Orðlaus yfir svörum vegna aðbúnaðar hrossa á Vestfjörðum Oddur Ævar Gunnarsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 10. maí 2023 18:53 Eitt hrossanna var að sögn bóndans með hófsperru og því þarf að aflífa það. Hin segir hann að séu í góðu haldi en Steinunn fellst ekki á þau svör. Steinunn Árnadóttir Dýravelferðarsinni segir ólíðandi að Matvælastofnun hafi ekki gripið til aðgerða vegna endurtekinna tilkynninga um slæman aðbúnað hrossa á bæ í Arnarfirði. Þegar hún skoðaði aðstæður um helgina var hross fast í girðingu og lögregla kölluð að bænum. Eigandinn segir að stofnunin hafi gert sér að aflífa eitt hrossanna, hin séu í góðu haldi. Steinunn Árnadóttir, sem hefur verið áberandi í umræðu um dýravelferð fékk í desember ábendingar um aðbúnað hrossa á bæ í Arnarfirði. Hún segist strax hafa haft samband við eigandann á bænum sem fullyrti að ekkert amaði að þeim. Gerði sér sjálf ferð á bæinn Steinunni bárust áfram tilkynningar um aðbúnað á bænum og var Matvælastofnun gert viðvart fyrir jól. Auk þess var haft samband við búfjáreftirlitsmann sem sagði ekkert að skepnum á svæðnu. Steinunn gerði sér sjálf ferð á bæinn um helgina og tók myndir og myndbönd af aðstæðum. Lögreglan losaði hestinn. Steinunn segir ólíðandi að Matvælastofnun hafi ekki strax gripið til aðgerða þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar. Eftir að viðtalið var tekið barst Steinunni svar frá forstjóra MAST sem segist taka ábendingunni alvarlega og að stofnunin muni fylgja henni eftir hratt og örugglega. Málið sé í vinnslu. Eins og sést á myndinni hér að neðan er hófurinn á einum hestanna óeðlilega langur sem veldur því að hann á erfitt með að ganga, einhver hrossanna virðast í aflögn en erfitt er að dæma holdastig þeirra af nákvæmni út frá ljósmyndum. Um er að ræða hófsperru.Steinunn Árnadóttir Þurfi að aflífa einn Steinunn deildi myndum af hestunum á Facebook og hefur færslan farið í mikla dreifingu. Í samtali við fréttastofu segist bóndinn ekki hafa séð færsluna en hann hafi verið látinn vita af dreifingu hennar. Hann segir hestana við heilsu fyrir utan einn sem sé með hófsperru en hafi þrátt fyrir hana ekki kveinkað sér. MAST hafi haft samband við hann og beint því til hans að aflífa hestinn sem gert verði um helgina. „Ég er eiginlega bara orðlaus ef þau ætla að gera þetta svona. Að þessi eini hestur ætti að vera aflífaður og að annars sé allt í góðu lagi. Þá er nú, eins og mig hefur nú lengi grunað, eitthvað mikið að vinnuaðferðum Matvælastofnunar.“ Hún segir furðulegt ef raunin verði sú að stofnunin muni ekki aðhafast frekar í málinu. Sér hafi fundist aðstæður hestanna verri en hún hafi búist við. „Þessi svör hans eru þannig að hann á alls ekki að hafa umsjón yfir skepnum og ef hann er ekki sviptur umráðum yfir þessum skepnum þá er eitthvað mikið að.“ Dýr Dýraheilbrigði Ísafjarðarbær Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
Steinunn Árnadóttir, sem hefur verið áberandi í umræðu um dýravelferð fékk í desember ábendingar um aðbúnað hrossa á bæ í Arnarfirði. Hún segist strax hafa haft samband við eigandann á bænum sem fullyrti að ekkert amaði að þeim. Gerði sér sjálf ferð á bæinn Steinunni bárust áfram tilkynningar um aðbúnað á bænum og var Matvælastofnun gert viðvart fyrir jól. Auk þess var haft samband við búfjáreftirlitsmann sem sagði ekkert að skepnum á svæðnu. Steinunn gerði sér sjálf ferð á bæinn um helgina og tók myndir og myndbönd af aðstæðum. Lögreglan losaði hestinn. Steinunn segir ólíðandi að Matvælastofnun hafi ekki strax gripið til aðgerða þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar. Eftir að viðtalið var tekið barst Steinunni svar frá forstjóra MAST sem segist taka ábendingunni alvarlega og að stofnunin muni fylgja henni eftir hratt og örugglega. Málið sé í vinnslu. Eins og sést á myndinni hér að neðan er hófurinn á einum hestanna óeðlilega langur sem veldur því að hann á erfitt með að ganga, einhver hrossanna virðast í aflögn en erfitt er að dæma holdastig þeirra af nákvæmni út frá ljósmyndum. Um er að ræða hófsperru.Steinunn Árnadóttir Þurfi að aflífa einn Steinunn deildi myndum af hestunum á Facebook og hefur færslan farið í mikla dreifingu. Í samtali við fréttastofu segist bóndinn ekki hafa séð færsluna en hann hafi verið látinn vita af dreifingu hennar. Hann segir hestana við heilsu fyrir utan einn sem sé með hófsperru en hafi þrátt fyrir hana ekki kveinkað sér. MAST hafi haft samband við hann og beint því til hans að aflífa hestinn sem gert verði um helgina. „Ég er eiginlega bara orðlaus ef þau ætla að gera þetta svona. Að þessi eini hestur ætti að vera aflífaður og að annars sé allt í góðu lagi. Þá er nú, eins og mig hefur nú lengi grunað, eitthvað mikið að vinnuaðferðum Matvælastofnunar.“ Hún segir furðulegt ef raunin verði sú að stofnunin muni ekki aðhafast frekar í málinu. Sér hafi fundist aðstæður hestanna verri en hún hafi búist við. „Þessi svör hans eru þannig að hann á alls ekki að hafa umsjón yfir skepnum og ef hann er ekki sviptur umráðum yfir þessum skepnum þá er eitthvað mikið að.“
Dýr Dýraheilbrigði Ísafjarðarbær Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira