Epstein sagður hafa hótað Bill Gates Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2023 09:16 Epstein (t.h.) virðist hafa viljað ná sér niðri á Gates (t.v.) vegna þess að sá síðarnefndi tók ekki þátt í góðgerðarsjóði þess fyrrnefnda. Vísir/samsett Jeffrey Epstein, látni auðkýfingurinn og kynferðisbrotamaðurinn, er sagður hafa hótað Bill Gates, stofnanda tæknirisans Microsoft, með upplýsingum um framhjáhald Gates með rússneskum briddsspilara fyrir nokkrum árum. Ljóstrað hefur verið upp um tengsl Epstein við fjölda áhrifamanna að undanförnu. Wall Street Journal, sem hefur dagatöl Epsteins undir höndum, segir að Epstein hafi sent Gates tölvupóst árið 2017 þar sem hann minntist á meint framhjáhald auðjöfursins með Milu Antonovu sem átti sér stað mörgum árum áður á ógnandi hátt. Talskona Gates, sem skildi við eiginkonu sína til meira en aldarfjórðungs árið 2021, segir að Epstein hafi reynt, án árangurs, að notfæra sér fyrra samband til þess að ógna Gates. Antonova vildi ekki tjá sig um Gates. Epstein stytti sér aldur í fangelsi í New York árið 2019 eftir að hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot. Greiddi fyrir forritunarnámið Gates er sagður hafa kynnst Antonovu þegar þau kepptu hvort við annað á briddsmóti árið 2010. Hún var þá á þrítugsaldri en hann á sextugsaldri. Seinna sóttist Antonova eftir aðstoð Gates þegar hún vildi búa til netkennslu í bridds. Náinn ráðgjafi Gates hafi þá komið henni í samband við Epstein. Epstein styrkti ekki verkefni Antonovu en greiddi hins vegar fyrir forritunarnám og húsnæði fyrir hana. Antonova segist ekki vita hvers vegna hann gerði það. Hann hafi sagst vera ríkur og vilja hjálpa fólki þegar hann gæti. Skýringin á því kann að felast í að á sama tíma reyndi Epstein að koma á fót góðgerðarsjóði til þess að lappa upp á mannorð sitt eftir að hann var dæmdur fyrir að falast eftir vændi frá ólögráða stúlku árið 2008. Til þess reyndi hann að fá ýmsa auðkýfinga eins og Gates til þess að leggja sjóðnum til fé. Þegar Epstein sendi Gates tölvupóstinn þar sem hann minntist á samband hans við Antonovu óskaði hann eftir því að Gates endurgreiddi sér fyrir forritunarnám hennar. Noam Chomsky er einn áhrifamesti málvísindamaður allra tíma. Hann er einnig afar skoðanaglaður um stjórnmál.Vísir/EPA Flutti tugi milljóna fyrir Chomsky Bandaríski málvísindamaðurinn og stjórnmálaspekingurinn Noam Chomsky er á meðal þekktra fræðimanna sem blönduðu geði við Epstein jafnvel eftir að hann var skráður kynferðisbrotamaður eftir dóminn árið 2008 samkvæmt dagatölunum. Epstein flutti meðal annars háar fjárhæðir fyrir Chomsky. Chomsky er heiðursprófessor í málvísindum við MIT-háskóla í Massachusetts en skrif hans um stjórnmál hafa verið áhrifamikil innan ýmissa róttæklingakreðsna eins og andkapítalista, friðarsinna og andheimsvaldasinna. Hann sagði WSJ að samband hans við Epstein kæmi engum við en staðfesti engu að síður að hann hefði þekkt auðkýfinginn og hitt hann við og við. Hjá Epstein sat Chomsky með öðrum fyrirmennum, þar á meðal Ehud Barak, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels. Chomsky er harður gagnrýnandi ísraelskra stjórnvalda. Chomsky sagði WSJ að hann hefði tekið þátt í fundunum þrátt fyrir að hann vissi að Epstein væri á skrá yfir kynferðisbrotamenn vegna þess að hann hefði afplánað sína refsingu og væri því með hreinan skjöld samkvæmt bandarískum lögum. Chomsky, sem er 94 ára gamall, segist hafa beðið Epstein um fjármálaráðgjöf eftir að fyrsta eiginkona hans lést. Í kjölfarið hafi Epstein séð um að færa 270.000 dollara, jafnvirði tæpra 38 milljóna íslenskra króna, fyrir aldna fræðimanninn. Hann hafi þó aldrei þegið fé frá Epstein. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Microsoft Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Wall Street Journal, sem hefur dagatöl Epsteins undir höndum, segir að Epstein hafi sent Gates tölvupóst árið 2017 þar sem hann minntist á meint framhjáhald auðjöfursins með Milu Antonovu sem átti sér stað mörgum árum áður á ógnandi hátt. Talskona Gates, sem skildi við eiginkonu sína til meira en aldarfjórðungs árið 2021, segir að Epstein hafi reynt, án árangurs, að notfæra sér fyrra samband til þess að ógna Gates. Antonova vildi ekki tjá sig um Gates. Epstein stytti sér aldur í fangelsi í New York árið 2019 eftir að hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot. Greiddi fyrir forritunarnámið Gates er sagður hafa kynnst Antonovu þegar þau kepptu hvort við annað á briddsmóti árið 2010. Hún var þá á þrítugsaldri en hann á sextugsaldri. Seinna sóttist Antonova eftir aðstoð Gates þegar hún vildi búa til netkennslu í bridds. Náinn ráðgjafi Gates hafi þá komið henni í samband við Epstein. Epstein styrkti ekki verkefni Antonovu en greiddi hins vegar fyrir forritunarnám og húsnæði fyrir hana. Antonova segist ekki vita hvers vegna hann gerði það. Hann hafi sagst vera ríkur og vilja hjálpa fólki þegar hann gæti. Skýringin á því kann að felast í að á sama tíma reyndi Epstein að koma á fót góðgerðarsjóði til þess að lappa upp á mannorð sitt eftir að hann var dæmdur fyrir að falast eftir vændi frá ólögráða stúlku árið 2008. Til þess reyndi hann að fá ýmsa auðkýfinga eins og Gates til þess að leggja sjóðnum til fé. Þegar Epstein sendi Gates tölvupóstinn þar sem hann minntist á samband hans við Antonovu óskaði hann eftir því að Gates endurgreiddi sér fyrir forritunarnám hennar. Noam Chomsky er einn áhrifamesti málvísindamaður allra tíma. Hann er einnig afar skoðanaglaður um stjórnmál.Vísir/EPA Flutti tugi milljóna fyrir Chomsky Bandaríski málvísindamaðurinn og stjórnmálaspekingurinn Noam Chomsky er á meðal þekktra fræðimanna sem blönduðu geði við Epstein jafnvel eftir að hann var skráður kynferðisbrotamaður eftir dóminn árið 2008 samkvæmt dagatölunum. Epstein flutti meðal annars háar fjárhæðir fyrir Chomsky. Chomsky er heiðursprófessor í málvísindum við MIT-háskóla í Massachusetts en skrif hans um stjórnmál hafa verið áhrifamikil innan ýmissa róttæklingakreðsna eins og andkapítalista, friðarsinna og andheimsvaldasinna. Hann sagði WSJ að samband hans við Epstein kæmi engum við en staðfesti engu að síður að hann hefði þekkt auðkýfinginn og hitt hann við og við. Hjá Epstein sat Chomsky með öðrum fyrirmennum, þar á meðal Ehud Barak, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels. Chomsky er harður gagnrýnandi ísraelskra stjórnvalda. Chomsky sagði WSJ að hann hefði tekið þátt í fundunum þrátt fyrir að hann vissi að Epstein væri á skrá yfir kynferðisbrotamenn vegna þess að hann hefði afplánað sína refsingu og væri því með hreinan skjöld samkvæmt bandarískum lögum. Chomsky, sem er 94 ára gamall, segist hafa beðið Epstein um fjármálaráðgjöf eftir að fyrsta eiginkona hans lést. Í kjölfarið hafi Epstein séð um að færa 270.000 dollara, jafnvirði tæpra 38 milljóna íslenskra króna, fyrir aldna fræðimanninn. Hann hafi þó aldrei þegið fé frá Epstein.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Microsoft Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira