„Við afgreiðum aldrei krakka um þurrís“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. maí 2023 14:01 Erlendur segir að það komi fyrir að krakkar reyni að kaupa þurrís en þeim sé snúið við jafnharðan. Þurrís er seldur í vel merktum umbúðum hér á landi og aldrei til barna að sögn söluaðila. Barn slasaðist í þurrís sprengingu á skólalóð Langholtsskóla. „Við afgreiðum aldrei krakka um þurrís,“ segir Erlendur Geir Arnarson, framkvæmdastjóri Ísbliks sem framleiðir og selur þurrís. „Það gerist annars slagið að krakkar reyna að kaupa þurrís og segjast vera að kaupa fyrir skólann. Við snúum þeim alltaf við,“ segir hann. Í gær var nemandi í Langholtsskóla fluttur á slysadeild eftir þurríssprengingu á skólalóðinni. Slasaðist hann á hendi. Tilraunir höfðu átt sér stað með þurrís í skólanum fyrr um daginn en samkvæmt Hreiðari Sigtryggssyni, skólastjóra, höfðu nemendur keypt þennan þurrís annars staðar frá og sprengingin orðið eftir að skólatíma lauk. Varasamt að búa til sprengjur Erlendur segir að vafalaust hafi umræddur þurrís verið framleiddur hjá Ísbliki, enda sé það eini framleiðandinn á landinu. Segir hann að í gærmorgun hafi komið kona með dóttur sinni til að kaupa þurrís vegna verkefni í skóla. Hugsanlega hafi nemendurnir komist í hann. Segist hann ekki vita hvað gerðist á skólalóðinni en mögulegt sé að nemendurnir hafi verið að búa til sprengju úr þurrísnum. Það sé hægt með ákveðnum aðferðum en er mjög varasamt. Þurrís er framleiddur úr fljótandi koldíoxíði. Hann bráðnar ekki heldur gufar upp. Þurrís er notaður í ýmis konar starfsemi svo sem fiskvinnslu, það er bæði til að kæla fiskinn og til að hrekja súrefni úr umbúðunum til þess að örverur komist ekki í þær. Þurrís er til margra hluta nytsamlegur en varasamt er að búa til sprengju úr honum.EPA Þá er þurrís notaður á spítölum og rannsóknarstofum, meðal annars til þess að flytja lífsýni á milli staða eða landa. Einnig er hann notaður í hreinsun, til dæmis til þess að hreinsa myglu úr húsnæði líkt og sandblástur. Flestir þekkja þurrís hins vegar sem skraut. Selja aðeins á hrekkjavöku „Við seljum þurrís á hrekkjavöku. Það eru varúðarmiðar á kössunum sem segja hvernig á að meðhöndla þurrísinn. Síðan eru líka varúðarleiðbeiningar frá framleiðandanum á þeim,“ segir Jón Gunnar Bergs, framkvæmdastjóri Partýbúðarinnar. Aðspurður um hvernig helsta notkunin sé segir Jón Gunnar að vatni sé helt út í skál og síðan tekið pínulítið magn af þurrís og sett út í. Þá myndast reykur. „Það er ákveðin dulúð yfir þessu og þykir spúkí, sérstaklega á hrekkjavöku. Þetta býr til óhugnanlegan sjarma í partýinu,“ segir hann. Þurrís eigi hins vegar aðeins að meðhöndla á ákveðinn hátt. Hann er afhentur í frauðkössum og tryggilega límdur aftur. Þá á eingöngu að meðhöndla ísinn sjálfan í hönskum. „Það er vinnuregla hjá okkur að afhenda ekki undir átján ára aldri hluti eins og þurrís,“ segir Jón Gunnar. Reykjavík Slysavarnir Börn og uppeldi Tengdar fréttir Nemandi fluttur á slysadeild eftir sprengingu við Langholtsskóla Einn nemandi við Langholtsskóla var fluttur á slysadeild eftir að tilraun með þurrís utan skólatíma fór úrskeiðis. Fyrr um daginn hafði nemandinn verið í efnafræðikennslustund þar sem gerð var tilraun með efnið. 11. maí 2023 16:19 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Sjá meira
„Við afgreiðum aldrei krakka um þurrís,“ segir Erlendur Geir Arnarson, framkvæmdastjóri Ísbliks sem framleiðir og selur þurrís. „Það gerist annars slagið að krakkar reyna að kaupa þurrís og segjast vera að kaupa fyrir skólann. Við snúum þeim alltaf við,“ segir hann. Í gær var nemandi í Langholtsskóla fluttur á slysadeild eftir þurríssprengingu á skólalóðinni. Slasaðist hann á hendi. Tilraunir höfðu átt sér stað með þurrís í skólanum fyrr um daginn en samkvæmt Hreiðari Sigtryggssyni, skólastjóra, höfðu nemendur keypt þennan þurrís annars staðar frá og sprengingin orðið eftir að skólatíma lauk. Varasamt að búa til sprengjur Erlendur segir að vafalaust hafi umræddur þurrís verið framleiddur hjá Ísbliki, enda sé það eini framleiðandinn á landinu. Segir hann að í gærmorgun hafi komið kona með dóttur sinni til að kaupa þurrís vegna verkefni í skóla. Hugsanlega hafi nemendurnir komist í hann. Segist hann ekki vita hvað gerðist á skólalóðinni en mögulegt sé að nemendurnir hafi verið að búa til sprengju úr þurrísnum. Það sé hægt með ákveðnum aðferðum en er mjög varasamt. Þurrís er framleiddur úr fljótandi koldíoxíði. Hann bráðnar ekki heldur gufar upp. Þurrís er notaður í ýmis konar starfsemi svo sem fiskvinnslu, það er bæði til að kæla fiskinn og til að hrekja súrefni úr umbúðunum til þess að örverur komist ekki í þær. Þurrís er til margra hluta nytsamlegur en varasamt er að búa til sprengju úr honum.EPA Þá er þurrís notaður á spítölum og rannsóknarstofum, meðal annars til þess að flytja lífsýni á milli staða eða landa. Einnig er hann notaður í hreinsun, til dæmis til þess að hreinsa myglu úr húsnæði líkt og sandblástur. Flestir þekkja þurrís hins vegar sem skraut. Selja aðeins á hrekkjavöku „Við seljum þurrís á hrekkjavöku. Það eru varúðarmiðar á kössunum sem segja hvernig á að meðhöndla þurrísinn. Síðan eru líka varúðarleiðbeiningar frá framleiðandanum á þeim,“ segir Jón Gunnar Bergs, framkvæmdastjóri Partýbúðarinnar. Aðspurður um hvernig helsta notkunin sé segir Jón Gunnar að vatni sé helt út í skál og síðan tekið pínulítið magn af þurrís og sett út í. Þá myndast reykur. „Það er ákveðin dulúð yfir þessu og þykir spúkí, sérstaklega á hrekkjavöku. Þetta býr til óhugnanlegan sjarma í partýinu,“ segir hann. Þurrís eigi hins vegar aðeins að meðhöndla á ákveðinn hátt. Hann er afhentur í frauðkössum og tryggilega límdur aftur. Þá á eingöngu að meðhöndla ísinn sjálfan í hönskum. „Það er vinnuregla hjá okkur að afhenda ekki undir átján ára aldri hluti eins og þurrís,“ segir Jón Gunnar.
Reykjavík Slysavarnir Börn og uppeldi Tengdar fréttir Nemandi fluttur á slysadeild eftir sprengingu við Langholtsskóla Einn nemandi við Langholtsskóla var fluttur á slysadeild eftir að tilraun með þurrís utan skólatíma fór úrskeiðis. Fyrr um daginn hafði nemandinn verið í efnafræðikennslustund þar sem gerð var tilraun með efnið. 11. maí 2023 16:19 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Sjá meira
Nemandi fluttur á slysadeild eftir sprengingu við Langholtsskóla Einn nemandi við Langholtsskóla var fluttur á slysadeild eftir að tilraun með þurrís utan skólatíma fór úrskeiðis. Fyrr um daginn hafði nemandinn verið í efnafræðikennslustund þar sem gerð var tilraun með efnið. 11. maí 2023 16:19
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent