Ferðamönnum brugðið við svartan Trevi-gosbrunninn Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. maí 2023 19:16 Trevi gosbrunnurinn er vinsæll áfangastaður þeirra sem heimsækja Róm. Hann var hannaður af ítalska arkitektinum Nicola Salvi en byggingu hans lauk árið 1762. Mauro Scrobogna/LaPresse via AP Ítalskir loftslagsaðgerðarsinnar helltu svörtu efni í fjölsótta Trevi gosbrunninn í Róm í dag. Lögregla handtók mótmælendur á vettvangi. Loftslagsaðgerðarsinnarnir voru úr hópnum Ultima Generazione, eða síðasta kynslóðin, og héldu uppi skiltum sem á stóð: „Við munum ekki borga fyrir [jarðefnaeldsneyti].“ Þá heyrðust mótmælendurnir kalla: „Landið er að deyja.“ Margir urðu vitni að mótmælunum enda fjölmargir ferðamenn við gosbrunninn eins þeirra er von og vísa. Einkennisklæddir lögreglumenn óðu út í brunninn og drógu mótmælendurna upp úr, sem handteknir voru á vettvangi. Tilefni mótmælanna í dag voru flóð í Emilia-Romagna héraði á Ítalíu þar sem á annan tug hafa látið lífið á síðustu dögum. Hópurinn telur að veðurofsann megi rekja til loftslagsbreytinga. Sjá einnig: Úrhelli síðustu tvo sólarhringa meira en meðalrigning yfir hálft ár Borgarstjóri Rómar var alls ekki sáttur með mótmælin og sagði að nóg væri komið af árásum á verðmætar fornminjar á Ítalíu. Hann sagði á Twitter fyrr í dag að þrjú hundruð þúsund lítra af vatni hafi þurft til að gera gosbrunninn fagurbláan að nýju. Oggi 9 attivisti hanno versato carbone vegetale nella #FontanadiTrevi. Grazie all intervento tempestivo della Polizia locale evitato il peggio. Ora necessario un intervento che impegnerà risorse pubbliche e porterà allo spreco di 300 mila litri di acqua https://t.co/IRowYI6X4z pic.twitter.com/N4YLRb92se— Roberto Gualtieri (@gualtierieurope) May 21, 2023 Ítalía Loftslagsmál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Loftslagsaðgerðarsinnarnir voru úr hópnum Ultima Generazione, eða síðasta kynslóðin, og héldu uppi skiltum sem á stóð: „Við munum ekki borga fyrir [jarðefnaeldsneyti].“ Þá heyrðust mótmælendurnir kalla: „Landið er að deyja.“ Margir urðu vitni að mótmælunum enda fjölmargir ferðamenn við gosbrunninn eins þeirra er von og vísa. Einkennisklæddir lögreglumenn óðu út í brunninn og drógu mótmælendurna upp úr, sem handteknir voru á vettvangi. Tilefni mótmælanna í dag voru flóð í Emilia-Romagna héraði á Ítalíu þar sem á annan tug hafa látið lífið á síðustu dögum. Hópurinn telur að veðurofsann megi rekja til loftslagsbreytinga. Sjá einnig: Úrhelli síðustu tvo sólarhringa meira en meðalrigning yfir hálft ár Borgarstjóri Rómar var alls ekki sáttur með mótmælin og sagði að nóg væri komið af árásum á verðmætar fornminjar á Ítalíu. Hann sagði á Twitter fyrr í dag að þrjú hundruð þúsund lítra af vatni hafi þurft til að gera gosbrunninn fagurbláan að nýju. Oggi 9 attivisti hanno versato carbone vegetale nella #FontanadiTrevi. Grazie all intervento tempestivo della Polizia locale evitato il peggio. Ora necessario un intervento che impegnerà risorse pubbliche e porterà allo spreco di 300 mila litri di acqua https://t.co/IRowYI6X4z pic.twitter.com/N4YLRb92se— Roberto Gualtieri (@gualtierieurope) May 21, 2023
Ítalía Loftslagsmál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira