Ungum nauðgurum fjölgar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 14. maí 2023 16:58 Kynferðisofbeldi drengja á Spáni færist í aukana. Vert er að taka fram að þessir ungu menn tengjast efni fréttarinnar ekki beint. Joaquin Corchero/Getty Drengjum undir lögaldri sem nauðga jafnöldrum sínum hefur fjölgað um 60 prósent á Spáni á nokkrum árum. Sérfræðingar telja að helsta ástæða þessarar þróun sé gegndarlaust gláp drengjanna á klám á netinu. Á síðustu vikum hafa komið upp nokkur keimlík mál á Spáni þar sem unglingsstrákar í hópum hafa nauðgað ungum stúlkum, alveg niður í ellefu ára gamlar. Hvað veldur því að ungir strákar fara um í hópum og nauðga jafnöldrum sínum og það á opinberum stöðum á borð við almenningsgarða og salerni verslunarmiðstöðva eins og gerst hefur í vor í Alicante og Barcelona? Fjölmiðlar hafa leitað svara og fengið margvísleg. Flestum ber þó saman um að gegndarlaust aðgengi og áhorf á klám á netinu sé ein helsta ástæða þess að ungir strákar fara um í hópum eins og hungraðir úlfar og leita sér fórnarlamba. Herma eftir kláminu Rannsóknir sem gerðar hafa verið á Spáni sýna að 87 prósent unglingspilta horfa á klám, þeir byrja glápið venjulega um 14 ára aldur og langflestir horfa á það heima hjá sér. Stelpurnar horfa minna en það hefur þó aukist mikið á síðustu árum. Og sviðsetningar þessara óhæfuverka eru eins og teknar úr ódýrum klámmyndum. Drengirnir sex, allir undir lögaldri, sem nauðguðu 11 ára stelpu inni á salerni í verslunarmiðstöð í Alicante, tóku nauðgunina upp á síma og settu svo myndina í dreifingu. Eduardo Esteben, yfirsaksóknari í sakamálum ólögráða barna, segir í samtali við El Mundo að þessir ungu strákar noti sama tungutak og heyrist í myndunum sem þeir horfa á, þeim finnst mikilvægt að fá læk á það sem þeir gera og mikilvægast af öllu er að vera í sviðsljósinu. Kynferðisglæpum fjölgar ógnarhratt Á síðustu árum hefur drengjum undir lögaldri sem nauðga fjölgað um 60%, meira en í nokkrum öðrum aldurshópi. Og kynferðisglæpum fjölgar, í fyrra voru 2870 nauðganir kærðar til lögreglu sem er meira en 50 prósenta fjölgun frá árinu 2019. Í þessu samhengi er vert að hafa í huga að samkvæmt rannsókn sem gerð var í háskólanum í Barcelona kæra einungis 2% fórnarlamba kynferðisglæpi til lögreglunnar. Kynferðisofbeldi Spánn Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Sjá meira
Á síðustu vikum hafa komið upp nokkur keimlík mál á Spáni þar sem unglingsstrákar í hópum hafa nauðgað ungum stúlkum, alveg niður í ellefu ára gamlar. Hvað veldur því að ungir strákar fara um í hópum og nauðga jafnöldrum sínum og það á opinberum stöðum á borð við almenningsgarða og salerni verslunarmiðstöðva eins og gerst hefur í vor í Alicante og Barcelona? Fjölmiðlar hafa leitað svara og fengið margvísleg. Flestum ber þó saman um að gegndarlaust aðgengi og áhorf á klám á netinu sé ein helsta ástæða þess að ungir strákar fara um í hópum eins og hungraðir úlfar og leita sér fórnarlamba. Herma eftir kláminu Rannsóknir sem gerðar hafa verið á Spáni sýna að 87 prósent unglingspilta horfa á klám, þeir byrja glápið venjulega um 14 ára aldur og langflestir horfa á það heima hjá sér. Stelpurnar horfa minna en það hefur þó aukist mikið á síðustu árum. Og sviðsetningar þessara óhæfuverka eru eins og teknar úr ódýrum klámmyndum. Drengirnir sex, allir undir lögaldri, sem nauðguðu 11 ára stelpu inni á salerni í verslunarmiðstöð í Alicante, tóku nauðgunina upp á síma og settu svo myndina í dreifingu. Eduardo Esteben, yfirsaksóknari í sakamálum ólögráða barna, segir í samtali við El Mundo að þessir ungu strákar noti sama tungutak og heyrist í myndunum sem þeir horfa á, þeim finnst mikilvægt að fá læk á það sem þeir gera og mikilvægast af öllu er að vera í sviðsljósinu. Kynferðisglæpum fjölgar ógnarhratt Á síðustu árum hefur drengjum undir lögaldri sem nauðga fjölgað um 60%, meira en í nokkrum öðrum aldurshópi. Og kynferðisglæpum fjölgar, í fyrra voru 2870 nauðganir kærðar til lögreglu sem er meira en 50 prósenta fjölgun frá árinu 2019. Í þessu samhengi er vert að hafa í huga að samkvæmt rannsókn sem gerð var í háskólanum í Barcelona kæra einungis 2% fórnarlamba kynferðisglæpi til lögreglunnar.
Kynferðisofbeldi Spánn Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Sjá meira