„Hún er jafnmikilvæg fyrir þær svo þetta er engin afsökun“ Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2023 13:01 Thea Imani Sturludóttir og Birna Berg Haraldsdóttir missa báðar af leiknum í kvöld og sennilega af þeim leikjum sem eftir eru í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Samsett/DIEGO Búast má við því að Eyjakonur mæti „dýrvitlausar“ á Hlíðarenda í kvöld, í leik tvö í einvíginu við Val um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, að sögn Sigurðar Bragasonar þjálfara ÍBV. Bæði lið sakna frábærrar, örvhentrar skyttu í einvíginu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18 og er sýndur í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport, þar sem upphitun hefst klukkan 17:30. Ljóst var fyrir einvígið að ÍBV yrði væntanlega án Birnu Berg Haraldsdóttur en hún handarbrotnaði í fimm leikja einvíginu við Hauka, í leik númer tvö. En það áfall „núllast“ á vissan hátt út því Valur er sömuleiðis án Theu Imani Sturludóttur. „Hún er frá og verður frá í kvöld og næstu leiki. Staðan er bara ekki góð. Hún meiddist illa á ökkla og er bara ekki leikfær,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Einhverjir hafa gert sér vonir um að Birna geti spilað í einvíginu, þar sem hún er brotin á hægri hönd en skýtur með vinstri, en Sigurður segir það ekki raunhæft. Mögulega annað mál ef hún væri í fótbolta „Birna er handarbrotin. Ef hún væri í knattspyrnu þá hefði verið hægt að tjasla henni saman og leyfa henni að spila fótboltaleik, en að vera að nota höndina í vörn og sókn í handboltaleik er bara ekki hægt. Okkur langar það en það er bara ekki möguleiki. Við getum ekkert verið að pæla of mikið í því. Svo kom á daginn að Thea er ekki með þeim og hún er jafnmikilvæg fyrir þær, svo þetta er engin afsökun,“ segir Sigurður. Sigurður Bragason er búinn að gera ÍBV að deildarmeistara og bikarmeistara á leiktíðinni, og ætlar sér Íslandsmeistaratitilinn einnig.vísir/Diego Valskonur unnu nokkuð öruggan sigur í Eyjum í fyrsta leik einvígisins á föstudaginn, 30-23, eftir að hafa verið 14-9 yfir í hálfleik. ÍBV búið að vera mest sannfærandi í allan vetur „Við spiluðum vel síðast og vonandi verður bara áframhald á því. En ég býst við erfiðum leik í kvöld. Ég held að Eyjaliðið komi af miklum krafti, og það sama verður uppi á teningnum hjá okkur. Þetta verður hörkuleikur,“ segir Ágúst. „ÍBV-liðið er búið að vera mest sannfærandi í allan vetur og var auðvitað bara að koma úr fimm leikja seríu. Við eigum von á þeim af fullum krafti í kvöld en að sama skapi þurfum við að gera slíkt hið sama og vera tilbúin í verkefnið. Þetta verður líklega járn í járn eins og flestir leikirnir hafa verið, og vonandi náum við að landa sigri,“ segir Ágúst. Ágúst Jóhannsson er í góðri stöðu með lið sitt Val, 1-0 yfir og með heimaleik fyrir höndum í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.VÍSIR/DIEGO Sá hluti í sókninni sem þarf að laga Sigurður segir Eyjafólk ekki dvelja lengi við tapið í fyrsta leik: „Það er bara upp, upp og áfram. Ekkert annað í boði. Þetta var bara tap í fyrsta leik, á móti góðu liði. Ef þú ferð að væla á svona tíma þá ertu bara búinn að tapa þessu öllu saman. Það er ekkert í boði. Það er bara leikur tvö í kvöld og við vinnum þá. Sóknarlega voru ákveðnir hlutir sem ég sá að við þyrftum að laga. Þegar svona stutt er á milli leikja þá hafa lið ekki mikinn tíma til að „drilla“ eitthvað en það voru nokkrir hlutir sem að ég vona að ég geti gert betur með stelpunum. Við verðum vonandi alveg dýrvitlausar og ég á ekki von á öðru,“ segir Sigurður. Leikur Vals og ÍBV hefst klukkan 18 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Fleiri fréttir „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Sjá meira
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18 og er sýndur í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport, þar sem upphitun hefst klukkan 17:30. Ljóst var fyrir einvígið að ÍBV yrði væntanlega án Birnu Berg Haraldsdóttur en hún handarbrotnaði í fimm leikja einvíginu við Hauka, í leik númer tvö. En það áfall „núllast“ á vissan hátt út því Valur er sömuleiðis án Theu Imani Sturludóttur. „Hún er frá og verður frá í kvöld og næstu leiki. Staðan er bara ekki góð. Hún meiddist illa á ökkla og er bara ekki leikfær,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Einhverjir hafa gert sér vonir um að Birna geti spilað í einvíginu, þar sem hún er brotin á hægri hönd en skýtur með vinstri, en Sigurður segir það ekki raunhæft. Mögulega annað mál ef hún væri í fótbolta „Birna er handarbrotin. Ef hún væri í knattspyrnu þá hefði verið hægt að tjasla henni saman og leyfa henni að spila fótboltaleik, en að vera að nota höndina í vörn og sókn í handboltaleik er bara ekki hægt. Okkur langar það en það er bara ekki möguleiki. Við getum ekkert verið að pæla of mikið í því. Svo kom á daginn að Thea er ekki með þeim og hún er jafnmikilvæg fyrir þær, svo þetta er engin afsökun,“ segir Sigurður. Sigurður Bragason er búinn að gera ÍBV að deildarmeistara og bikarmeistara á leiktíðinni, og ætlar sér Íslandsmeistaratitilinn einnig.vísir/Diego Valskonur unnu nokkuð öruggan sigur í Eyjum í fyrsta leik einvígisins á föstudaginn, 30-23, eftir að hafa verið 14-9 yfir í hálfleik. ÍBV búið að vera mest sannfærandi í allan vetur „Við spiluðum vel síðast og vonandi verður bara áframhald á því. En ég býst við erfiðum leik í kvöld. Ég held að Eyjaliðið komi af miklum krafti, og það sama verður uppi á teningnum hjá okkur. Þetta verður hörkuleikur,“ segir Ágúst. „ÍBV-liðið er búið að vera mest sannfærandi í allan vetur og var auðvitað bara að koma úr fimm leikja seríu. Við eigum von á þeim af fullum krafti í kvöld en að sama skapi þurfum við að gera slíkt hið sama og vera tilbúin í verkefnið. Þetta verður líklega járn í járn eins og flestir leikirnir hafa verið, og vonandi náum við að landa sigri,“ segir Ágúst. Ágúst Jóhannsson er í góðri stöðu með lið sitt Val, 1-0 yfir og með heimaleik fyrir höndum í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.VÍSIR/DIEGO Sá hluti í sókninni sem þarf að laga Sigurður segir Eyjafólk ekki dvelja lengi við tapið í fyrsta leik: „Það er bara upp, upp og áfram. Ekkert annað í boði. Þetta var bara tap í fyrsta leik, á móti góðu liði. Ef þú ferð að væla á svona tíma þá ertu bara búinn að tapa þessu öllu saman. Það er ekkert í boði. Það er bara leikur tvö í kvöld og við vinnum þá. Sóknarlega voru ákveðnir hlutir sem ég sá að við þyrftum að laga. Þegar svona stutt er á milli leikja þá hafa lið ekki mikinn tíma til að „drilla“ eitthvað en það voru nokkrir hlutir sem að ég vona að ég geti gert betur með stelpunum. Við verðum vonandi alveg dýrvitlausar og ég á ekki von á öðru,“ segir Sigurður. Leikur Vals og ÍBV hefst klukkan 18 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Fleiri fréttir „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Sjá meira