Segir mjög góðan rökstuðning þurfa ef halda á áfram hvalveiðum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. maí 2023 12:48 Svandís segir að verið sé að safna gögnum til þess að taka ákvörðun um hvort hvalveiðum verði haldið áfram eftir þetta ár. Vísir/Bjarni Matvælaráðherra segir mjög góðan rökstuðning þurfa til þess að hvalveiðar verði stundaðar áfram en reglugerð um veiðarnar rennur út eftir yfirstandandi veiðitímabil. Sönnunarbyrðin hvíli á þeim sem vilja halda veiðunum til streitu. Ný skýrsla Matvælastofnunar varpar dökku ljósi á fyrirkomulag hvalveiða. Það taki of langan tíma að aflífa dýrin og MAST telur sérstaka ástæðu til að farið verði ítarlega yfir öll gögn og í kjölfarið metið hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Þá hefur Dýralæknafélag Íslands sent frá sér yfirlýsingu og vill stöðva veiðarnar tafarlaust. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra segir málið alvarlegt en ekki sé hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir núverandi vertíð. „Ráðuneytið mitt er á þeim stað og það eru ákveðna forsendur sem ég verð að viðhafa sem embættismaður og ráðherra. Ég get ekki gert annað en það sem er skýr lagaheimild fyrir. Sú framkvæmd sem fór fram í fyrrasumar, hún er ekki í samræmi við meginmarkmið dýraverndunarlaga og það hlýtur að teljast alvarlegt og það hlýtur að teljast mikil ábyrgð þess aðila að tryggja velferð dýra við aflífun.“ Núverandi reglugerð um hvalveiðar rennur út eftir þetta veiðiár, Svandís segir góðan rökstuðning þurfa til þess að halda veiðunum áfram. „Til þess að halda áfram hvalveiðum þá þarf að rökstyðja það mjög vel. Nú erum við að viða að okkur gögnum sem lúta að dýravelferð, gögnum sem lúta að hlutverki hvala í vistkerfum og áhrif veiðana á loftslagsmál. Við erum að viða að okkur gögnum varðandi efnahagsleg áhrif af hvalveiðum. Þannig að í þessu eins og öðru vil ég undirbyggja mína ákvörðun mjög vel og ég hef sagt það áður að sönnunarbyrðin hvílir á þeim sem vilja halda þessu áfram.“ Hvalveiðar Hvalir Dýr Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Ný skýrsla Matvælastofnunar varpar dökku ljósi á fyrirkomulag hvalveiða. Það taki of langan tíma að aflífa dýrin og MAST telur sérstaka ástæðu til að farið verði ítarlega yfir öll gögn og í kjölfarið metið hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Þá hefur Dýralæknafélag Íslands sent frá sér yfirlýsingu og vill stöðva veiðarnar tafarlaust. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra segir málið alvarlegt en ekki sé hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir núverandi vertíð. „Ráðuneytið mitt er á þeim stað og það eru ákveðna forsendur sem ég verð að viðhafa sem embættismaður og ráðherra. Ég get ekki gert annað en það sem er skýr lagaheimild fyrir. Sú framkvæmd sem fór fram í fyrrasumar, hún er ekki í samræmi við meginmarkmið dýraverndunarlaga og það hlýtur að teljast alvarlegt og það hlýtur að teljast mikil ábyrgð þess aðila að tryggja velferð dýra við aflífun.“ Núverandi reglugerð um hvalveiðar rennur út eftir þetta veiðiár, Svandís segir góðan rökstuðning þurfa til þess að halda veiðunum áfram. „Til þess að halda áfram hvalveiðum þá þarf að rökstyðja það mjög vel. Nú erum við að viða að okkur gögnum sem lúta að dýravelferð, gögnum sem lúta að hlutverki hvala í vistkerfum og áhrif veiðana á loftslagsmál. Við erum að viða að okkur gögnum varðandi efnahagsleg áhrif af hvalveiðum. Þannig að í þessu eins og öðru vil ég undirbyggja mína ákvörðun mjög vel og ég hef sagt það áður að sönnunarbyrðin hvílir á þeim sem vilja halda þessu áfram.“
Hvalveiðar Hvalir Dýr Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent