Rökin með hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar 16. maí 2023 10:01 Þegar umræða um hvalveiðar ber á góma þá eru rökin með því að halda skuli áfram veiðum helst þessi: Þetta er menningararfur Íslendinga Það er efnahagslega mikilvægt fyrir Ísland Hvalir borða fiskinn okkar Hvalir þjást, en það gera líka önnur dýr sem við drepum Ég ætla að rekja þessi rök hér: Þetta er menningararfur Íslendinga „Hvalveiðar hafa sannarlega verið stundaðar í sjónum í kringum landið öldum saman,en fyrst og fremst af útlendingum. Íslendingar eru hins vegar frumkvöðlar í hvalveiðibanni. Þetta skrifar Margrét Tryggvadóttir í Kjarnanum í fyrra og bætir við að það voru útlendingar sem veiddu hvali við Íslandsstrendur öldum saman. Baskar, Hollendingar, Frakkar, Bandaríkjamenn, Þjóðverjar, Danir og Norðmenn veiddu hvali á Íslandsmiðum og þróuðu aðferðir til að drepa sem flest dýr með sem árangursríkustum hætti. Þegar leið á 19. öldina voru settar upp hvalveiðistöðvar á nokkrum stöðum á Íslandi. Sóðaskapurinn var mikill og rotnandi hvalaskrokkum hent í fjörur landsins eftir að búið var að hirða allt nýtilegt af þeim. Tækninýjungar, svo sem hraðskreiðari skip og veiðarfæri, ollu ofveiði og þrengdu mjög að hvalastofnunum. Íslendingar eru hins vegar frumkvöðlar í hvalveiðibanni. Á meðan útlendingar sópuðu hér upp hvölum reyndum við af veikum mætti að hafa stjórn á starfseminni. Strax árið 1886 voru hvalveiðar bannaðar á sumrin innan 3 mílna lögsögunnar en það hafði lítil áhrif enda hægt að veiða utan við mílurnar þrjár og draga aflann í næstu hvalveiðistöð. Íslenskir sjómenn voru almennt á móti hvalveiðum enda trufluðu þær aðrar veiðar. Alþingi bannaði hvalveiðar í 10 ár frá árinum 1915 og það bann var framlengt til 1928. Það er svo ekki fyrr en 1948 sem fyrirtækið Hvalur hf. byggir hvalveiðistöð Í Hvalfirði. Veiðar jukust jafnt og þétt og náðu sennilega hámarki á 8. áratugnum. Þá var megnið af kjötinu selt til Bretlands og notað í mjöl til dýraeldis. Þær veiðar stóðu þar til Alþjóðahvalveiðiráðið bannaði hvalveiðar í atvinnuskyni 1986. (Margrét Tryggvadóttir, Kjarninn júlí 2022) Það er efnahagslega mikilvægt fyrir Ísland að veiða hval Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. Þetta kemur fram í samantekt endurskoðunarfyrirtækisins Gæðaendurskoðun á síðustu tíu ársreikningum útgerðarinnar, sem ætti raunar frekar að kalla fjárfestingafélag miðað við tekjulindir þess. (Frétt á Vísi 14. Maí 2023) Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir hvalveiðar Íslendinga hafa neikvæð áhrif á ímynd Íslands og að það sé nóg að einungis 7-8 þúsund ferðamenn hætta við að koma hingað vegna hvalveiða okkar til að þeir 2 milljarðar sem áætlað er að komi inn í þjóðarbúið á góðu hvalveiðiári tapist. Ferðaþjónustan segir að það hafi raunveruleg áhrif þegar erlendir fjölmiðlar fjalla um veiðarnar. ( í Vikulokunum á Rás 1, 13 maí 2023) Hvalaskoðunarfyrirtæki skila meiru í þjóðarbúið en hvalveiðar. Rannveig Grétarsdóttir talsmaður hvalaskoðunarfyrirtækja segir: „ Í gegnum tíðina hafa hvalaskoðunarfyrirtæki og Samtök ferðaþjónustunnar mótmælt hvalveiðum vegna áhrifa þeirra á greinina. Rannveig telur óvíst hvaða áhrif þessar veiðar munu hafa. „Hrefnuveiðarnar hafa auðvitað bein áhrif á ferðirnar okkar því það er verið að skjóta hrefnurnar út í flóa en við langreyðaveiðarnar valda okkur meiri áhyggjum í alþjóðasamfélaginu. Ég held að þetta hafi áhrif á Ísland yfir höfuð, á alþjóðavettvangi.“ Hvalir borða fiskinn okkar Það er ótrúlegt hvað þessi mýta er lífseig, en hún á ekki við rök að styðjast! Hvalir gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn loftslagsvánni sem er ein af helstu ógnum við okkar samfélag. Með lífsferli sínu bindur eitt stórhveli um 33 tonn af kolefni eða á við 1,500 tré. Sömuleiðis gegna þeir lykilhlutverki í fæðukeðju hafsins. Með því að kafa á sjávarbotn og ferðast um höfin framleiða hvalir næringarrík úrgangský sem styrkja svif og önnur smádýr, fjölgun hvala styrkir fiskistofna, stóra sem smáa, og á endanum hvalina sjálfa. Þegar hvalir enda lífdaga sína í hafinu sjálfu og sökkva til botns binda þeir mikið magn kolefnis til langs tíma. Hvalir gefa meira en þeir taka. Þeir stuðla að heilbrigðu lífríki sjávar og hafa lifað í jafnvægi við umhverfi sitt í tugi milljóna ára. (Náttúruverndarsamtökin maí 23) Hvalir þjást, en það gera líka önnur dýr sem við drepum Í nýútkominni skýrslu MAST „Eftirlitsskýrsla- Velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022” kemur fram að veiðiaðferðir Hvals hf. leiði til hryllilegra og langdreginna dauðastríða hvala; aðferðirnar stríða gegn lögum um velferð dýra svo ekki verði um villst. Samkvæmt skýrslunni standast veiðiaðferðir Hvals hf. engan veginn kröfur laga um dýravelferðarlög.. Frávikin eru svo stór að frekar er um að ræða reglu en undantekningu. Af þeim 148 hvölum sem voru veiddir í fyrra, voru 36 langreyðar (24%) skotnar oftar en einu sinni með sprengiskutli. Þar af voru fimm hvalir skotnir þrisvar og fjórir hvalir skotnir fjórum sinnum. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klukkustundir án árangurs. Dauðastríð hvala varði í allt að tvær klukkustundir. Þrír hvalir voru skotnir en náðust ekki og hafa því háð langt og kvalafullt dauðastríð. Hryllileg meðferð á dýrum með þessum hætti er óásættanleg og við myndum ekki leyfa sláturhúsum að murka lífið úr kúm, kindum eða svínum klukkutímum saman. (sjá fréttir á öllum miðlum sem staðfesta þetta og sýna myndbönd) Ég vona að þau sem þetta lásu og hafa haldið að þau gömlu rök sem ég taldi upp í byrjun hafi átt við rök að styðjast séu betur upplýst núna. Í dag kl 16:00 ætlum við að mótmæla hvalveiðum og hvetjum ykkur til að gera það með okkur. Hittumst neðst á Skólavörðustíg og göngum fylktu liði að Arnarhóli. Sjá viðburð hér: https://fb.me/e/2JbidBHPt Á mótmælunum munu tala þær: Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur og lektor í HÍ Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor í Sjálfbærnivísindum við HÍ Jojo Mehta lögmaður og formaður Stop Ecocide (Stöðvum vistmorð) Emma Kessler barn og hvalavinur Vona að öll séu einnig búin að skrifa undir hér: www.stoppumhvalveidar.is Valgerður Árnadóttir, fh. skipuleggjanda Náttúruverndarsamtök Íslands Samtök grænkera á Íslandi Samtök um dýravelferð á Íslandi Ungir umhverfissinnar Félag lækna gegn umhverfisvá Landvernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Hvalveiðar Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar umræða um hvalveiðar ber á góma þá eru rökin með því að halda skuli áfram veiðum helst þessi: Þetta er menningararfur Íslendinga Það er efnahagslega mikilvægt fyrir Ísland Hvalir borða fiskinn okkar Hvalir þjást, en það gera líka önnur dýr sem við drepum Ég ætla að rekja þessi rök hér: Þetta er menningararfur Íslendinga „Hvalveiðar hafa sannarlega verið stundaðar í sjónum í kringum landið öldum saman,en fyrst og fremst af útlendingum. Íslendingar eru hins vegar frumkvöðlar í hvalveiðibanni. Þetta skrifar Margrét Tryggvadóttir í Kjarnanum í fyrra og bætir við að það voru útlendingar sem veiddu hvali við Íslandsstrendur öldum saman. Baskar, Hollendingar, Frakkar, Bandaríkjamenn, Þjóðverjar, Danir og Norðmenn veiddu hvali á Íslandsmiðum og þróuðu aðferðir til að drepa sem flest dýr með sem árangursríkustum hætti. Þegar leið á 19. öldina voru settar upp hvalveiðistöðvar á nokkrum stöðum á Íslandi. Sóðaskapurinn var mikill og rotnandi hvalaskrokkum hent í fjörur landsins eftir að búið var að hirða allt nýtilegt af þeim. Tækninýjungar, svo sem hraðskreiðari skip og veiðarfæri, ollu ofveiði og þrengdu mjög að hvalastofnunum. Íslendingar eru hins vegar frumkvöðlar í hvalveiðibanni. Á meðan útlendingar sópuðu hér upp hvölum reyndum við af veikum mætti að hafa stjórn á starfseminni. Strax árið 1886 voru hvalveiðar bannaðar á sumrin innan 3 mílna lögsögunnar en það hafði lítil áhrif enda hægt að veiða utan við mílurnar þrjár og draga aflann í næstu hvalveiðistöð. Íslenskir sjómenn voru almennt á móti hvalveiðum enda trufluðu þær aðrar veiðar. Alþingi bannaði hvalveiðar í 10 ár frá árinum 1915 og það bann var framlengt til 1928. Það er svo ekki fyrr en 1948 sem fyrirtækið Hvalur hf. byggir hvalveiðistöð Í Hvalfirði. Veiðar jukust jafnt og þétt og náðu sennilega hámarki á 8. áratugnum. Þá var megnið af kjötinu selt til Bretlands og notað í mjöl til dýraeldis. Þær veiðar stóðu þar til Alþjóðahvalveiðiráðið bannaði hvalveiðar í atvinnuskyni 1986. (Margrét Tryggvadóttir, Kjarninn júlí 2022) Það er efnahagslega mikilvægt fyrir Ísland að veiða hval Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. Þetta kemur fram í samantekt endurskoðunarfyrirtækisins Gæðaendurskoðun á síðustu tíu ársreikningum útgerðarinnar, sem ætti raunar frekar að kalla fjárfestingafélag miðað við tekjulindir þess. (Frétt á Vísi 14. Maí 2023) Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir hvalveiðar Íslendinga hafa neikvæð áhrif á ímynd Íslands og að það sé nóg að einungis 7-8 þúsund ferðamenn hætta við að koma hingað vegna hvalveiða okkar til að þeir 2 milljarðar sem áætlað er að komi inn í þjóðarbúið á góðu hvalveiðiári tapist. Ferðaþjónustan segir að það hafi raunveruleg áhrif þegar erlendir fjölmiðlar fjalla um veiðarnar. ( í Vikulokunum á Rás 1, 13 maí 2023) Hvalaskoðunarfyrirtæki skila meiru í þjóðarbúið en hvalveiðar. Rannveig Grétarsdóttir talsmaður hvalaskoðunarfyrirtækja segir: „ Í gegnum tíðina hafa hvalaskoðunarfyrirtæki og Samtök ferðaþjónustunnar mótmælt hvalveiðum vegna áhrifa þeirra á greinina. Rannveig telur óvíst hvaða áhrif þessar veiðar munu hafa. „Hrefnuveiðarnar hafa auðvitað bein áhrif á ferðirnar okkar því það er verið að skjóta hrefnurnar út í flóa en við langreyðaveiðarnar valda okkur meiri áhyggjum í alþjóðasamfélaginu. Ég held að þetta hafi áhrif á Ísland yfir höfuð, á alþjóðavettvangi.“ Hvalir borða fiskinn okkar Það er ótrúlegt hvað þessi mýta er lífseig, en hún á ekki við rök að styðjast! Hvalir gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn loftslagsvánni sem er ein af helstu ógnum við okkar samfélag. Með lífsferli sínu bindur eitt stórhveli um 33 tonn af kolefni eða á við 1,500 tré. Sömuleiðis gegna þeir lykilhlutverki í fæðukeðju hafsins. Með því að kafa á sjávarbotn og ferðast um höfin framleiða hvalir næringarrík úrgangský sem styrkja svif og önnur smádýr, fjölgun hvala styrkir fiskistofna, stóra sem smáa, og á endanum hvalina sjálfa. Þegar hvalir enda lífdaga sína í hafinu sjálfu og sökkva til botns binda þeir mikið magn kolefnis til langs tíma. Hvalir gefa meira en þeir taka. Þeir stuðla að heilbrigðu lífríki sjávar og hafa lifað í jafnvægi við umhverfi sitt í tugi milljóna ára. (Náttúruverndarsamtökin maí 23) Hvalir þjást, en það gera líka önnur dýr sem við drepum Í nýútkominni skýrslu MAST „Eftirlitsskýrsla- Velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022” kemur fram að veiðiaðferðir Hvals hf. leiði til hryllilegra og langdreginna dauðastríða hvala; aðferðirnar stríða gegn lögum um velferð dýra svo ekki verði um villst. Samkvæmt skýrslunni standast veiðiaðferðir Hvals hf. engan veginn kröfur laga um dýravelferðarlög.. Frávikin eru svo stór að frekar er um að ræða reglu en undantekningu. Af þeim 148 hvölum sem voru veiddir í fyrra, voru 36 langreyðar (24%) skotnar oftar en einu sinni með sprengiskutli. Þar af voru fimm hvalir skotnir þrisvar og fjórir hvalir skotnir fjórum sinnum. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klukkustundir án árangurs. Dauðastríð hvala varði í allt að tvær klukkustundir. Þrír hvalir voru skotnir en náðust ekki og hafa því háð langt og kvalafullt dauðastríð. Hryllileg meðferð á dýrum með þessum hætti er óásættanleg og við myndum ekki leyfa sláturhúsum að murka lífið úr kúm, kindum eða svínum klukkutímum saman. (sjá fréttir á öllum miðlum sem staðfesta þetta og sýna myndbönd) Ég vona að þau sem þetta lásu og hafa haldið að þau gömlu rök sem ég taldi upp í byrjun hafi átt við rök að styðjast séu betur upplýst núna. Í dag kl 16:00 ætlum við að mótmæla hvalveiðum og hvetjum ykkur til að gera það með okkur. Hittumst neðst á Skólavörðustíg og göngum fylktu liði að Arnarhóli. Sjá viðburð hér: https://fb.me/e/2JbidBHPt Á mótmælunum munu tala þær: Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur og lektor í HÍ Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor í Sjálfbærnivísindum við HÍ Jojo Mehta lögmaður og formaður Stop Ecocide (Stöðvum vistmorð) Emma Kessler barn og hvalavinur Vona að öll séu einnig búin að skrifa undir hér: www.stoppumhvalveidar.is Valgerður Árnadóttir, fh. skipuleggjanda Náttúruverndarsamtök Íslands Samtök grænkera á Íslandi Samtök um dýravelferð á Íslandi Ungir umhverfissinnar Félag lækna gegn umhverfisvá Landvernd
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun