Segir að Óskar Bjarni taki við fráfarandi Íslandsmeisturum Vals Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2023 23:00 Óskar Bjarni hefur komið að þjálfun nærri allra sem kastað hafa handbolta á Hlíðarenda. Vísir/Daníel Þór Það virðist næsta öruggt að Snorri Steinn Guðjónsson verði ekki þjálfari karlaliðs Vals í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Sérfræðingurinn, Arnar Daði Arnarsson, segir næsta öruggt að Óskar Bjarni Óskarsson verði næsti þjálfari liðsins. Allt bendir til þess að Snorri Steinn verði næsti landsliðsþjálfari Íslands þó það gangi fremur illa að setja blek á blað. Fari svo að Handknattleikssamband Íslands telji íslenska landsliðinu betur borgið með annan mann í brúnni þá hefur danska stórliðið GOG einnig áhuga á að ráða Snorra Stein. Það eru því litlar sem engar líkur á að hann verði áfram á Hlíðarenda þó svo að Snorri Steinn hafi ekki gefið neitt út enn. Valsarar virðast ekki ætla að fara út fyrir Hlíðarenda í leit að næsta þjálfara en samkvæmt Arnari Daða, stjórnanda Handkastsins, þá verður Óskar Bjarni Óskarsson næsti þjálfari liðsins. Óskar Bjarni hefur verið aðstoðarmaður Snorra Steins undanfarin ár en hann verður seint sagður nýgræðingur í faginu. Hann var til að mynda aðalþjálfari Vals með Guðlaugi Arnarssyni áður en Snorri Steinn tók við. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Sérfræðingsins verður Herra Valur, Óskar Bjarni Óskarsson næsti þjálfari Vals. Óskar Bjarni hefur verið aðstoðarmaður Snorra Steins undanfarin ár.Þetta og meira til í næsta Handkastinu:https://t.co/Cxcl0GtgCn #Handkastið pic.twitter.com/agjjDh9eHd— Arnar Daði (@arnardadi) May 17, 2023 Ásamt því að hafa þjálfað nærri alla árganga sem hafa komið upp á Hlíðarenda þá er Óskar Bjarni faðir þeirra Benedikts Gunnars og Arnórs Snæs en báðir hafa leikið stórt hlutverk í liði Vals undanfarin misseri. Á ferli sínum hefur Óskar Bjarni einnig verið aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins sem og hann aðstoðaði Dag Sigurðsson með japanska landsliðið á sínum tíma. Valur er enn ríkjandi Íslandsmeistari en féll úr leik gegn Haukum í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í ár. Haukar eru komnir í úrslit þar sem þeir mæta ÍBV. Handbolti Valur Olís-deild karla Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Sjá meira
Allt bendir til þess að Snorri Steinn verði næsti landsliðsþjálfari Íslands þó það gangi fremur illa að setja blek á blað. Fari svo að Handknattleikssamband Íslands telji íslenska landsliðinu betur borgið með annan mann í brúnni þá hefur danska stórliðið GOG einnig áhuga á að ráða Snorra Stein. Það eru því litlar sem engar líkur á að hann verði áfram á Hlíðarenda þó svo að Snorri Steinn hafi ekki gefið neitt út enn. Valsarar virðast ekki ætla að fara út fyrir Hlíðarenda í leit að næsta þjálfara en samkvæmt Arnari Daða, stjórnanda Handkastsins, þá verður Óskar Bjarni Óskarsson næsti þjálfari liðsins. Óskar Bjarni hefur verið aðstoðarmaður Snorra Steins undanfarin ár en hann verður seint sagður nýgræðingur í faginu. Hann var til að mynda aðalþjálfari Vals með Guðlaugi Arnarssyni áður en Snorri Steinn tók við. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Sérfræðingsins verður Herra Valur, Óskar Bjarni Óskarsson næsti þjálfari Vals. Óskar Bjarni hefur verið aðstoðarmaður Snorra Steins undanfarin ár.Þetta og meira til í næsta Handkastinu:https://t.co/Cxcl0GtgCn #Handkastið pic.twitter.com/agjjDh9eHd— Arnar Daði (@arnardadi) May 17, 2023 Ásamt því að hafa þjálfað nærri alla árganga sem hafa komið upp á Hlíðarenda þá er Óskar Bjarni faðir þeirra Benedikts Gunnars og Arnórs Snæs en báðir hafa leikið stórt hlutverk í liði Vals undanfarin misseri. Á ferli sínum hefur Óskar Bjarni einnig verið aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins sem og hann aðstoðaði Dag Sigurðsson með japanska landsliðið á sínum tíma. Valur er enn ríkjandi Íslandsmeistari en féll úr leik gegn Haukum í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í ár. Haukar eru komnir í úrslit þar sem þeir mæta ÍBV.
Handbolti Valur Olís-deild karla Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Sjá meira