Kaldar kveðjur til framhaldsskólanna Hólmfríður Árnadóttir og Álfhildur Leifsdóttir skrifa 11. maí 2023 18:31 Rannsóknir síðustu ára á líðan barna og ungmenna (rannsóknir og greining, Eurostudent) sýna fram á aukna vanlíðan meðal nemenda á elsta stigi grunnskóla og nemenda framhaldsskólanna, sérstaklega stúlkna. Þá flosna drengir frekar upp úr námi í framhaldsskólum um leið og brotthvarf nemenda er með því hæsta hér á landi ef borið er saman við hin Norðurlöndin. Í þessu samhengi mætti halda að mikilvægast væri að styrkja starfsemi skólanna eins og vonir stóðu til þegar lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt á Alþingi, enda ekki vanþörf á. Tillaga til þingsályktunar um átak í uppbyggingu verknámsaðstöðu í framhaldsskólum vakti einnig vonir um að nú stæði mikið til. Þar var vitnað í nefnd menntamálaráðherra um mótun menntastefnu sem boðaði að stórefla beri alla verk- og starfsmenntun í landinu enda lengi verið rætt um nauðsyn þess. Hvoru tveggja lofaði góðu þar sem enn er ekki gróið um heilt eftir styttingu framhaldsskólans niður í þrjú ár, þar eru vísbendingar um að meðaleinkunnir nemenda á stúdentsprófi hafi lækkað og þeir komi verr undirbúnir inn í háskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið). Lands¬sam¬tök ís¬lenskra stúd¬enta (LÍS) og Sam¬tök ís¬lenskra fram¬halds¬skóla¬nema (SÍF) hafa óskað eftir því að mat verði lagt á þau áhrif sem stytt¬ing á náms¬tíma fram¬halds¬skól¬ans hefur haft á líðan ungmenna, starfsemi framhaldsskóla og háskóla. Nýleg rannsókn Maríu Jónasdóttur og flr. leiðir líkum að því að styttingin hafi haft víðtæk áhrif á nám og komið niður á dýpt og fjölbreytni í námi sem beri að rannsaka betur. Í Hvítbók um umbætur í menntun (2014) segir að umrædd stytting hafi verið gerð til að tryggja alþjóðlegan samanburð og samkeppni, þó leiða megi að því líkur að markmiðið hafi verið að styrkja atvinnulífið frekar en uppeldis- og kennslufræði. Á þessum tíma hafði nemendum á framhaldsskólastigi fjölgað umtalsvert en um leið var mikið brotthvarf þar sem aðeins 45% nemenda útskrifaðist á tilskildum tíma. Þarna var marktækur munur milli Íslands og annarra Norðurlanda hvað varðar brotthvarf nemenda en engu að síður ákveðið að miða við þeirra kerfi þegar að styttingu kom. Þá var rætt um lengingu skólaársins til samræmis þess sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til að koma til móts við styttingu en sú hefur ekki orðið raunin. Á dögunum var stýrihópur skipaður að sögn ráðherra til að takast á við áskoranir sem framhaldsskólarnir standa frammi fyrir á komandi árum með áherslu á þarfir nemenda, gæði náms og fjölbreytni í námsframboði. Áhersla á aukna hagræðingu er sannarlega nefnd en um leið samlegð í eflingu skólaþjónustu, betri námsgögnum og meiri stuðningi við nemendur sem standa höllum fæti og nemendur með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn (Mennta- og barnamálaráðuneytið). Strax kemur í ljós að samhliða eigi að skoða sameiningu vissra framhaldsskóla. Skóla með ólíka starfsemi, menningu og sögu. Það eru því kaldar kveðjur sem ráðherra sendir framhaldsskólum landsins. Ekki virðist horft til farsældar eða fjölgunar útskrifaðra nemenda úr fjölbreyttu námi með þessum hugmyndum um sameiningu ólíkra framhaldsskóla. Áður nefndar hugmyndir um verkgreinahús þar sem hefja átti verknám til vegs og virðingar, ný lög um farsæld barna og frekari stuðningur við fjölbreytt skólastarf virðast settar á bið fyrir hugmyndir um hagræðingu. Þessum breytingarhugmyndum virðist eiga að hraða í gegn eftir afar stutt sýndarsamráð með fyrirfram gefnum forsendum og það án aðkomu nemenda sjálfra. Sameiningar skóla eru vandmeðfarnar, breytingar taka almennt langan tíma og hvað þá að sparnaður hljótist af. Líkur eru á að skólarnir verði of stórar og flóknar einingar þar sem tengsl nemenda og kennara verða torveldari sem dregur úr öryggi nemenda og eykur vanlíðan. Þegar nemendum fjölgar verður yfirsýn og utanumhald flóknara og það er einmitt það sem þarf að forðast ef vilji er til að sporna við brotthvarfi. Meiri stuðningur og fjölbreyttari samsetning starfsfólks er lykilatriði, stuttar boðleiðir og greiður aðgangur að stoðþjónustu. Það er einnig mikilvægt að nemendur hafi val í sínu námi, ekki einvörðungu val um nám heldur líka milli forma, hefða og þeirrar sérstöðu sem hver framhaldsskóli hefur. Nú í kjölfar heimsfaraldurs sem bitnaði hvað mest á unga fólkinu okkar eru vordagar og innritunartímar valdir til að varpa sprengju í hóp starfsfólks og nemenda framhaldsskólanna. Tími öryggisleysis er lengdur, ekki er horft til rannsókna sem sýna fram á versnandi andlega líðan framhaldsskólanema og þörf þeirra á stuðningi frekar en sundrungu og óvissu sem sameiningarhugmyndir valda. Tíminn til að bregðast við vanlíðan nemenda, brotthvarfi úr námi og vöntun á iðnnemum er núna, ekki eftir öll þau ár sem það tekur sameiningar og breytingar að festast í sessi. Því er erfitt að samþykkja að þessar hugmyndir ráðherra auki gæði og fjölbreytni náms eða farsæld barna nema síður sé. Álfhildur er grunnskólakennari, sveitarstjórnakona og formaður sveitarstjórnarráðs Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Hólmfríður er menntunarfræðingur og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skóla- og menntamál Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Sjá meira
Rannsóknir síðustu ára á líðan barna og ungmenna (rannsóknir og greining, Eurostudent) sýna fram á aukna vanlíðan meðal nemenda á elsta stigi grunnskóla og nemenda framhaldsskólanna, sérstaklega stúlkna. Þá flosna drengir frekar upp úr námi í framhaldsskólum um leið og brotthvarf nemenda er með því hæsta hér á landi ef borið er saman við hin Norðurlöndin. Í þessu samhengi mætti halda að mikilvægast væri að styrkja starfsemi skólanna eins og vonir stóðu til þegar lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt á Alþingi, enda ekki vanþörf á. Tillaga til þingsályktunar um átak í uppbyggingu verknámsaðstöðu í framhaldsskólum vakti einnig vonir um að nú stæði mikið til. Þar var vitnað í nefnd menntamálaráðherra um mótun menntastefnu sem boðaði að stórefla beri alla verk- og starfsmenntun í landinu enda lengi verið rætt um nauðsyn þess. Hvoru tveggja lofaði góðu þar sem enn er ekki gróið um heilt eftir styttingu framhaldsskólans niður í þrjú ár, þar eru vísbendingar um að meðaleinkunnir nemenda á stúdentsprófi hafi lækkað og þeir komi verr undirbúnir inn í háskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið). Lands¬sam¬tök ís¬lenskra stúd¬enta (LÍS) og Sam¬tök ís¬lenskra fram¬halds¬skóla¬nema (SÍF) hafa óskað eftir því að mat verði lagt á þau áhrif sem stytt¬ing á náms¬tíma fram¬halds¬skól¬ans hefur haft á líðan ungmenna, starfsemi framhaldsskóla og háskóla. Nýleg rannsókn Maríu Jónasdóttur og flr. leiðir líkum að því að styttingin hafi haft víðtæk áhrif á nám og komið niður á dýpt og fjölbreytni í námi sem beri að rannsaka betur. Í Hvítbók um umbætur í menntun (2014) segir að umrædd stytting hafi verið gerð til að tryggja alþjóðlegan samanburð og samkeppni, þó leiða megi að því líkur að markmiðið hafi verið að styrkja atvinnulífið frekar en uppeldis- og kennslufræði. Á þessum tíma hafði nemendum á framhaldsskólastigi fjölgað umtalsvert en um leið var mikið brotthvarf þar sem aðeins 45% nemenda útskrifaðist á tilskildum tíma. Þarna var marktækur munur milli Íslands og annarra Norðurlanda hvað varðar brotthvarf nemenda en engu að síður ákveðið að miða við þeirra kerfi þegar að styttingu kom. Þá var rætt um lengingu skólaársins til samræmis þess sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til að koma til móts við styttingu en sú hefur ekki orðið raunin. Á dögunum var stýrihópur skipaður að sögn ráðherra til að takast á við áskoranir sem framhaldsskólarnir standa frammi fyrir á komandi árum með áherslu á þarfir nemenda, gæði náms og fjölbreytni í námsframboði. Áhersla á aukna hagræðingu er sannarlega nefnd en um leið samlegð í eflingu skólaþjónustu, betri námsgögnum og meiri stuðningi við nemendur sem standa höllum fæti og nemendur með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn (Mennta- og barnamálaráðuneytið). Strax kemur í ljós að samhliða eigi að skoða sameiningu vissra framhaldsskóla. Skóla með ólíka starfsemi, menningu og sögu. Það eru því kaldar kveðjur sem ráðherra sendir framhaldsskólum landsins. Ekki virðist horft til farsældar eða fjölgunar útskrifaðra nemenda úr fjölbreyttu námi með þessum hugmyndum um sameiningu ólíkra framhaldsskóla. Áður nefndar hugmyndir um verkgreinahús þar sem hefja átti verknám til vegs og virðingar, ný lög um farsæld barna og frekari stuðningur við fjölbreytt skólastarf virðast settar á bið fyrir hugmyndir um hagræðingu. Þessum breytingarhugmyndum virðist eiga að hraða í gegn eftir afar stutt sýndarsamráð með fyrirfram gefnum forsendum og það án aðkomu nemenda sjálfra. Sameiningar skóla eru vandmeðfarnar, breytingar taka almennt langan tíma og hvað þá að sparnaður hljótist af. Líkur eru á að skólarnir verði of stórar og flóknar einingar þar sem tengsl nemenda og kennara verða torveldari sem dregur úr öryggi nemenda og eykur vanlíðan. Þegar nemendum fjölgar verður yfirsýn og utanumhald flóknara og það er einmitt það sem þarf að forðast ef vilji er til að sporna við brotthvarfi. Meiri stuðningur og fjölbreyttari samsetning starfsfólks er lykilatriði, stuttar boðleiðir og greiður aðgangur að stoðþjónustu. Það er einnig mikilvægt að nemendur hafi val í sínu námi, ekki einvörðungu val um nám heldur líka milli forma, hefða og þeirrar sérstöðu sem hver framhaldsskóli hefur. Nú í kjölfar heimsfaraldurs sem bitnaði hvað mest á unga fólkinu okkar eru vordagar og innritunartímar valdir til að varpa sprengju í hóp starfsfólks og nemenda framhaldsskólanna. Tími öryggisleysis er lengdur, ekki er horft til rannsókna sem sýna fram á versnandi andlega líðan framhaldsskólanema og þörf þeirra á stuðningi frekar en sundrungu og óvissu sem sameiningarhugmyndir valda. Tíminn til að bregðast við vanlíðan nemenda, brotthvarfi úr námi og vöntun á iðnnemum er núna, ekki eftir öll þau ár sem það tekur sameiningar og breytingar að festast í sessi. Því er erfitt að samþykkja að þessar hugmyndir ráðherra auki gæði og fjölbreytni náms eða farsæld barna nema síður sé. Álfhildur er grunnskólakennari, sveitarstjórnakona og formaður sveitarstjórnarráðs Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Hólmfríður er menntunarfræðingur og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun