. Hann gaf nokkuð augljóslega í skyn að hann væri ósáttur við dómgæsluna í leiknum og virtist beina spjótum sínum að dómaraparinu Antoni Pálssyni og Jónasi Elíassyni. Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Arnar Daði Arnarsson lýstu leiknum og eftir viðtalið voru þeir hálf slegnir. Arnar Daði sagðist skilja reiði Erlings, en velti fyrir sér hvort ummæli hans gætu farið fyrir borð aganefndar HSÍ. Verði erfitt fyrir HSÍ að setja Erling ekki í bann Í kjölfarið mætti Arnar Daði svo í settið hjá Seinni bylgjunni til að gera upp leikinn. Þar var viðtalið við Erling að sjálfsögðu rætt og Arnar benti á það að fordæmi séu fyrir því að þjálfarar hafi fengið leikbönn fyrir slík ummæli í garð dómara. „Ég fékk sjálfur leikbann, og meira að segja þriggja leikja bann, fyrir viðtal sem ég fór í hérna þar sem ég tjáði mig bara frá hjartanu um það að mér fannst dómararnir hafa áhrif á það að við höfum ekki unnið leikinn á þeim tíma,“ sagði Arnar Daði og á þá við þegar hann var þjálfari Gróttu. „Þessi ummæli voru talin skekkja ímynd handboltans. Ef þú ert með fordæmi fyrir þessu þá verður mjög erfitt fyrir HSÍ og aganefndina að setja Erling ekki í bann,“ bætti Arnar við. Klippa: Seinni bylgjan ræðir viðtal Erlings Þúsundir séu komin með leikbannsflugu í hausinn sem muni bara stækka Eins og áður segir lagði körfuboltaþjálfarinn Pavel Ermolinskij orð í belg og hann furðar sig á þessari umræðu um mögulegt leikbann á Twitter-síðu sinni. „Er ég að skilja rétt að handboltapanellinn í sjónvarpinu vill senda þjálfara ÍBV í bann útaf viðtali? Stöð tvö þarf að ná tökum a hlutum aftur,“ ritar Pavel. Arnar Daði var hins vegar fljótur að svara þjálfaranum og biður hann um að horfa aftur á umræðuna til að reyna að skilja hana betur. Hann bendir á að fordæmi séu fyrir leikbanni, en Pavel lítur sem svo á að þarna sé eingöngu verið að reyna að búa til gott og dramatískt sjónvarp. „Ég náði þessu öllu og skil og virði að þú ert að reyna að búa til gott dramatískt sjónvarp. Það er gott. Betra en hitt. Línan er þunn. Meginþorrinn, þúsundir sem að sitja heima og skilja ekki alveg allt eru núna komin með leikbannsflugu í hausinn sem mun bara stækka,“ segir Pavel áður en hann minnir á að þessi umræða gæti haft bein áhrif á næsta leik fái hún að grassera. Samskipti Pavels og Arnars má sjá í Twitter-þræðinum hér fyrir neðan. Er ég að skilja rétt að handboltapanellinn í sjónvarpinu vill senda þjálfara ibv í bann útaf viðtali? Stöð tvö þarf að ná tökum a hlutum aftur.— Pavel Ermolinski (@pavelino15) May 26, 2023 Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Eins og gefur að skilja var Erlingur ósáttur við ýmislegt eftir sex marka tap sinna manna í gær og lét óánægju sína í ljós í viðtali eftir leik. Hann gaf nokkuð augljóslega í skyn að hann væri ósáttur við dómgæsluna í leiknum og virtist beina spjótum sínum að dómaraparinu Antoni Pálssyni og Jónasi Elíassyni. Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Arnar Daði Arnarsson lýstu leiknum og eftir viðtalið voru þeir hálf slegnir. Arnar Daði sagðist skilja reiði Erlings, en velti fyrir sér hvort ummæli hans gætu farið fyrir borð aganefndar HSÍ. Verði erfitt fyrir HSÍ að setja Erling ekki í bann Í kjölfarið mætti Arnar Daði svo í settið hjá Seinni bylgjunni til að gera upp leikinn. Þar var viðtalið við Erling að sjálfsögðu rætt og Arnar benti á það að fordæmi séu fyrir því að þjálfarar hafi fengið leikbönn fyrir slík ummæli í garð dómara. „Ég fékk sjálfur leikbann, og meira að segja þriggja leikja bann, fyrir viðtal sem ég fór í hérna þar sem ég tjáði mig bara frá hjartanu um það að mér fannst dómararnir hafa áhrif á það að við höfum ekki unnið leikinn á þeim tíma,“ sagði Arnar Daði og á þá við þegar hann var þjálfari Gróttu. „Þessi ummæli voru talin skekkja ímynd handboltans. Ef þú ert með fordæmi fyrir þessu þá verður mjög erfitt fyrir HSÍ og aganefndina að setja Erling ekki í bann,“ bætti Arnar við. Klippa: Seinni bylgjan ræðir viðtal Erlings Þúsundir séu komin með leikbannsflugu í hausinn sem muni bara stækka Eins og áður segir lagði körfuboltaþjálfarinn Pavel Ermolinskij orð í belg og hann furðar sig á þessari umræðu um mögulegt leikbann á Twitter-síðu sinni. „Er ég að skilja rétt að handboltapanellinn í sjónvarpinu vill senda þjálfara ÍBV í bann útaf viðtali? Stöð tvö þarf að ná tökum a hlutum aftur,“ ritar Pavel. Arnar Daði var hins vegar fljótur að svara þjálfaranum og biður hann um að horfa aftur á umræðuna til að reyna að skilja hana betur. Hann bendir á að fordæmi séu fyrir leikbanni, en Pavel lítur sem svo á að þarna sé eingöngu verið að reyna að búa til gott og dramatískt sjónvarp. „Ég náði þessu öllu og skil og virði að þú ert að reyna að búa til gott dramatískt sjónvarp. Það er gott. Betra en hitt. Línan er þunn. Meginþorrinn, þúsundir sem að sitja heima og skilja ekki alveg allt eru núna komin með leikbannsflugu í hausinn sem mun bara stækka,“ segir Pavel áður en hann minnir á að þessi umræða gæti haft bein áhrif á næsta leik fái hún að grassera. Samskipti Pavels og Arnars má sjá í Twitter-þræðinum hér fyrir neðan. Er ég að skilja rétt að handboltapanellinn í sjónvarpinu vill senda þjálfara ibv í bann útaf viðtali? Stöð tvö þarf að ná tökum a hlutum aftur.— Pavel Ermolinski (@pavelino15) May 26, 2023
Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira