„Hún er jafnmikilvæg fyrir þær svo þetta er engin afsökun“ Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2023 13:01 Thea Imani Sturludóttir og Birna Berg Haraldsdóttir missa báðar af leiknum í kvöld og sennilega af þeim leikjum sem eftir eru í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Samsett/DIEGO Búast má við því að Eyjakonur mæti „dýrvitlausar“ á Hlíðarenda í kvöld, í leik tvö í einvíginu við Val um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, að sögn Sigurðar Bragasonar þjálfara ÍBV. Bæði lið sakna frábærrar, örvhentrar skyttu í einvíginu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18 og er sýndur í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport, þar sem upphitun hefst klukkan 17:30. Ljóst var fyrir einvígið að ÍBV yrði væntanlega án Birnu Berg Haraldsdóttur en hún handarbrotnaði í fimm leikja einvíginu við Hauka, í leik númer tvö. En það áfall „núllast“ á vissan hátt út því Valur er sömuleiðis án Theu Imani Sturludóttur. „Hún er frá og verður frá í kvöld og næstu leiki. Staðan er bara ekki góð. Hún meiddist illa á ökkla og er bara ekki leikfær,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Einhverjir hafa gert sér vonir um að Birna geti spilað í einvíginu, þar sem hún er brotin á hægri hönd en skýtur með vinstri, en Sigurður segir það ekki raunhæft. Mögulega annað mál ef hún væri í fótbolta „Birna er handarbrotin. Ef hún væri í knattspyrnu þá hefði verið hægt að tjasla henni saman og leyfa henni að spila fótboltaleik, en að vera að nota höndina í vörn og sókn í handboltaleik er bara ekki hægt. Okkur langar það en það er bara ekki möguleiki. Við getum ekkert verið að pæla of mikið í því. Svo kom á daginn að Thea er ekki með þeim og hún er jafnmikilvæg fyrir þær, svo þetta er engin afsökun,“ segir Sigurður. Sigurður Bragason er búinn að gera ÍBV að deildarmeistara og bikarmeistara á leiktíðinni, og ætlar sér Íslandsmeistaratitilinn einnig.vísir/Diego Valskonur unnu nokkuð öruggan sigur í Eyjum í fyrsta leik einvígisins á föstudaginn, 30-23, eftir að hafa verið 14-9 yfir í hálfleik. ÍBV búið að vera mest sannfærandi í allan vetur „Við spiluðum vel síðast og vonandi verður bara áframhald á því. En ég býst við erfiðum leik í kvöld. Ég held að Eyjaliðið komi af miklum krafti, og það sama verður uppi á teningnum hjá okkur. Þetta verður hörkuleikur,“ segir Ágúst. „ÍBV-liðið er búið að vera mest sannfærandi í allan vetur og var auðvitað bara að koma úr fimm leikja seríu. Við eigum von á þeim af fullum krafti í kvöld en að sama skapi þurfum við að gera slíkt hið sama og vera tilbúin í verkefnið. Þetta verður líklega járn í járn eins og flestir leikirnir hafa verið, og vonandi náum við að landa sigri,“ segir Ágúst. Ágúst Jóhannsson er í góðri stöðu með lið sitt Val, 1-0 yfir og með heimaleik fyrir höndum í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.VÍSIR/DIEGO Sá hluti í sókninni sem þarf að laga Sigurður segir Eyjafólk ekki dvelja lengi við tapið í fyrsta leik: „Það er bara upp, upp og áfram. Ekkert annað í boði. Þetta var bara tap í fyrsta leik, á móti góðu liði. Ef þú ferð að væla á svona tíma þá ertu bara búinn að tapa þessu öllu saman. Það er ekkert í boði. Það er bara leikur tvö í kvöld og við vinnum þá. Sóknarlega voru ákveðnir hlutir sem ég sá að við þyrftum að laga. Þegar svona stutt er á milli leikja þá hafa lið ekki mikinn tíma til að „drilla“ eitthvað en það voru nokkrir hlutir sem að ég vona að ég geti gert betur með stelpunum. Við verðum vonandi alveg dýrvitlausar og ég á ekki von á öðru,“ segir Sigurður. Leikur Vals og ÍBV hefst klukkan 18 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18 og er sýndur í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport, þar sem upphitun hefst klukkan 17:30. Ljóst var fyrir einvígið að ÍBV yrði væntanlega án Birnu Berg Haraldsdóttur en hún handarbrotnaði í fimm leikja einvíginu við Hauka, í leik númer tvö. En það áfall „núllast“ á vissan hátt út því Valur er sömuleiðis án Theu Imani Sturludóttur. „Hún er frá og verður frá í kvöld og næstu leiki. Staðan er bara ekki góð. Hún meiddist illa á ökkla og er bara ekki leikfær,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Einhverjir hafa gert sér vonir um að Birna geti spilað í einvíginu, þar sem hún er brotin á hægri hönd en skýtur með vinstri, en Sigurður segir það ekki raunhæft. Mögulega annað mál ef hún væri í fótbolta „Birna er handarbrotin. Ef hún væri í knattspyrnu þá hefði verið hægt að tjasla henni saman og leyfa henni að spila fótboltaleik, en að vera að nota höndina í vörn og sókn í handboltaleik er bara ekki hægt. Okkur langar það en það er bara ekki möguleiki. Við getum ekkert verið að pæla of mikið í því. Svo kom á daginn að Thea er ekki með þeim og hún er jafnmikilvæg fyrir þær, svo þetta er engin afsökun,“ segir Sigurður. Sigurður Bragason er búinn að gera ÍBV að deildarmeistara og bikarmeistara á leiktíðinni, og ætlar sér Íslandsmeistaratitilinn einnig.vísir/Diego Valskonur unnu nokkuð öruggan sigur í Eyjum í fyrsta leik einvígisins á föstudaginn, 30-23, eftir að hafa verið 14-9 yfir í hálfleik. ÍBV búið að vera mest sannfærandi í allan vetur „Við spiluðum vel síðast og vonandi verður bara áframhald á því. En ég býst við erfiðum leik í kvöld. Ég held að Eyjaliðið komi af miklum krafti, og það sama verður uppi á teningnum hjá okkur. Þetta verður hörkuleikur,“ segir Ágúst. „ÍBV-liðið er búið að vera mest sannfærandi í allan vetur og var auðvitað bara að koma úr fimm leikja seríu. Við eigum von á þeim af fullum krafti í kvöld en að sama skapi þurfum við að gera slíkt hið sama og vera tilbúin í verkefnið. Þetta verður líklega járn í járn eins og flestir leikirnir hafa verið, og vonandi náum við að landa sigri,“ segir Ágúst. Ágúst Jóhannsson er í góðri stöðu með lið sitt Val, 1-0 yfir og með heimaleik fyrir höndum í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.VÍSIR/DIEGO Sá hluti í sókninni sem þarf að laga Sigurður segir Eyjafólk ekki dvelja lengi við tapið í fyrsta leik: „Það er bara upp, upp og áfram. Ekkert annað í boði. Þetta var bara tap í fyrsta leik, á móti góðu liði. Ef þú ferð að væla á svona tíma þá ertu bara búinn að tapa þessu öllu saman. Það er ekkert í boði. Það er bara leikur tvö í kvöld og við vinnum þá. Sóknarlega voru ákveðnir hlutir sem ég sá að við þyrftum að laga. Þegar svona stutt er á milli leikja þá hafa lið ekki mikinn tíma til að „drilla“ eitthvað en það voru nokkrir hlutir sem að ég vona að ég geti gert betur með stelpunum. Við verðum vonandi alveg dýrvitlausar og ég á ekki von á öðru,“ segir Sigurður. Leikur Vals og ÍBV hefst klukkan 18 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira