Leggja til að Pussy Riot-liðar fái ríkisborgararétt Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2023 18:07 Mariia Alekhina á tónleikum með Pussy Riot í Sviss í fyrra. Vísir/EPA Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot, fái íslenskan ríkisborgararétt. Þær eru á meðal fimm Rússa sem nefndin vill að fái ríkisfang á Íslandi. Alekhina, sem er 35 ára gömul, kom til landsins eftir lygilegan flótta frá Rússlandi í fyrra. Íslenski listamaðurinn Ragnar Kjartansson er sagður hafa sannfært ónefnt Evrópuríki að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast beint til Litháen frá Hvíta-Rússlandi. Shtein, sem er 26 ára gömul, komst einnig frá Rússlandi á ævintýralegan hátt í fyrra. Hún sagði breska blaðinu The Guardian að hún hafi dulbúið sig sem matarsendil til þess að flýja úr stofufangelsi í Moskvu. Lucy Shtein (lengst til vinstri) á blaðamannafundi í Portúgal í fyrra. Við hlið hennar er Alekhina og tvær aðrar liðskonur Pussy Riot.Vísir/EPA Pussy Riot vakti heimsathygli þegar liðsmenn hennar trufluðu messu í Kristkirkjunni í Moskvu með gjörningi árið 2012. Alekhina var ein þriggja meðlima hópsins sem var handtekin og síðar dæmd fyrir „skrílslæti sem byggðust á trúarhatri“. Á undanförnum misserum hefur Vladímír Pútín Rússlandsforseti sett aukna hörku í að bæla niður allt andóf í Rússlandi. Alekhina sagði New York Times í fyrra að hún hefði talið að nú væri tími til kominn að flýja land. Fólk af ellefu þjóðernum Alls eru átján af ellefu þjóðernum á listanum sem allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að fái ríkisborgararétt. Auk Alekhinu eru fjórir Rússar á listanum. Þeim til viðbótar eru tveir Íranar, tveir Indverjar, tveir Bretar, Skoti, Taílendingur, Ísraeli, Filippseyingur, Ítali, Ganverji og Bandaríkjamaður á listanum. Sá yngsti á listanum er fimmtán ára en sá elsti sjötíu og fimm ára. Uppfært 20:23 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði aðeins að ein liðskona Pussy Riot væri á lista allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Mariia Alekhina. Upplýsingum um Lucy Shtein var bætt við fréttina. Andóf Pussy Riot Rússland Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Alekhina, sem er 35 ára gömul, kom til landsins eftir lygilegan flótta frá Rússlandi í fyrra. Íslenski listamaðurinn Ragnar Kjartansson er sagður hafa sannfært ónefnt Evrópuríki að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast beint til Litháen frá Hvíta-Rússlandi. Shtein, sem er 26 ára gömul, komst einnig frá Rússlandi á ævintýralegan hátt í fyrra. Hún sagði breska blaðinu The Guardian að hún hafi dulbúið sig sem matarsendil til þess að flýja úr stofufangelsi í Moskvu. Lucy Shtein (lengst til vinstri) á blaðamannafundi í Portúgal í fyrra. Við hlið hennar er Alekhina og tvær aðrar liðskonur Pussy Riot.Vísir/EPA Pussy Riot vakti heimsathygli þegar liðsmenn hennar trufluðu messu í Kristkirkjunni í Moskvu með gjörningi árið 2012. Alekhina var ein þriggja meðlima hópsins sem var handtekin og síðar dæmd fyrir „skrílslæti sem byggðust á trúarhatri“. Á undanförnum misserum hefur Vladímír Pútín Rússlandsforseti sett aukna hörku í að bæla niður allt andóf í Rússlandi. Alekhina sagði New York Times í fyrra að hún hefði talið að nú væri tími til kominn að flýja land. Fólk af ellefu þjóðernum Alls eru átján af ellefu þjóðernum á listanum sem allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að fái ríkisborgararétt. Auk Alekhinu eru fjórir Rússar á listanum. Þeim til viðbótar eru tveir Íranar, tveir Indverjar, tveir Bretar, Skoti, Taílendingur, Ísraeli, Filippseyingur, Ítali, Ganverji og Bandaríkjamaður á listanum. Sá yngsti á listanum er fimmtán ára en sá elsti sjötíu og fimm ára. Uppfært 20:23 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði aðeins að ein liðskona Pussy Riot væri á lista allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Mariia Alekhina. Upplýsingum um Lucy Shtein var bætt við fréttina.
Andóf Pussy Riot Rússland Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira