Birtir launaseðla leikskólaleiðbeinenda Máni Snær Þorláksson skrifar 25. maí 2023 17:43 Formaður BSRB birtir í dag launaseðla leikskólaleiðbeinenda sem starfa í Reykjavík og Kópavogi. Vísir/Vilhelm/Facebook Töluverður munur er á launum leikskólaleiðbeinenda sem vinna í Reykjavík og í Kópavogi. Samkvæmt launaseðlum sem formaður BSRB birtir í dag fær leiðbeinandi í Kópavogi um 45 þúsund krónum minna í heildarlaun fyrir skatt. „Ef þið skoðið þessa launaseðla fyrir laun í janúar 2023 sjáið þið mat samfélagsins á virði starfa leiðbeinenda á leikskólum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Um er að ræða launaseðla hjá tveimur leikskólaleiðbeinendum, annar starfar í Reykjavík en hinn í Kópavogi. Báðir eru í fullri vinnu. Sonja segir launin vera ögn skárri í Reykjavík heldur en í Kópavogi eða öðrum stéttarfélögum. Launaseðlarnir sem Sonja birtir í dag. Eins og sjá má fékk leiðbeinandi í Reykjavík 45 þúsund krónum meira útborgað í janúar.Facebook Leiðbeinandinn í Reykjavík fær 478.380 krónur fyrir skatt á meðan manneskja í sömu stöðu í Kópavogi fær 433.209 krónur. Sonja segir þetta vera sökum þess að Reykjavíkurborg greiðir sérstakar aukagreiðslur vegna þessara starfa. Hin sveitarfélögin geri það ekki og neiti að gera það. „Þau hafa hafnað sjálfsögðum kröfum okkar fólks um sömu laun fyrir sömu störf á leikskólum um landið allt. Gætuð þið lifað af á þessum launum?“ Muni um minna á þessum launum BSRB hefur lagt mikla áherslu á að fólk eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Ástæðan fyrir þessum mismuni launa er sú að aðrir samningar gáfu hækkun frá áramótum en starfsfólk BSRB fékk sömu hækkun ekki fyrr en 1. apríl síðastliðinn. Stéttarfélagið hefur sakað Samband íslenskra sveitarfélaga um að hafa mismunað starfsfólki sínu með tilliti til launa og krafist leiðréttingar vegna þessa. Sambandið hefur þó vísað þeim ásökunum á bug og skorað á BSRB að fara með málið fyrir dómstóla. Sonja bendir á að BSRB sé ekki einungis að krefjast leiðréttingar á þessu heldur einnig að starfsfólk leikskóla fái aukagreiðslur, óháð því hvort það starfi í Reykjavík eða í öðrum sveitarfélögum. „Það munar um minna þegar maður er á þessum launum,“ segir hún í samtali við fréttastofu.„Þessi störf, eins og innan leikskólana, þetta eru með lægstu laununum á vinnumarkaði yfir höfuð. Sem sýnir auðvitað að það er mjög skakkt verðmætamat á þessum störfum.“ Þá segir Sonja samningaviðræðurnar við Samband íslenskra sveitarfélaga ennþá vera í hnút. Enn sé ekki búið að boða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Leikskólar Vinnumarkaður Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
„Ef þið skoðið þessa launaseðla fyrir laun í janúar 2023 sjáið þið mat samfélagsins á virði starfa leiðbeinenda á leikskólum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Um er að ræða launaseðla hjá tveimur leikskólaleiðbeinendum, annar starfar í Reykjavík en hinn í Kópavogi. Báðir eru í fullri vinnu. Sonja segir launin vera ögn skárri í Reykjavík heldur en í Kópavogi eða öðrum stéttarfélögum. Launaseðlarnir sem Sonja birtir í dag. Eins og sjá má fékk leiðbeinandi í Reykjavík 45 þúsund krónum meira útborgað í janúar.Facebook Leiðbeinandinn í Reykjavík fær 478.380 krónur fyrir skatt á meðan manneskja í sömu stöðu í Kópavogi fær 433.209 krónur. Sonja segir þetta vera sökum þess að Reykjavíkurborg greiðir sérstakar aukagreiðslur vegna þessara starfa. Hin sveitarfélögin geri það ekki og neiti að gera það. „Þau hafa hafnað sjálfsögðum kröfum okkar fólks um sömu laun fyrir sömu störf á leikskólum um landið allt. Gætuð þið lifað af á þessum launum?“ Muni um minna á þessum launum BSRB hefur lagt mikla áherslu á að fólk eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Ástæðan fyrir þessum mismuni launa er sú að aðrir samningar gáfu hækkun frá áramótum en starfsfólk BSRB fékk sömu hækkun ekki fyrr en 1. apríl síðastliðinn. Stéttarfélagið hefur sakað Samband íslenskra sveitarfélaga um að hafa mismunað starfsfólki sínu með tilliti til launa og krafist leiðréttingar vegna þessa. Sambandið hefur þó vísað þeim ásökunum á bug og skorað á BSRB að fara með málið fyrir dómstóla. Sonja bendir á að BSRB sé ekki einungis að krefjast leiðréttingar á þessu heldur einnig að starfsfólk leikskóla fái aukagreiðslur, óháð því hvort það starfi í Reykjavík eða í öðrum sveitarfélögum. „Það munar um minna þegar maður er á þessum launum,“ segir hún í samtali við fréttastofu.„Þessi störf, eins og innan leikskólana, þetta eru með lægstu laununum á vinnumarkaði yfir höfuð. Sem sýnir auðvitað að það er mjög skakkt verðmætamat á þessum störfum.“ Þá segir Sonja samningaviðræðurnar við Samband íslenskra sveitarfélaga ennþá vera í hnút. Enn sé ekki búið að boða til annars fundar með ríkissáttasemjara.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Leikskólar Vinnumarkaður Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda