Ungum nauðgurum fjölgar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 14. maí 2023 16:58 Kynferðisofbeldi drengja á Spáni færist í aukana. Vert er að taka fram að þessir ungu menn tengjast efni fréttarinnar ekki beint. Joaquin Corchero/Getty Drengjum undir lögaldri sem nauðga jafnöldrum sínum hefur fjölgað um 60 prósent á Spáni á nokkrum árum. Sérfræðingar telja að helsta ástæða þessarar þróun sé gegndarlaust gláp drengjanna á klám á netinu. Á síðustu vikum hafa komið upp nokkur keimlík mál á Spáni þar sem unglingsstrákar í hópum hafa nauðgað ungum stúlkum, alveg niður í ellefu ára gamlar. Hvað veldur því að ungir strákar fara um í hópum og nauðga jafnöldrum sínum og það á opinberum stöðum á borð við almenningsgarða og salerni verslunarmiðstöðva eins og gerst hefur í vor í Alicante og Barcelona? Fjölmiðlar hafa leitað svara og fengið margvísleg. Flestum ber þó saman um að gegndarlaust aðgengi og áhorf á klám á netinu sé ein helsta ástæða þess að ungir strákar fara um í hópum eins og hungraðir úlfar og leita sér fórnarlamba. Herma eftir kláminu Rannsóknir sem gerðar hafa verið á Spáni sýna að 87 prósent unglingspilta horfa á klám, þeir byrja glápið venjulega um 14 ára aldur og langflestir horfa á það heima hjá sér. Stelpurnar horfa minna en það hefur þó aukist mikið á síðustu árum. Og sviðsetningar þessara óhæfuverka eru eins og teknar úr ódýrum klámmyndum. Drengirnir sex, allir undir lögaldri, sem nauðguðu 11 ára stelpu inni á salerni í verslunarmiðstöð í Alicante, tóku nauðgunina upp á síma og settu svo myndina í dreifingu. Eduardo Esteben, yfirsaksóknari í sakamálum ólögráða barna, segir í samtali við El Mundo að þessir ungu strákar noti sama tungutak og heyrist í myndunum sem þeir horfa á, þeim finnst mikilvægt að fá læk á það sem þeir gera og mikilvægast af öllu er að vera í sviðsljósinu. Kynferðisglæpum fjölgar ógnarhratt Á síðustu árum hefur drengjum undir lögaldri sem nauðga fjölgað um 60%, meira en í nokkrum öðrum aldurshópi. Og kynferðisglæpum fjölgar, í fyrra voru 2870 nauðganir kærðar til lögreglu sem er meira en 50 prósenta fjölgun frá árinu 2019. Í þessu samhengi er vert að hafa í huga að samkvæmt rannsókn sem gerð var í háskólanum í Barcelona kæra einungis 2% fórnarlamba kynferðisglæpi til lögreglunnar. Kynferðisofbeldi Spánn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Á síðustu vikum hafa komið upp nokkur keimlík mál á Spáni þar sem unglingsstrákar í hópum hafa nauðgað ungum stúlkum, alveg niður í ellefu ára gamlar. Hvað veldur því að ungir strákar fara um í hópum og nauðga jafnöldrum sínum og það á opinberum stöðum á borð við almenningsgarða og salerni verslunarmiðstöðva eins og gerst hefur í vor í Alicante og Barcelona? Fjölmiðlar hafa leitað svara og fengið margvísleg. Flestum ber þó saman um að gegndarlaust aðgengi og áhorf á klám á netinu sé ein helsta ástæða þess að ungir strákar fara um í hópum eins og hungraðir úlfar og leita sér fórnarlamba. Herma eftir kláminu Rannsóknir sem gerðar hafa verið á Spáni sýna að 87 prósent unglingspilta horfa á klám, þeir byrja glápið venjulega um 14 ára aldur og langflestir horfa á það heima hjá sér. Stelpurnar horfa minna en það hefur þó aukist mikið á síðustu árum. Og sviðsetningar þessara óhæfuverka eru eins og teknar úr ódýrum klámmyndum. Drengirnir sex, allir undir lögaldri, sem nauðguðu 11 ára stelpu inni á salerni í verslunarmiðstöð í Alicante, tóku nauðgunina upp á síma og settu svo myndina í dreifingu. Eduardo Esteben, yfirsaksóknari í sakamálum ólögráða barna, segir í samtali við El Mundo að þessir ungu strákar noti sama tungutak og heyrist í myndunum sem þeir horfa á, þeim finnst mikilvægt að fá læk á það sem þeir gera og mikilvægast af öllu er að vera í sviðsljósinu. Kynferðisglæpum fjölgar ógnarhratt Á síðustu árum hefur drengjum undir lögaldri sem nauðga fjölgað um 60%, meira en í nokkrum öðrum aldurshópi. Og kynferðisglæpum fjölgar, í fyrra voru 2870 nauðganir kærðar til lögreglu sem er meira en 50 prósenta fjölgun frá árinu 2019. Í þessu samhengi er vert að hafa í huga að samkvæmt rannsókn sem gerð var í háskólanum í Barcelona kæra einungis 2% fórnarlamba kynferðisglæpi til lögreglunnar.
Kynferðisofbeldi Spánn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira