Allan gekk í raðir KA sumarið 2018, en það er Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, sem greinir frá mögulegum vistaskiptum leikmannsins. Þá herma heimildir Vísis að samningur Allans við Val sé nú þegar frágenginn.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Sérfræðingsins er færeyski landsliðsmaðurinn Allan Nordberg að ganga til liðs við Val. Allan gaf það út fyrir skemmstu að hann myndi yfirgefa KA. Allan var með heil 1,6 mörk að meðaltali í vetur með 40% skotnýtingu. Einar. #Handkastið pic.twitter.com/fXzmT8bhBA
— Arnar Daði (@arnardadi) May 15, 2023
Arnar segir frá því að Allan hafi greint frá því fyrir skemmstu að hann muni yfirgefa KA í sumar og nú virðist hann á leið til deildarmeistara Vals.
Allan var mikilvægur leikmaður í liði KA fyrst um sinn og raðaði inn mörkum fyrir liðið, en þessi 29 ára hægri hornamaður hefur haft hægar um sig í markaskorun undanfarið tímabil.