Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2023 08:49 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur varið síðustu dögum í Japan, á leiðtogafundi G-7 ríkjanna, auðugustu lýðræðisríkja heims. AP/Susan Walsh Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. „Þú verður að skilja að það er ekkert eftir af bænum. Þeir gereyðilögðu hann,“ sagði Selenskí. „Í dag er Bakhmut bara til í hjarta okkar. Það er ekkert eftir.“ Síðan bætti hann við að það eina sem væri eftir í Bakhmut væru margir fallnir Rússar. Sjá einnig: „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ Þá þakkaði Selenskí úkraínskum hermönnum fyrir verk þeirra í Bakhmut og sagði þá hafa staðið sig vel. Úkraínumenn hafa viljað halda Rússum við efnið í Bakhmut á meðan þeir þjálfa og vopna nýjar sveitir í aðdraganda væntanlegar gagnsóknar á næstu vikum. Here is video with the reporter s question. Reporter: Is Bakhmut still in Ukraine s hands? The Russians say they ve taken Bakhmut. Zelensky: I think no His team tells me he was answering about the second part of the question. pic.twitter.com/GxyjfrE0Ei— Christopher Miller (@ChristopherJM) May 21, 2023 Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti í gær yfir sigri í Bakhmut og svo gerði varnarmálaráðuneyti það einnig í kjölfarið. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli. Þó þeir hafi mögulega náð fullum tökum á rústum Bakhmut, hafa Úkraínumenn gert vel heppnaðar gagnárásir gegn Rússum bæði norður og suður af bænum. Árásir þessar hafa þó ekki verið mjög umfangsmiklar en Rússar eru sagðir vera að senda liðsauka á svæðið. Myndefni frá Bakhmut sýnir að bærinn er ekkert nema rústir og allir af þeim um sjötíu þúsund manns sem bjuggu þar fyrir innrás Rússa eru sagðir hafa flúið. Prigozhin tilkynnti einnig í gær að málaliðar hans myndu afhenda rússneska hernum bæinn þann 25. maí. Úkraínumenn segja enn barist í Bakhmut. Það geisi enn bardagar í suðvesturhluta bæjarins. Þá hafa gagnárásir Úkraínumanna í jöðrum bæjarins veikt stöðu Rússa þar. Frekari hernaðaraðstoð Selenskí fundaði í morgun með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, á hliðarlínum G-7 fundarins. Í kjölfar þess fundar opinberuðu Bandaríkjamenn frekari hernaðaraðstoð til Úkraínu. Sú aðstoð felur meðal annars í sér skotfæri fyrir stórskotalið og HIMARS-eldflaugakerfi, bryndreka, vopn til að granda skrið- og bryndrekum, trukka og annað. Í yfirlýsingu vegna hernaðaraðstoðarinnar segir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Rússar gætu bundið enda á stríðið í dag. Þar til þeir geri það muni Bandaríkin og aðrir bakhjarlar Úkraínu standa með Úkraínumönnum, eins lengi og þess þarf. Today I am authorizing critical new security support for Ukraine, in the form of arms and equipment, that will strengthen Ukraine s defenders on the battlefield. We continue to stand united with Ukraine, and will for as long as it takes. https://t.co/piWNG0qOZY— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) May 21, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. 20. maí 2023 20:24 Selenskí kominn til Japans Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, lenti í Japan í morgun þar sem hann mun sækja leiðtogafund G-7 ríkjanna. Þar hefur þegar verið ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. 20. maí 2023 10:29 Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
„Þú verður að skilja að það er ekkert eftir af bænum. Þeir gereyðilögðu hann,“ sagði Selenskí. „Í dag er Bakhmut bara til í hjarta okkar. Það er ekkert eftir.“ Síðan bætti hann við að það eina sem væri eftir í Bakhmut væru margir fallnir Rússar. Sjá einnig: „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ Þá þakkaði Selenskí úkraínskum hermönnum fyrir verk þeirra í Bakhmut og sagði þá hafa staðið sig vel. Úkraínumenn hafa viljað halda Rússum við efnið í Bakhmut á meðan þeir þjálfa og vopna nýjar sveitir í aðdraganda væntanlegar gagnsóknar á næstu vikum. Here is video with the reporter s question. Reporter: Is Bakhmut still in Ukraine s hands? The Russians say they ve taken Bakhmut. Zelensky: I think no His team tells me he was answering about the second part of the question. pic.twitter.com/GxyjfrE0Ei— Christopher Miller (@ChristopherJM) May 21, 2023 Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti í gær yfir sigri í Bakhmut og svo gerði varnarmálaráðuneyti það einnig í kjölfarið. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli. Þó þeir hafi mögulega náð fullum tökum á rústum Bakhmut, hafa Úkraínumenn gert vel heppnaðar gagnárásir gegn Rússum bæði norður og suður af bænum. Árásir þessar hafa þó ekki verið mjög umfangsmiklar en Rússar eru sagðir vera að senda liðsauka á svæðið. Myndefni frá Bakhmut sýnir að bærinn er ekkert nema rústir og allir af þeim um sjötíu þúsund manns sem bjuggu þar fyrir innrás Rússa eru sagðir hafa flúið. Prigozhin tilkynnti einnig í gær að málaliðar hans myndu afhenda rússneska hernum bæinn þann 25. maí. Úkraínumenn segja enn barist í Bakhmut. Það geisi enn bardagar í suðvesturhluta bæjarins. Þá hafa gagnárásir Úkraínumanna í jöðrum bæjarins veikt stöðu Rússa þar. Frekari hernaðaraðstoð Selenskí fundaði í morgun með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, á hliðarlínum G-7 fundarins. Í kjölfar þess fundar opinberuðu Bandaríkjamenn frekari hernaðaraðstoð til Úkraínu. Sú aðstoð felur meðal annars í sér skotfæri fyrir stórskotalið og HIMARS-eldflaugakerfi, bryndreka, vopn til að granda skrið- og bryndrekum, trukka og annað. Í yfirlýsingu vegna hernaðaraðstoðarinnar segir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Rússar gætu bundið enda á stríðið í dag. Þar til þeir geri það muni Bandaríkin og aðrir bakhjarlar Úkraínu standa með Úkraínumönnum, eins lengi og þess þarf. Today I am authorizing critical new security support for Ukraine, in the form of arms and equipment, that will strengthen Ukraine s defenders on the battlefield. We continue to stand united with Ukraine, and will for as long as it takes. https://t.co/piWNG0qOZY— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) May 21, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. 20. maí 2023 20:24 Selenskí kominn til Japans Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, lenti í Japan í morgun þar sem hann mun sækja leiðtogafund G-7 ríkjanna. Þar hefur þegar verið ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. 20. maí 2023 10:29 Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. 20. maí 2023 20:24
Selenskí kominn til Japans Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, lenti í Japan í morgun þar sem hann mun sækja leiðtogafund G-7 ríkjanna. Þar hefur þegar verið ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. 20. maí 2023 10:29
Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00
Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07