Rúmlega 150 milljarða halli hjá ríkissjóði og úrvinda sjálfboðaliðar Bergvin Oddsson skrifar 26. maí 2023 13:00 Þegar horft er á ríkisreikninginn er hallinn vel yfir 150 milljarðar á árinu 2023. Þrátt fyrir glimrandi hagvöxt sennilegast munum við toppa bæði Kína og Indland því þar er gert ráð fyrir tæplega 6% hagvexti. Afhverju er ég að skrifa þessa grein? Það er vegna þess að ár eftir ár er halli á ríkissjóði þrátt fyrir að t.d Landspítalinn nái aldrei endum saman. Vegakerfið er í molum, löggæslan skortir aukið fé ár eftir ár. Háskólarnir okkar dragast aftur úr og eins og Háskólaráðherra sagði fyrir páska að við værum að skrapa botninn á norðurlöndunum. Þið vitið það vel að ég gæti haldið hér áfram upptalningunni allt það sem er ekki í ólestri heldur í virkilega slæmum málum í mörgum málaflokkum. Um árabil hafa sjálfboðaliðar góðgerðarsamtaka hér á landi Lions, Oddfelow, Kiwanis, Rótarí, kvenfélögin hringinn í kringum landið. Ásamt fermingarbörnum ár eftir ár, skógræktin, björgvunarsveitirnar sem fá sáralítið greitt fyrir sína þjónustu, já ég segi þjónustu en ekki aðstoð. Sjálfboðaliðar safna peningum til að kaupa ný tæki sem heilbriðisstofnanir vítt og breitt um landið þiggja á hverju ári gjafir því stofnanirnar hafa ekki fjármagn til að endurnýja tækin sín sjálf. Sjálfboðaliðar eru úrvinda eftir þrotlausa vinnu hvort sem er að safna peningum, stuðla að landgræðslu eða skógrækt, allt í þágu ríkisins. Allt þetta fólk ætti skilið að fá smá skattaafslátt eða aukin persónuafslátt sem smá þakklætisvott fyrir óeigingjarnt starf í þágu íslenska ríkisins... Setjum á tólf mánaða starfsmannabann hjá hinu opinbera Launakostnaður hjá ríkinu hefur aukist á hverju einasta ári alla þessa öld, báknið einfaldlega stækkar og stækkar. Á mennta og heilbrigðissviðinu tel ég ekki vera möguleiki að fækka starfsfólki hjá ríkinu en á öllum öðrum stöðum er vel hægt að setja á tólf mánaða starfsmannabann, sem þýðir einfaldlega að þegar opinber starfsmaður lætur af störfum sé ekki ráðið í viðkomandi stöðu. Starfsmannavelta hjá hinu opinbera er aðeins 7% sem er töluvert minna en í einkageiranum og í þriðja geiranum. Af hverju skyldi það vera?? Kannski vegna þess að það eru svo margar þægilegar innivinnur í boði hjá ríkinu. Vissulega starfa ekki allir ríkisstarfsmenn innandyra. Nú verða stjórnvöld að líta í eigin barm taka sér tak og vinna í alvöru að því að draga úr ríkishallanum. Með því að setja á starfsmannabann í tólf mánuði myndi ríkissjóður spara marga milljarða á ári og ég er viss um að þjónustan myndi ekki skerðast sem nokkru nemur þrátt fyrir slíkt átak. Fleiri tillögur Hefði ekki verið gáfulegra að halda áfram gjaldtöku í Hvalfjarðagöng og fá tekjur í kassann?afhverju má ekki innheimta gjöld af erlendum ferðamönnum. Hvar er gistináttaskatturinn og náttúrupassinn? Sameinum stofnanir Hagstofu og Þjóðskrá. Fiskistofa og Hafró. Svo ekki sé minnst á öll söfnin. Höfundur er Bergvin Oddsson, stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar horft er á ríkisreikninginn er hallinn vel yfir 150 milljarðar á árinu 2023. Þrátt fyrir glimrandi hagvöxt sennilegast munum við toppa bæði Kína og Indland því þar er gert ráð fyrir tæplega 6% hagvexti. Afhverju er ég að skrifa þessa grein? Það er vegna þess að ár eftir ár er halli á ríkissjóði þrátt fyrir að t.d Landspítalinn nái aldrei endum saman. Vegakerfið er í molum, löggæslan skortir aukið fé ár eftir ár. Háskólarnir okkar dragast aftur úr og eins og Háskólaráðherra sagði fyrir páska að við værum að skrapa botninn á norðurlöndunum. Þið vitið það vel að ég gæti haldið hér áfram upptalningunni allt það sem er ekki í ólestri heldur í virkilega slæmum málum í mörgum málaflokkum. Um árabil hafa sjálfboðaliðar góðgerðarsamtaka hér á landi Lions, Oddfelow, Kiwanis, Rótarí, kvenfélögin hringinn í kringum landið. Ásamt fermingarbörnum ár eftir ár, skógræktin, björgvunarsveitirnar sem fá sáralítið greitt fyrir sína þjónustu, já ég segi þjónustu en ekki aðstoð. Sjálfboðaliðar safna peningum til að kaupa ný tæki sem heilbriðisstofnanir vítt og breitt um landið þiggja á hverju ári gjafir því stofnanirnar hafa ekki fjármagn til að endurnýja tækin sín sjálf. Sjálfboðaliðar eru úrvinda eftir þrotlausa vinnu hvort sem er að safna peningum, stuðla að landgræðslu eða skógrækt, allt í þágu ríkisins. Allt þetta fólk ætti skilið að fá smá skattaafslátt eða aukin persónuafslátt sem smá þakklætisvott fyrir óeigingjarnt starf í þágu íslenska ríkisins... Setjum á tólf mánaða starfsmannabann hjá hinu opinbera Launakostnaður hjá ríkinu hefur aukist á hverju einasta ári alla þessa öld, báknið einfaldlega stækkar og stækkar. Á mennta og heilbrigðissviðinu tel ég ekki vera möguleiki að fækka starfsfólki hjá ríkinu en á öllum öðrum stöðum er vel hægt að setja á tólf mánaða starfsmannabann, sem þýðir einfaldlega að þegar opinber starfsmaður lætur af störfum sé ekki ráðið í viðkomandi stöðu. Starfsmannavelta hjá hinu opinbera er aðeins 7% sem er töluvert minna en í einkageiranum og í þriðja geiranum. Af hverju skyldi það vera?? Kannski vegna þess að það eru svo margar þægilegar innivinnur í boði hjá ríkinu. Vissulega starfa ekki allir ríkisstarfsmenn innandyra. Nú verða stjórnvöld að líta í eigin barm taka sér tak og vinna í alvöru að því að draga úr ríkishallanum. Með því að setja á starfsmannabann í tólf mánuði myndi ríkissjóður spara marga milljarða á ári og ég er viss um að þjónustan myndi ekki skerðast sem nokkru nemur þrátt fyrir slíkt átak. Fleiri tillögur Hefði ekki verið gáfulegra að halda áfram gjaldtöku í Hvalfjarðagöng og fá tekjur í kassann?afhverju má ekki innheimta gjöld af erlendum ferðamönnum. Hvar er gistináttaskatturinn og náttúrupassinn? Sameinum stofnanir Hagstofu og Þjóðskrá. Fiskistofa og Hafró. Svo ekki sé minnst á öll söfnin. Höfundur er Bergvin Oddsson, stjórnmálafræðingur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar