Óskar eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða byssur voru keyptar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. maí 2023 11:32 Arndís Anna hefur óskað eftir nánari upplýsingum um vopnakaup lögreglunnar vegna leiðtogafundarins í Hörpu. Vísir/Arnar Þingmaður Pírata hefur óskað eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða vopn voru keypt vegna leiðtogafundarins í Hörpu, hvers vegna þau voru keypt og að fengnu mati hvers. Þingmaðurinn segir ekki hægt að veita lögreglu meira vald án aðkomu þjóðarinnar. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir í aðsendri grein á Vísi það áhyggjuefni að fylgjast með því hvernig dómsmálaráðherra hafi sýnt því mun meiri áhuga að auka vopnaburð og valdheimildir lögreglunnar en að styðja betur við hana. Tilefnið eru ummæli Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, í samtali við Stöð 2 þar sem hann sagði Arndísi hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum. Valdmörkin verði að vera skýr Arndís segir í grein sinni að lýðræði sé ekki sjálfsagt og að því verði ekki viðhaldið af sjálfu sér. Góðar ástæður séu fyrir því að lögregluvaldi séu sett skýr mörk í lýðræðisríkjum. „Vopnvæðing og valdheimildir lögreglunnar eru ekki einkamál hennar. Það er með öllu óviðeigandi að stakur viðburður sem krefst öryggisgæslu á hernaðarlegum skala, sé notaður sem afsökun fyrir því að taka U-beygju í málefnum lögreglu til langframa, án þess að eiga svo mikið sem samtal við ríkisstjórn og hvað þá Alþingi.“ Þingmaðurinn segir að þar sem ráðherra hafi ekki haft svörin á hreinu hafi hún óskað eftir upplýsingum um nákvæmlega hvað var keypt, hvers vegna, og að fengnu mati hvers. „Þetta eru eðlilegar spurningar, þó ráðherra hafi brugðist ókvæða við og reynt að gera lítið úr efninu. Í lok viðtals í fjölmiðlum sagðist ráðherra „treysta lögreglunni fullkomlega“ til þess að fara varlega með allar hríðskotabyssurnar sem hann lét hana fá, og vita almennt hvað hún sé að gera.“ Snúist um öryggi borgaranna Arndís segir ekki nema von að Jón treysti lögreglunni fyrir vopnum og hafi engar áhyggjur af misbeitingu valds af hennar hálfu. Ráðherra tilheyri þeim hópi sem ólíklegt sé, ef ekki nánast útilokað, að valdi sé misbeitt gegn. „Spurningar mínar og áhyggjur snúast því ekki um að hafa ekki skilning á öryggissjónarmiðum. Þær snúast um öryggissjónarmið. Sjónarmið um öryggi borgaranna gegn ofríki stjórnvalda, ekki bara öryggi miðaldra, hvítra valdamanna gegn óskilgreindri utanaðkomandi ógn við vald þeirra.“ Þingmaðurinn segir ráðherra ef til vill eiga erfitt með að skilja þetta, þar sem hann sé valdhafinn í þessari mynd. Hann sé ekki bara hvítur, sís-kynja karlmaður. „Heldur er hann hvorki meira né minna en æðsti ráðamaður þeirra stjórnvalda sem hann segist svo auðmjúkur treysta. Talandi um að skorta skilning.“ Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Öryggis- og varnarmál Píratar Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir í aðsendri grein á Vísi það áhyggjuefni að fylgjast með því hvernig dómsmálaráðherra hafi sýnt því mun meiri áhuga að auka vopnaburð og valdheimildir lögreglunnar en að styðja betur við hana. Tilefnið eru ummæli Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, í samtali við Stöð 2 þar sem hann sagði Arndísi hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum. Valdmörkin verði að vera skýr Arndís segir í grein sinni að lýðræði sé ekki sjálfsagt og að því verði ekki viðhaldið af sjálfu sér. Góðar ástæður séu fyrir því að lögregluvaldi séu sett skýr mörk í lýðræðisríkjum. „Vopnvæðing og valdheimildir lögreglunnar eru ekki einkamál hennar. Það er með öllu óviðeigandi að stakur viðburður sem krefst öryggisgæslu á hernaðarlegum skala, sé notaður sem afsökun fyrir því að taka U-beygju í málefnum lögreglu til langframa, án þess að eiga svo mikið sem samtal við ríkisstjórn og hvað þá Alþingi.“ Þingmaðurinn segir að þar sem ráðherra hafi ekki haft svörin á hreinu hafi hún óskað eftir upplýsingum um nákvæmlega hvað var keypt, hvers vegna, og að fengnu mati hvers. „Þetta eru eðlilegar spurningar, þó ráðherra hafi brugðist ókvæða við og reynt að gera lítið úr efninu. Í lok viðtals í fjölmiðlum sagðist ráðherra „treysta lögreglunni fullkomlega“ til þess að fara varlega með allar hríðskotabyssurnar sem hann lét hana fá, og vita almennt hvað hún sé að gera.“ Snúist um öryggi borgaranna Arndís segir ekki nema von að Jón treysti lögreglunni fyrir vopnum og hafi engar áhyggjur af misbeitingu valds af hennar hálfu. Ráðherra tilheyri þeim hópi sem ólíklegt sé, ef ekki nánast útilokað, að valdi sé misbeitt gegn. „Spurningar mínar og áhyggjur snúast því ekki um að hafa ekki skilning á öryggissjónarmiðum. Þær snúast um öryggissjónarmið. Sjónarmið um öryggi borgaranna gegn ofríki stjórnvalda, ekki bara öryggi miðaldra, hvítra valdamanna gegn óskilgreindri utanaðkomandi ógn við vald þeirra.“ Þingmaðurinn segir ráðherra ef til vill eiga erfitt með að skilja þetta, þar sem hann sé valdhafinn í þessari mynd. Hann sé ekki bara hvítur, sís-kynja karlmaður. „Heldur er hann hvorki meira né minna en æðsti ráðamaður þeirra stjórnvalda sem hann segist svo auðmjúkur treysta. Talandi um að skorta skilning.“
Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Öryggis- og varnarmál Píratar Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira