Rúmlega 150 milljarða halli hjá ríkissjóði og úrvinda sjálfboðaliðar Bergvin Oddsson skrifar 26. maí 2023 13:00 Þegar horft er á ríkisreikninginn er hallinn vel yfir 150 milljarðar á árinu 2023. Þrátt fyrir glimrandi hagvöxt sennilegast munum við toppa bæði Kína og Indland því þar er gert ráð fyrir tæplega 6% hagvexti. Afhverju er ég að skrifa þessa grein? Það er vegna þess að ár eftir ár er halli á ríkissjóði þrátt fyrir að t.d Landspítalinn nái aldrei endum saman. Vegakerfið er í molum, löggæslan skortir aukið fé ár eftir ár. Háskólarnir okkar dragast aftur úr og eins og Háskólaráðherra sagði fyrir páska að við værum að skrapa botninn á norðurlöndunum. Þið vitið það vel að ég gæti haldið hér áfram upptalningunni allt það sem er ekki í ólestri heldur í virkilega slæmum málum í mörgum málaflokkum. Um árabil hafa sjálfboðaliðar góðgerðarsamtaka hér á landi Lions, Oddfelow, Kiwanis, Rótarí, kvenfélögin hringinn í kringum landið. Ásamt fermingarbörnum ár eftir ár, skógræktin, björgvunarsveitirnar sem fá sáralítið greitt fyrir sína þjónustu, já ég segi þjónustu en ekki aðstoð. Sjálfboðaliðar safna peningum til að kaupa ný tæki sem heilbriðisstofnanir vítt og breitt um landið þiggja á hverju ári gjafir því stofnanirnar hafa ekki fjármagn til að endurnýja tækin sín sjálf. Sjálfboðaliðar eru úrvinda eftir þrotlausa vinnu hvort sem er að safna peningum, stuðla að landgræðslu eða skógrækt, allt í þágu ríkisins. Allt þetta fólk ætti skilið að fá smá skattaafslátt eða aukin persónuafslátt sem smá þakklætisvott fyrir óeigingjarnt starf í þágu íslenska ríkisins... Setjum á tólf mánaða starfsmannabann hjá hinu opinbera Launakostnaður hjá ríkinu hefur aukist á hverju einasta ári alla þessa öld, báknið einfaldlega stækkar og stækkar. Á mennta og heilbrigðissviðinu tel ég ekki vera möguleiki að fækka starfsfólki hjá ríkinu en á öllum öðrum stöðum er vel hægt að setja á tólf mánaða starfsmannabann, sem þýðir einfaldlega að þegar opinber starfsmaður lætur af störfum sé ekki ráðið í viðkomandi stöðu. Starfsmannavelta hjá hinu opinbera er aðeins 7% sem er töluvert minna en í einkageiranum og í þriðja geiranum. Af hverju skyldi það vera?? Kannski vegna þess að það eru svo margar þægilegar innivinnur í boði hjá ríkinu. Vissulega starfa ekki allir ríkisstarfsmenn innandyra. Nú verða stjórnvöld að líta í eigin barm taka sér tak og vinna í alvöru að því að draga úr ríkishallanum. Með því að setja á starfsmannabann í tólf mánuði myndi ríkissjóður spara marga milljarða á ári og ég er viss um að þjónustan myndi ekki skerðast sem nokkru nemur þrátt fyrir slíkt átak. Fleiri tillögur Hefði ekki verið gáfulegra að halda áfram gjaldtöku í Hvalfjarðagöng og fá tekjur í kassann?afhverju má ekki innheimta gjöld af erlendum ferðamönnum. Hvar er gistináttaskatturinn og náttúrupassinn? Sameinum stofnanir Hagstofu og Þjóðskrá. Fiskistofa og Hafró. Svo ekki sé minnst á öll söfnin. Höfundur er Bergvin Oddsson, stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þegar horft er á ríkisreikninginn er hallinn vel yfir 150 milljarðar á árinu 2023. Þrátt fyrir glimrandi hagvöxt sennilegast munum við toppa bæði Kína og Indland því þar er gert ráð fyrir tæplega 6% hagvexti. Afhverju er ég að skrifa þessa grein? Það er vegna þess að ár eftir ár er halli á ríkissjóði þrátt fyrir að t.d Landspítalinn nái aldrei endum saman. Vegakerfið er í molum, löggæslan skortir aukið fé ár eftir ár. Háskólarnir okkar dragast aftur úr og eins og Háskólaráðherra sagði fyrir páska að við værum að skrapa botninn á norðurlöndunum. Þið vitið það vel að ég gæti haldið hér áfram upptalningunni allt það sem er ekki í ólestri heldur í virkilega slæmum málum í mörgum málaflokkum. Um árabil hafa sjálfboðaliðar góðgerðarsamtaka hér á landi Lions, Oddfelow, Kiwanis, Rótarí, kvenfélögin hringinn í kringum landið. Ásamt fermingarbörnum ár eftir ár, skógræktin, björgvunarsveitirnar sem fá sáralítið greitt fyrir sína þjónustu, já ég segi þjónustu en ekki aðstoð. Sjálfboðaliðar safna peningum til að kaupa ný tæki sem heilbriðisstofnanir vítt og breitt um landið þiggja á hverju ári gjafir því stofnanirnar hafa ekki fjármagn til að endurnýja tækin sín sjálf. Sjálfboðaliðar eru úrvinda eftir þrotlausa vinnu hvort sem er að safna peningum, stuðla að landgræðslu eða skógrækt, allt í þágu ríkisins. Allt þetta fólk ætti skilið að fá smá skattaafslátt eða aukin persónuafslátt sem smá þakklætisvott fyrir óeigingjarnt starf í þágu íslenska ríkisins... Setjum á tólf mánaða starfsmannabann hjá hinu opinbera Launakostnaður hjá ríkinu hefur aukist á hverju einasta ári alla þessa öld, báknið einfaldlega stækkar og stækkar. Á mennta og heilbrigðissviðinu tel ég ekki vera möguleiki að fækka starfsfólki hjá ríkinu en á öllum öðrum stöðum er vel hægt að setja á tólf mánaða starfsmannabann, sem þýðir einfaldlega að þegar opinber starfsmaður lætur af störfum sé ekki ráðið í viðkomandi stöðu. Starfsmannavelta hjá hinu opinbera er aðeins 7% sem er töluvert minna en í einkageiranum og í þriðja geiranum. Af hverju skyldi það vera?? Kannski vegna þess að það eru svo margar þægilegar innivinnur í boði hjá ríkinu. Vissulega starfa ekki allir ríkisstarfsmenn innandyra. Nú verða stjórnvöld að líta í eigin barm taka sér tak og vinna í alvöru að því að draga úr ríkishallanum. Með því að setja á starfsmannabann í tólf mánuði myndi ríkissjóður spara marga milljarða á ári og ég er viss um að þjónustan myndi ekki skerðast sem nokkru nemur þrátt fyrir slíkt átak. Fleiri tillögur Hefði ekki verið gáfulegra að halda áfram gjaldtöku í Hvalfjarðagöng og fá tekjur í kassann?afhverju má ekki innheimta gjöld af erlendum ferðamönnum. Hvar er gistináttaskatturinn og náttúrupassinn? Sameinum stofnanir Hagstofu og Þjóðskrá. Fiskistofa og Hafró. Svo ekki sé minnst á öll söfnin. Höfundur er Bergvin Oddsson, stjórnmálafræðingur.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun