Gísli stóð vörnina í leik gegn Wisla Plock þegar ökklinn brotnaði, samkvæmt frétt á heimasíðu Magdeburg. Atvikið má sjá hér að neðan en það átti sér stað um miðjan fyrri hálfleik.
Really bad looking non contact injury for Kristjansson
— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) May 11, 2023
Wiegert has talked about how his players are all exhausted. The injuries for Magdeburg have to be a result of this.
Sending best wishes to Gisli pic.twitter.com/Mn3ef3Dj0r
Þar með eru tveir af bestu sóknarmönnum Magdeburgar og þýsku deildarinnar, Gísli og Ómar Ingi Magnússon, báðir úr leik vegna meiðsla.
Danski línumaðurinn Magnus Saugstrup er einnig meiddur, og þeir Philipp Weber og Oscar Bergendahl meiddust líkt og Gísli í leiknum á miðvikudag.
Útlitið er því afar slæmt hjá Magdeburg sem enn er í baráttu um sigur í þýsku deildinni og nálægt sæti í Final Four í Meistaradeildinni, eftir 22-22 jafnteflið við Wisla Plock á útivelli.
Marc-Henrik Schmedt, framkvæmdastjóri Magdeburg, segir á heimasíðu félagsins að það sé lítil huggun í því í augnablikinu að vita að leikmennirnri ættu allir að vera klárir í slaginn þegar ný leiktíð hefst í haust, en það sé þó gott til þess að vita.