Tveggja daga pásukvöð brot á reglum EES Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. maí 2023 15:27 Ísland brýtur á EES-reglum með því að skylda erlend rútufyrirtæki til að gera tveggja daga hlé á starfsemi sinni á tíu daga fresti. Vísir/Vilhelm Sú staðreynd að erlend rútufyrirtæki innan geta ekki boðið upp á lengri en tíu daga samfelldar rútuferðir er brot á EES-reglum. Reglurnar takmarki markaðsaðgengi erlendra rútufyrirtækja. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi í dag rökstutt álit til Íslands vegna brots á EES-reglum um tímabundna gestaflutninga. EES-reglur um farþegaflutninga kveða á um að flutningsaðila frá einu EES-ríki sé heimilt að stunda tilfallandi gestaflutninga á landi í öðru EES-ríki tímabundið. Núgildandi löggjöf á Íslandi kveður á um að flutningsaðilum frá öðrum ríkjum innan EES sé heimilt að stunda tímabundna gestaflutninga í allt að tíu samfellda daga í hverjum mánuði. Lögin kveða einnig á um skyldu þeirra sem stunda tímabundna gestaflutninga til að gera hlé á starfsemi í að minnsta kosti tvo virka daga áður en annað tíu daga tímabil hefst. „Þetta þýðir til dæmis að erlendir flutningsaðilar geta ekki boðið upp á 14 daga rútuferð um Ísland, jafnvel þótt slík þjónusta sé veitt tímabundið,“ segir í áliti ESA. Rökstudda álitið var sent til Íslands í kjölfar formlegs áminningarbréfs sem sent var í maí 2022. Í bréfi sínu komst ESA að þeirri niðurstöðu að með því að halda í gildi innlendri löggjöf, sem felur í sér of takmarkandi skilyrði fyrir því að flutningsaðilar frá öðrum EES-ríkjum geti stundað gestaflutninga á Íslandi, brjóti Ísland í bága við EES-reglur. Í rökstuddu áliti ESA kemur fram að tímabundið eðli gestaflutninga geti ekki eingöngu ákvarðast af tímalengd. Hin stranga og sjálfkrafa takmörkun sem núgildandi löggjöf kveður á um sé því ekki í samræmi við EES-reglur og hina almennu meginreglu um frelsi til að veita þjónustu. Rökstutt álit er skref númer tvö í samningsbrotamáli gegn EES-EFTA-ríki. Íslenska ríkið hefur nú tveggja mánaða frest til að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að hlíta álitinu, en að þeim fresti loknum getur ESA ákveðið að höfða mál fyrir EFTA-dómstólnum. Ferðamennska á Íslandi EFTA Vinnumarkaður Utanríkismál Evrópusambandið Tengdar fréttir ESA segir reglur um vernd dýra brotnar með blóðmerahaldi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) segir Íslendinga brjóta gegn reglum EES um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni með blóðmerahaldi. Stofnunin sendi formlegt áminningarbréf til Íslands í dag þar sem kallað er eftir því að reglunum verði fylgt. 10. maí 2023 10:48 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi í dag rökstutt álit til Íslands vegna brots á EES-reglum um tímabundna gestaflutninga. EES-reglur um farþegaflutninga kveða á um að flutningsaðila frá einu EES-ríki sé heimilt að stunda tilfallandi gestaflutninga á landi í öðru EES-ríki tímabundið. Núgildandi löggjöf á Íslandi kveður á um að flutningsaðilum frá öðrum ríkjum innan EES sé heimilt að stunda tímabundna gestaflutninga í allt að tíu samfellda daga í hverjum mánuði. Lögin kveða einnig á um skyldu þeirra sem stunda tímabundna gestaflutninga til að gera hlé á starfsemi í að minnsta kosti tvo virka daga áður en annað tíu daga tímabil hefst. „Þetta þýðir til dæmis að erlendir flutningsaðilar geta ekki boðið upp á 14 daga rútuferð um Ísland, jafnvel þótt slík þjónusta sé veitt tímabundið,“ segir í áliti ESA. Rökstudda álitið var sent til Íslands í kjölfar formlegs áminningarbréfs sem sent var í maí 2022. Í bréfi sínu komst ESA að þeirri niðurstöðu að með því að halda í gildi innlendri löggjöf, sem felur í sér of takmarkandi skilyrði fyrir því að flutningsaðilar frá öðrum EES-ríkjum geti stundað gestaflutninga á Íslandi, brjóti Ísland í bága við EES-reglur. Í rökstuddu áliti ESA kemur fram að tímabundið eðli gestaflutninga geti ekki eingöngu ákvarðast af tímalengd. Hin stranga og sjálfkrafa takmörkun sem núgildandi löggjöf kveður á um sé því ekki í samræmi við EES-reglur og hina almennu meginreglu um frelsi til að veita þjónustu. Rökstutt álit er skref númer tvö í samningsbrotamáli gegn EES-EFTA-ríki. Íslenska ríkið hefur nú tveggja mánaða frest til að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að hlíta álitinu, en að þeim fresti loknum getur ESA ákveðið að höfða mál fyrir EFTA-dómstólnum.
Ferðamennska á Íslandi EFTA Vinnumarkaður Utanríkismál Evrópusambandið Tengdar fréttir ESA segir reglur um vernd dýra brotnar með blóðmerahaldi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) segir Íslendinga brjóta gegn reglum EES um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni með blóðmerahaldi. Stofnunin sendi formlegt áminningarbréf til Íslands í dag þar sem kallað er eftir því að reglunum verði fylgt. 10. maí 2023 10:48 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Sjá meira
ESA segir reglur um vernd dýra brotnar með blóðmerahaldi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) segir Íslendinga brjóta gegn reglum EES um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni með blóðmerahaldi. Stofnunin sendi formlegt áminningarbréf til Íslands í dag þar sem kallað er eftir því að reglunum verði fylgt. 10. maí 2023 10:48