Heita því að hlífa engum eftir að öldruð kona með heilabilun var beitt rafbyssu Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2023 13:37 Clare Nowland er nokkuð þekkt í heimabæ sínum. Áður en hún þjáðist elliglöpum hélt hún upp á áttatíu ára afmæli sitt með því að fara í fallhlífarstökk og var fjallað um það í fjölmiðlum í Ástralíu. AP/ABC Forsvarsmenn lögreglunnar í Nýja Suður-Wales í Ástralíu, heita því að velta öllum steinum og hlífa engum í rannsókn á atviki þar sem lögregluþjónn skaut 95 ára konu með heilabilun með rafbyssu. Rannsóknarmenn í morðadeild lögreglunnar eru með málið til rannsóknar. Atvikið átti sér stað í bænum Cooma þar sem lögregluþjónar voru kallaðir til hjúkrunarheimilis á dögunum. Þar var Clare Nowland með hníf í hendi og var hún sögð óróleg. Tveir lögregluþjónar mættu á vettvang en þá hélt Nowland á steikarhníf. Lögreglustjórinn Peter Cotter segir að Nowland hafi neitað að leggja hnífinn frá sér og hún hafi verið að nálgast lögregluþjónana, hægt, á göngugrind þegar þeir skutu hana með rafbyssu. Nowland féll í gólfið og höfuðkúpubrotnaði og blæðingu inn á heila. Henni er haldið sofandi á sjúkrahúsi en ólíklegt er talið að hún lifi af. Annar lögregluþjónninn hefur starfað hjá lögreglunni í tólf ár. Hvorugur þeirra hefur verið settur í leyfi. Sjá einnig: Mikil reiði eftir að 95 kona í göngugrind var skotin með rafbyssu Ástralska ríkisútvarpið hefur eftir Cotter að óháð rannsókn muni fara fram og farið verði í saumana á málinu. Enginn, og þar með taldir lögregluþjónar, væri hafinn yfir lögin. Inngangurinn að Yallambee Lodge hjúkrunarheimilinu í Cooma.AP/Lukas Coch Réttara að sýna samúð Nicole Lee, forseti samtaka fatlaðra í Ástralíu, segir atvikið vera sláandi. Réttast hefði verið að tala við hana, koma fram við hana af samúð og gefa henni tíma. „Hún er annað hvort merkilega lipur, hröð og ógnandi 95 ára gömul kona, eða þessir lögregluþjónar sýndu mjög mikinn dómgreindarskort,“ hefur ABC eftir Lee. Gagnrýni hefur einnig beinst að starfsmönnum hjúkrunarheimilisins og það að lögreglan hafi yfir höfuð verið kölluð til. Frá yfirvöldum í Nýja Suður-Wales heyrist að atvikið sé ekki í takt við rétt vinnubrögð. Enginn vilji að móðir þeirra eða amma sé skotin með rafbyssu. Ástralía Rafbyssur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Atvikið átti sér stað í bænum Cooma þar sem lögregluþjónar voru kallaðir til hjúkrunarheimilis á dögunum. Þar var Clare Nowland með hníf í hendi og var hún sögð óróleg. Tveir lögregluþjónar mættu á vettvang en þá hélt Nowland á steikarhníf. Lögreglustjórinn Peter Cotter segir að Nowland hafi neitað að leggja hnífinn frá sér og hún hafi verið að nálgast lögregluþjónana, hægt, á göngugrind þegar þeir skutu hana með rafbyssu. Nowland féll í gólfið og höfuðkúpubrotnaði og blæðingu inn á heila. Henni er haldið sofandi á sjúkrahúsi en ólíklegt er talið að hún lifi af. Annar lögregluþjónninn hefur starfað hjá lögreglunni í tólf ár. Hvorugur þeirra hefur verið settur í leyfi. Sjá einnig: Mikil reiði eftir að 95 kona í göngugrind var skotin með rafbyssu Ástralska ríkisútvarpið hefur eftir Cotter að óháð rannsókn muni fara fram og farið verði í saumana á málinu. Enginn, og þar með taldir lögregluþjónar, væri hafinn yfir lögin. Inngangurinn að Yallambee Lodge hjúkrunarheimilinu í Cooma.AP/Lukas Coch Réttara að sýna samúð Nicole Lee, forseti samtaka fatlaðra í Ástralíu, segir atvikið vera sláandi. Réttast hefði verið að tala við hana, koma fram við hana af samúð og gefa henni tíma. „Hún er annað hvort merkilega lipur, hröð og ógnandi 95 ára gömul kona, eða þessir lögregluþjónar sýndu mjög mikinn dómgreindarskort,“ hefur ABC eftir Lee. Gagnrýni hefur einnig beinst að starfsmönnum hjúkrunarheimilisins og það að lögreglan hafi yfir höfuð verið kölluð til. Frá yfirvöldum í Nýja Suður-Wales heyrist að atvikið sé ekki í takt við rétt vinnubrögð. Enginn vilji að móðir þeirra eða amma sé skotin með rafbyssu.
Ástralía Rafbyssur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira