Ferðamönnum brugðið við svartan Trevi-gosbrunninn Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. maí 2023 19:16 Trevi gosbrunnurinn er vinsæll áfangastaður þeirra sem heimsækja Róm. Hann var hannaður af ítalska arkitektinum Nicola Salvi en byggingu hans lauk árið 1762. Mauro Scrobogna/LaPresse via AP Ítalskir loftslagsaðgerðarsinnar helltu svörtu efni í fjölsótta Trevi gosbrunninn í Róm í dag. Lögregla handtók mótmælendur á vettvangi. Loftslagsaðgerðarsinnarnir voru úr hópnum Ultima Generazione, eða síðasta kynslóðin, og héldu uppi skiltum sem á stóð: „Við munum ekki borga fyrir [jarðefnaeldsneyti].“ Þá heyrðust mótmælendurnir kalla: „Landið er að deyja.“ Margir urðu vitni að mótmælunum enda fjölmargir ferðamenn við gosbrunninn eins þeirra er von og vísa. Einkennisklæddir lögreglumenn óðu út í brunninn og drógu mótmælendurna upp úr, sem handteknir voru á vettvangi. Tilefni mótmælanna í dag voru flóð í Emilia-Romagna héraði á Ítalíu þar sem á annan tug hafa látið lífið á síðustu dögum. Hópurinn telur að veðurofsann megi rekja til loftslagsbreytinga. Sjá einnig: Úrhelli síðustu tvo sólarhringa meira en meðalrigning yfir hálft ár Borgarstjóri Rómar var alls ekki sáttur með mótmælin og sagði að nóg væri komið af árásum á verðmætar fornminjar á Ítalíu. Hann sagði á Twitter fyrr í dag að þrjú hundruð þúsund lítra af vatni hafi þurft til að gera gosbrunninn fagurbláan að nýju. Oggi 9 attivisti hanno versato carbone vegetale nella #FontanadiTrevi. Grazie all intervento tempestivo della Polizia locale evitato il peggio. Ora necessario un intervento che impegnerà risorse pubbliche e porterà allo spreco di 300 mila litri di acqua https://t.co/IRowYI6X4z pic.twitter.com/N4YLRb92se— Roberto Gualtieri (@gualtierieurope) May 21, 2023 Ítalía Loftslagsmál Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Loftslagsaðgerðarsinnarnir voru úr hópnum Ultima Generazione, eða síðasta kynslóðin, og héldu uppi skiltum sem á stóð: „Við munum ekki borga fyrir [jarðefnaeldsneyti].“ Þá heyrðust mótmælendurnir kalla: „Landið er að deyja.“ Margir urðu vitni að mótmælunum enda fjölmargir ferðamenn við gosbrunninn eins þeirra er von og vísa. Einkennisklæddir lögreglumenn óðu út í brunninn og drógu mótmælendurna upp úr, sem handteknir voru á vettvangi. Tilefni mótmælanna í dag voru flóð í Emilia-Romagna héraði á Ítalíu þar sem á annan tug hafa látið lífið á síðustu dögum. Hópurinn telur að veðurofsann megi rekja til loftslagsbreytinga. Sjá einnig: Úrhelli síðustu tvo sólarhringa meira en meðalrigning yfir hálft ár Borgarstjóri Rómar var alls ekki sáttur með mótmælin og sagði að nóg væri komið af árásum á verðmætar fornminjar á Ítalíu. Hann sagði á Twitter fyrr í dag að þrjú hundruð þúsund lítra af vatni hafi þurft til að gera gosbrunninn fagurbláan að nýju. Oggi 9 attivisti hanno versato carbone vegetale nella #FontanadiTrevi. Grazie all intervento tempestivo della Polizia locale evitato il peggio. Ora necessario un intervento che impegnerà risorse pubbliche e porterà allo spreco di 300 mila litri di acqua https://t.co/IRowYI6X4z pic.twitter.com/N4YLRb92se— Roberto Gualtieri (@gualtierieurope) May 21, 2023
Ítalía Loftslagsmál Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira