Hættir sem formaður ef Samfylkingin kemst ekki í ríkisstjórn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. maí 2023 10:29 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta sem formaður ef flokkur hennar kemst ekki í ríkisstjórn að loknum næstu kosningum. Hún útilokar ekki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki, en viðurkennir að samstarf með flokknum myndi reynast erfitt. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í viðtali við Kristrúnu í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Frá því að Kristrún tók sæti á Alþingi í september 2021 hefur fylgi Samfylkingarinnar aukist um tæp sextán prósentustig. Hún tók við formennsku í október á síðasta ári. Fylgi flokksins mælist nú 25,7 prósent, tæpum sjö prósentustigum meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hlaut 9,9 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum. „Mitt verkefni, þegar ég tók við flokknum, var að gera hann stjórntækan. Ef mér tekst ekki að gera það þá hef ég brugðist,“ er haft eftir Kristrúnu. Hún er jákvæð gagnvart samstarfi með Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri grænum. „Ég held að við Katrín séum sammála um margt. Hún er í stöðu þar sem hún kemur ákveðnum hlutum ekki í gegn. Ég held að hún væri betur sett með mig í fjármálaráðuneytinu en Bjarna,“ segir Kristrún sem hefur, frá því að hún tók við formennsku, ekki útilokað ríkisstjórnarsamstarf við ákveðna flokka líkt og fyrirrennarar hennar höfðu gert. ESB aftur á dagskrá ef þörf krefur Annað sem virðist hafa fært flokknum aukið fylgi er að setja stuðning við Evrópusambandsaðild Íslands á ís. Varðandi þá ákvörðun segir Kristrún: „Það þýðir ekkert að halda einhverju til streitu sem er kannski ekki vilji fyrir meðal þjóðarinnar. Ef hlutirnir snúast við og það verður knýjandi þörf og vilji hjá landsmönnum til að ganga inn í Evrópusambandið þá mun alls ekki standa á okkur. Við getum ekki keyrt stórt mál eins og þetta í gegn ef það eru einungis tveir stjórnmálaflokkar á þingi sem hafa áhuga á því.“ Kristrún sneri aftur á Alþingi í dag eftir fæðingarorlof. Hún kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar og gagnrýndi forystuleysi ríkisstjórnarinnar í þeim málum sem helst brenna á fólkinu í landinu. Nefndi hún í því samhengi verðbólgu, vexti, verkföll og alvarlegan vanda í húsnæðismálum. Samfylkingin Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Kristrún vill að minnsta kosti Landsbankann eftir sem áður í eigu ríkisins Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að fákeppnismarkað eins og Ísland þurfi að regluvæða: „Ástæðan fyrir því að ég og fleiri höfum talað fyrir því og fleiri að við höldum að minnsta kosti Landsbankanum í opinberri eigu er að við séum þá með einn banka sem er með opinbert viðmið um eðlilega arðsemi, eðlileg kostnaðarhlutföll.“ 3. maí 2023 10:46 Samfylkingin komin í 26 prósent Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um tæp sextán prósentustig frá Alþingiskosningum í september 2021. Fylgi flokksins mælist nú 25,7 prósent, tæpum sjö prósentustigum meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins. 21. apríl 2023 10:32 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í viðtali við Kristrúnu í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Frá því að Kristrún tók sæti á Alþingi í september 2021 hefur fylgi Samfylkingarinnar aukist um tæp sextán prósentustig. Hún tók við formennsku í október á síðasta ári. Fylgi flokksins mælist nú 25,7 prósent, tæpum sjö prósentustigum meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hlaut 9,9 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum. „Mitt verkefni, þegar ég tók við flokknum, var að gera hann stjórntækan. Ef mér tekst ekki að gera það þá hef ég brugðist,“ er haft eftir Kristrúnu. Hún er jákvæð gagnvart samstarfi með Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri grænum. „Ég held að við Katrín séum sammála um margt. Hún er í stöðu þar sem hún kemur ákveðnum hlutum ekki í gegn. Ég held að hún væri betur sett með mig í fjármálaráðuneytinu en Bjarna,“ segir Kristrún sem hefur, frá því að hún tók við formennsku, ekki útilokað ríkisstjórnarsamstarf við ákveðna flokka líkt og fyrirrennarar hennar höfðu gert. ESB aftur á dagskrá ef þörf krefur Annað sem virðist hafa fært flokknum aukið fylgi er að setja stuðning við Evrópusambandsaðild Íslands á ís. Varðandi þá ákvörðun segir Kristrún: „Það þýðir ekkert að halda einhverju til streitu sem er kannski ekki vilji fyrir meðal þjóðarinnar. Ef hlutirnir snúast við og það verður knýjandi þörf og vilji hjá landsmönnum til að ganga inn í Evrópusambandið þá mun alls ekki standa á okkur. Við getum ekki keyrt stórt mál eins og þetta í gegn ef það eru einungis tveir stjórnmálaflokkar á þingi sem hafa áhuga á því.“ Kristrún sneri aftur á Alþingi í dag eftir fæðingarorlof. Hún kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar og gagnrýndi forystuleysi ríkisstjórnarinnar í þeim málum sem helst brenna á fólkinu í landinu. Nefndi hún í því samhengi verðbólgu, vexti, verkföll og alvarlegan vanda í húsnæðismálum.
Samfylkingin Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Kristrún vill að minnsta kosti Landsbankann eftir sem áður í eigu ríkisins Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að fákeppnismarkað eins og Ísland þurfi að regluvæða: „Ástæðan fyrir því að ég og fleiri höfum talað fyrir því og fleiri að við höldum að minnsta kosti Landsbankanum í opinberri eigu er að við séum þá með einn banka sem er með opinbert viðmið um eðlilega arðsemi, eðlileg kostnaðarhlutföll.“ 3. maí 2023 10:46 Samfylkingin komin í 26 prósent Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um tæp sextán prósentustig frá Alþingiskosningum í september 2021. Fylgi flokksins mælist nú 25,7 prósent, tæpum sjö prósentustigum meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins. 21. apríl 2023 10:32 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Kristrún vill að minnsta kosti Landsbankann eftir sem áður í eigu ríkisins Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að fákeppnismarkað eins og Ísland þurfi að regluvæða: „Ástæðan fyrir því að ég og fleiri höfum talað fyrir því og fleiri að við höldum að minnsta kosti Landsbankanum í opinberri eigu er að við séum þá með einn banka sem er með opinbert viðmið um eðlilega arðsemi, eðlileg kostnaðarhlutföll.“ 3. maí 2023 10:46
Samfylkingin komin í 26 prósent Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um tæp sextán prósentustig frá Alþingiskosningum í september 2021. Fylgi flokksins mælist nú 25,7 prósent, tæpum sjö prósentustigum meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins. 21. apríl 2023 10:32
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent