194 farþegar voru um borð í vélinni sem er frá Asiana flugfélaginu og sakaði engan alvarlega. Þó þurfti að flytja sex einstaklinga á sjúkrahús með öndunarörðugleika sem sátu næst hurðinni þegar hún opnaðist. Ekki er vitað hvað manninum, sem er á fertugsaldri gekk til.
Myndband náðist af atvikinu þar sem sést að miklar vindhviður verða í vélinni þegar dyrnar opnuðust. Stór hluti farþeganna voru skólabörn á ferðalagi og urðu börnin afar skelkuð við uppákomuna, að því er kóreskir miðlar greina frá.
Flugfélagið hefur fyrirskipað ítarlega rannsókn á atvikinu.
— Breaking Aviation News & Videos (@aviationbrk) May 26, 2023