Epstein sagður hafa hótað Bill Gates Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2023 09:16 Epstein (t.h.) virðist hafa viljað ná sér niðri á Gates (t.v.) vegna þess að sá síðarnefndi tók ekki þátt í góðgerðarsjóði þess fyrrnefnda. Vísir/samsett Jeffrey Epstein, látni auðkýfingurinn og kynferðisbrotamaðurinn, er sagður hafa hótað Bill Gates, stofnanda tæknirisans Microsoft, með upplýsingum um framhjáhald Gates með rússneskum briddsspilara fyrir nokkrum árum. Ljóstrað hefur verið upp um tengsl Epstein við fjölda áhrifamanna að undanförnu. Wall Street Journal, sem hefur dagatöl Epsteins undir höndum, segir að Epstein hafi sent Gates tölvupóst árið 2017 þar sem hann minntist á meint framhjáhald auðjöfursins með Milu Antonovu sem átti sér stað mörgum árum áður á ógnandi hátt. Talskona Gates, sem skildi við eiginkonu sína til meira en aldarfjórðungs árið 2021, segir að Epstein hafi reynt, án árangurs, að notfæra sér fyrra samband til þess að ógna Gates. Antonova vildi ekki tjá sig um Gates. Epstein stytti sér aldur í fangelsi í New York árið 2019 eftir að hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot. Greiddi fyrir forritunarnámið Gates er sagður hafa kynnst Antonovu þegar þau kepptu hvort við annað á briddsmóti árið 2010. Hún var þá á þrítugsaldri en hann á sextugsaldri. Seinna sóttist Antonova eftir aðstoð Gates þegar hún vildi búa til netkennslu í bridds. Náinn ráðgjafi Gates hafi þá komið henni í samband við Epstein. Epstein styrkti ekki verkefni Antonovu en greiddi hins vegar fyrir forritunarnám og húsnæði fyrir hana. Antonova segist ekki vita hvers vegna hann gerði það. Hann hafi sagst vera ríkur og vilja hjálpa fólki þegar hann gæti. Skýringin á því kann að felast í að á sama tíma reyndi Epstein að koma á fót góðgerðarsjóði til þess að lappa upp á mannorð sitt eftir að hann var dæmdur fyrir að falast eftir vændi frá ólögráða stúlku árið 2008. Til þess reyndi hann að fá ýmsa auðkýfinga eins og Gates til þess að leggja sjóðnum til fé. Þegar Epstein sendi Gates tölvupóstinn þar sem hann minntist á samband hans við Antonovu óskaði hann eftir því að Gates endurgreiddi sér fyrir forritunarnám hennar. Noam Chomsky er einn áhrifamesti málvísindamaður allra tíma. Hann er einnig afar skoðanaglaður um stjórnmál.Vísir/EPA Flutti tugi milljóna fyrir Chomsky Bandaríski málvísindamaðurinn og stjórnmálaspekingurinn Noam Chomsky er á meðal þekktra fræðimanna sem blönduðu geði við Epstein jafnvel eftir að hann var skráður kynferðisbrotamaður eftir dóminn árið 2008 samkvæmt dagatölunum. Epstein flutti meðal annars háar fjárhæðir fyrir Chomsky. Chomsky er heiðursprófessor í málvísindum við MIT-háskóla í Massachusetts en skrif hans um stjórnmál hafa verið áhrifamikil innan ýmissa róttæklingakreðsna eins og andkapítalista, friðarsinna og andheimsvaldasinna. Hann sagði WSJ að samband hans við Epstein kæmi engum við en staðfesti engu að síður að hann hefði þekkt auðkýfinginn og hitt hann við og við. Hjá Epstein sat Chomsky með öðrum fyrirmennum, þar á meðal Ehud Barak, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels. Chomsky er harður gagnrýnandi ísraelskra stjórnvalda. Chomsky sagði WSJ að hann hefði tekið þátt í fundunum þrátt fyrir að hann vissi að Epstein væri á skrá yfir kynferðisbrotamenn vegna þess að hann hefði afplánað sína refsingu og væri því með hreinan skjöld samkvæmt bandarískum lögum. Chomsky, sem er 94 ára gamall, segist hafa beðið Epstein um fjármálaráðgjöf eftir að fyrsta eiginkona hans lést. Í kjölfarið hafi Epstein séð um að færa 270.000 dollara, jafnvirði tæpra 38 milljóna íslenskra króna, fyrir aldna fræðimanninn. Hann hafi þó aldrei þegið fé frá Epstein. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Microsoft Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Wall Street Journal, sem hefur dagatöl Epsteins undir höndum, segir að Epstein hafi sent Gates tölvupóst árið 2017 þar sem hann minntist á meint framhjáhald auðjöfursins með Milu Antonovu sem átti sér stað mörgum árum áður á ógnandi hátt. Talskona Gates, sem skildi við eiginkonu sína til meira en aldarfjórðungs árið 2021, segir að Epstein hafi reynt, án árangurs, að notfæra sér fyrra samband til þess að ógna Gates. Antonova vildi ekki tjá sig um Gates. Epstein stytti sér aldur í fangelsi í New York árið 2019 eftir að hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot. Greiddi fyrir forritunarnámið Gates er sagður hafa kynnst Antonovu þegar þau kepptu hvort við annað á briddsmóti árið 2010. Hún var þá á þrítugsaldri en hann á sextugsaldri. Seinna sóttist Antonova eftir aðstoð Gates þegar hún vildi búa til netkennslu í bridds. Náinn ráðgjafi Gates hafi þá komið henni í samband við Epstein. Epstein styrkti ekki verkefni Antonovu en greiddi hins vegar fyrir forritunarnám og húsnæði fyrir hana. Antonova segist ekki vita hvers vegna hann gerði það. Hann hafi sagst vera ríkur og vilja hjálpa fólki þegar hann gæti. Skýringin á því kann að felast í að á sama tíma reyndi Epstein að koma á fót góðgerðarsjóði til þess að lappa upp á mannorð sitt eftir að hann var dæmdur fyrir að falast eftir vændi frá ólögráða stúlku árið 2008. Til þess reyndi hann að fá ýmsa auðkýfinga eins og Gates til þess að leggja sjóðnum til fé. Þegar Epstein sendi Gates tölvupóstinn þar sem hann minntist á samband hans við Antonovu óskaði hann eftir því að Gates endurgreiddi sér fyrir forritunarnám hennar. Noam Chomsky er einn áhrifamesti málvísindamaður allra tíma. Hann er einnig afar skoðanaglaður um stjórnmál.Vísir/EPA Flutti tugi milljóna fyrir Chomsky Bandaríski málvísindamaðurinn og stjórnmálaspekingurinn Noam Chomsky er á meðal þekktra fræðimanna sem blönduðu geði við Epstein jafnvel eftir að hann var skráður kynferðisbrotamaður eftir dóminn árið 2008 samkvæmt dagatölunum. Epstein flutti meðal annars háar fjárhæðir fyrir Chomsky. Chomsky er heiðursprófessor í málvísindum við MIT-háskóla í Massachusetts en skrif hans um stjórnmál hafa verið áhrifamikil innan ýmissa róttæklingakreðsna eins og andkapítalista, friðarsinna og andheimsvaldasinna. Hann sagði WSJ að samband hans við Epstein kæmi engum við en staðfesti engu að síður að hann hefði þekkt auðkýfinginn og hitt hann við og við. Hjá Epstein sat Chomsky með öðrum fyrirmennum, þar á meðal Ehud Barak, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels. Chomsky er harður gagnrýnandi ísraelskra stjórnvalda. Chomsky sagði WSJ að hann hefði tekið þátt í fundunum þrátt fyrir að hann vissi að Epstein væri á skrá yfir kynferðisbrotamenn vegna þess að hann hefði afplánað sína refsingu og væri því með hreinan skjöld samkvæmt bandarískum lögum. Chomsky, sem er 94 ára gamall, segist hafa beðið Epstein um fjármálaráðgjöf eftir að fyrsta eiginkona hans lést. Í kjölfarið hafi Epstein séð um að færa 270.000 dollara, jafnvirði tæpra 38 milljóna íslenskra króna, fyrir aldna fræðimanninn. Hann hafi þó aldrei þegið fé frá Epstein.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Microsoft Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira