Örfáir þjóðarleiðtogar ekki boðað komu sína Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2023 14:53 Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, eru meðal þeirra sem hafa bókað komu sína til Íslands í næstu viku. AP Leiðtogar rúmlega fjörutíu af 46 aðildarríkjum Evrópuráðsins hafa boðað komu sína hingað til lands í næstu viku. Þeirra á meðal eru Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Komist leiðtogar ekki á fundinn mæta í flestum tilfellum utanríkisráðherrar í þeirra stað. Auk þeirra verða háttsettir embættismenn frá fimm áheyrnarríkjum Evrópuráðsins. Það eru Bandaríkin, Japan, Kanada, Mexíkó og Páfagarður. Stjórnendur helstu stofnana Evrópuráðsins munu einnig vera á fundinum. Leiðtogum Sameinuðu þjóðanna, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) og Evrópusambandsins hefur einnig verið boðið að sækja fundinn. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofunnar um fundinn sem haldinn verður í Hörpu dagana 16. og 17. maí. Ekki fengust svör við því leiðtogar hvaða ríkja væru ekki búnir að boða komu sína. Óljóst hvort Selenskí mætir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í síðustu viku að ekki væri ljóst hvort Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, myndi mæta á fundinn. Úkraína er í Evrópuráðinu en Katrín sagði að ef hann kæmist ekki myndu erindrekar frá Úkraínu í það minnsta mæta. Þetta sagði Katrín eftir að hún og aðrir leiðtogar Norðurlanda funduðu með Selenskí í Helsinki í síðustu viku. Sjá einnig: Ætla að kynna aukið framlag til Úkraínu fyrir leiðtogafundinn Innrás Rússa í Úkraínu verður til umræðu á fundinum og þar stendur meðal annars til að ræða um mögulega skrá yfir það tjón sem innrásin hefur valdið í Úkraínu. Einni Búist er við um níu hundruð fulltrúum á fundinn en þetta er í fjórða sinn frá því Evrópuráðið var stofnað fyrir 74 árum sem leiðtogar aðildarríkja koma saman með þessum hætti. Ísland fer með formennsku Evrópuráðsins. Mun hafa áhrif á daglegt líf borgarbúa Lögreglan birti í dag upplýsinar um lokun gatna við Hörpu á meðan á fundinum stendur og segir að ætla megi að fundurinn muni hafa nokkur áhrif á daglegt líf borgarbúa. Gera megi ráð fyrir umferðartöfum um allt höfuðborgarsvæðið vegna aksturs sendinefnda í lögreglufylgd um borgina. „Vegfarendum á höfuðborgarsvæðinu er því vinsamlegast bent á að áætla lengri ferðatíma en venjulega til að aka á milli staða dagana sem leiðtogafundurinn fer fram. Þetta á líka við um vegfarendur sem hyggjast aka um Reykjanesbraut, það er á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins þessa sömu daga, ekki síst flugfarþega.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Utanríkismál Þýskaland Frakkland Tengdar fréttir Kaupa skotvopn fyrir lögregluna fyrir leiðtogafundinn Skotvopn eru á meðal búnaðar sem keyptur hefur verið inn fyrir íslenska lögreglumenn í tengslum við öryggisgæslu á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Erlendir lögreglumenn sem aðstoða við öryggisgæsluna og erlendir öryggisverðir verða einnig vopnaðir. 5. maí 2023 07:00 „En okkur líkar við flugvélarnar ykkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stakk óvænt upp kollinum í Helsinki í Finnlandi í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum Norðurlanda. Honum var heitið auknum stuðningi frá Norðurlöndum en enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum. 3. maí 2023 21:50 Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10 Aukin hætta á netárásum vegna leiðtogafundarins Gera má ráð fyrir aukinni hættu á netárásum hér á landi dagana fyrir og á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Forstjóri Syndis telur ljóst að óprúttnir aðilar muni reyna að nýta sér fundinn til að valda usla. 26. apríl 2023 18:27 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Auk þeirra verða háttsettir embættismenn frá fimm áheyrnarríkjum Evrópuráðsins. Það eru Bandaríkin, Japan, Kanada, Mexíkó og Páfagarður. Stjórnendur helstu stofnana Evrópuráðsins munu einnig vera á fundinum. Leiðtogum Sameinuðu þjóðanna, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) og Evrópusambandsins hefur einnig verið boðið að sækja fundinn. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofunnar um fundinn sem haldinn verður í Hörpu dagana 16. og 17. maí. Ekki fengust svör við því leiðtogar hvaða ríkja væru ekki búnir að boða komu sína. Óljóst hvort Selenskí mætir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í síðustu viku að ekki væri ljóst hvort Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, myndi mæta á fundinn. Úkraína er í Evrópuráðinu en Katrín sagði að ef hann kæmist ekki myndu erindrekar frá Úkraínu í það minnsta mæta. Þetta sagði Katrín eftir að hún og aðrir leiðtogar Norðurlanda funduðu með Selenskí í Helsinki í síðustu viku. Sjá einnig: Ætla að kynna aukið framlag til Úkraínu fyrir leiðtogafundinn Innrás Rússa í Úkraínu verður til umræðu á fundinum og þar stendur meðal annars til að ræða um mögulega skrá yfir það tjón sem innrásin hefur valdið í Úkraínu. Einni Búist er við um níu hundruð fulltrúum á fundinn en þetta er í fjórða sinn frá því Evrópuráðið var stofnað fyrir 74 árum sem leiðtogar aðildarríkja koma saman með þessum hætti. Ísland fer með formennsku Evrópuráðsins. Mun hafa áhrif á daglegt líf borgarbúa Lögreglan birti í dag upplýsinar um lokun gatna við Hörpu á meðan á fundinum stendur og segir að ætla megi að fundurinn muni hafa nokkur áhrif á daglegt líf borgarbúa. Gera megi ráð fyrir umferðartöfum um allt höfuðborgarsvæðið vegna aksturs sendinefnda í lögreglufylgd um borgina. „Vegfarendum á höfuðborgarsvæðinu er því vinsamlegast bent á að áætla lengri ferðatíma en venjulega til að aka á milli staða dagana sem leiðtogafundurinn fer fram. Þetta á líka við um vegfarendur sem hyggjast aka um Reykjanesbraut, það er á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins þessa sömu daga, ekki síst flugfarþega.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Utanríkismál Þýskaland Frakkland Tengdar fréttir Kaupa skotvopn fyrir lögregluna fyrir leiðtogafundinn Skotvopn eru á meðal búnaðar sem keyptur hefur verið inn fyrir íslenska lögreglumenn í tengslum við öryggisgæslu á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Erlendir lögreglumenn sem aðstoða við öryggisgæsluna og erlendir öryggisverðir verða einnig vopnaðir. 5. maí 2023 07:00 „En okkur líkar við flugvélarnar ykkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stakk óvænt upp kollinum í Helsinki í Finnlandi í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum Norðurlanda. Honum var heitið auknum stuðningi frá Norðurlöndum en enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum. 3. maí 2023 21:50 Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10 Aukin hætta á netárásum vegna leiðtogafundarins Gera má ráð fyrir aukinni hættu á netárásum hér á landi dagana fyrir og á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Forstjóri Syndis telur ljóst að óprúttnir aðilar muni reyna að nýta sér fundinn til að valda usla. 26. apríl 2023 18:27 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Kaupa skotvopn fyrir lögregluna fyrir leiðtogafundinn Skotvopn eru á meðal búnaðar sem keyptur hefur verið inn fyrir íslenska lögreglumenn í tengslum við öryggisgæslu á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Erlendir lögreglumenn sem aðstoða við öryggisgæsluna og erlendir öryggisverðir verða einnig vopnaðir. 5. maí 2023 07:00
„En okkur líkar við flugvélarnar ykkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stakk óvænt upp kollinum í Helsinki í Finnlandi í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum Norðurlanda. Honum var heitið auknum stuðningi frá Norðurlöndum en enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum. 3. maí 2023 21:50
Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10
Aukin hætta á netárásum vegna leiðtogafundarins Gera má ráð fyrir aukinni hættu á netárásum hér á landi dagana fyrir og á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Forstjóri Syndis telur ljóst að óprúttnir aðilar muni reyna að nýta sér fundinn til að valda usla. 26. apríl 2023 18:27