Fylgst hafi verið með bílskúrnum og beðið færis Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. maí 2023 15:31 Hjólinu, að gerðinni Cube, var stolið úr bílskúrnum með því að spenna upp glugga. Tjónið segir Búi þó aðallega vera persónulegt. aðsend Íbúi í Norðlingaholti, sem varð fyrir því að hjólum og tölvu var stolið úr bílskúr hans, er viss um að fylgst hafi verið með bílskúrnum í aðdraganda þjófnaðarins. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem hjóli er stolið úr bílskúrnum. Búi Bendsen hefur að undanförnu staðið í framkvæmdum á bílskúr sínum í Norðlingaholti, meðal annars til að bæta lærdómsaðstöðu fyrir soninn og útbúa vinnuaðstöðu sína fyrir fyrirtækjarekstur sinn. „Í þessum framkvæmdum hefur stóra bílskúrshurðin verið opin þegar menn eru að vinna í skúrnum mig grunar að menn hafi verið að fylgjast með því. Í skúrnum eru hjól og krossarar en mesta tjónið eru upplýsingar fyrir fyrirtækjareksturinn sem voru í tölvunni. Það er í raun stærsta tjónið, nú þarf maður bara að byrja upp á nýtt,“ segir Búi í samtali við fréttastofu. Hann hefur kært þjófnaðinn til lögreglu og auglýsir eftir mununum á Facebook og heitið 100 þúsund krónum í fundarlaun fyrir verðmætt keppnishjólið. „Þetta er sem sagt í annað skiptið sem það er brotist inn í bílskúrinn og hjól tekið. Fyrir tveimur árum fannst hjólið aldrei. Þá var farið inn um hurðina hjá okkur en í þetta sinn var bílskúrsglugginn spenntur upp.“ Hann segir að ekki virðist að um neinn innbrotsfaraldur sé að ræða í Norðlingaholtinu en hefur sent öðrum íbúum póst þar sem hann minnir á að læsa öllum hurðum og gluggum. „Þetta er mjög rólegt og yndislegt hverfi og aldrei neitt vesen, en þetta er óþægilegt. Þetta hefur bara verið skipulagt. Menn hafa fylgst með skúrnum og beðið færis,“ segir Búi. „Þetta er aðallega persónulegt tjón, þarna eru meðal annars brúðarmyndir okkar hjóna. Maður skilur bara ekkert hvað vakir fyrir mönnum sem gera svona,“ segir Búi jafnframt. Hann auglýsir eins og áður segir eftir hjólinu og tölvunni, sem er gagnslaus öðrum, á Facebook síðu sinni. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Búi Bendsen hefur að undanförnu staðið í framkvæmdum á bílskúr sínum í Norðlingaholti, meðal annars til að bæta lærdómsaðstöðu fyrir soninn og útbúa vinnuaðstöðu sína fyrir fyrirtækjarekstur sinn. „Í þessum framkvæmdum hefur stóra bílskúrshurðin verið opin þegar menn eru að vinna í skúrnum mig grunar að menn hafi verið að fylgjast með því. Í skúrnum eru hjól og krossarar en mesta tjónið eru upplýsingar fyrir fyrirtækjareksturinn sem voru í tölvunni. Það er í raun stærsta tjónið, nú þarf maður bara að byrja upp á nýtt,“ segir Búi í samtali við fréttastofu. Hann hefur kært þjófnaðinn til lögreglu og auglýsir eftir mununum á Facebook og heitið 100 þúsund krónum í fundarlaun fyrir verðmætt keppnishjólið. „Þetta er sem sagt í annað skiptið sem það er brotist inn í bílskúrinn og hjól tekið. Fyrir tveimur árum fannst hjólið aldrei. Þá var farið inn um hurðina hjá okkur en í þetta sinn var bílskúrsglugginn spenntur upp.“ Hann segir að ekki virðist að um neinn innbrotsfaraldur sé að ræða í Norðlingaholtinu en hefur sent öðrum íbúum póst þar sem hann minnir á að læsa öllum hurðum og gluggum. „Þetta er mjög rólegt og yndislegt hverfi og aldrei neitt vesen, en þetta er óþægilegt. Þetta hefur bara verið skipulagt. Menn hafa fylgst með skúrnum og beðið færis,“ segir Búi. „Þetta er aðallega persónulegt tjón, þarna eru meðal annars brúðarmyndir okkar hjóna. Maður skilur bara ekkert hvað vakir fyrir mönnum sem gera svona,“ segir Búi jafnframt. Hann auglýsir eins og áður segir eftir hjólinu og tölvunni, sem er gagnslaus öðrum, á Facebook síðu sinni.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira