Sýnikennsla Stefáns: „Ef að þú værir þarna þá myndi ég skjóta í hausinn á þér“ Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2023 14:30 Stefán Rafn Sigurmannsson var með verklega kennslu á Ásvöllum í gær, eftir sigurinn sæta á Aftureldingu. Stöð 2 Sport Arnar Daði Arnarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson brydduðu upp á nýjung í íslensku sjónvarpi í gærkvöld eftir sigur Hauka á Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta. Stefán Rafn, sem er leikmaður Hauka, fékk míkrafón á treyjuna sína og svaraði spurningum Arnars Daða um ýmislegt varðandi það hvernig hann spilar handbolta, og sýndi svörin sín í verki. Áhorfendur fengu þannig að sjá hvað Stefán Rafn, sem er reynslumikill atvinnumaður og fyrrverandi landsliðsmaður, er að hugsa og reyna að gera þegar hann spilar, bæði í vörn og sókn. Þetta var sýnt í Seinni bylgjunni strax eftir dramatískan sigur Hauka og má sjá brot úr þættinum hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Stefán Rafn með sýnikennslu Stefán Rafn fór meðal annars yfir það sem hann hefur í huga í varnarleiknum, og hvernig hann þarf að passa það að hornamaður andstæðinganna geti ekki laumað sér inn á línu. „Það var þannig að ég byrjaði í handbolta hjá Aroni Kristjánssyni, og svo fór ég til Gumma Gumm, og ef þú færð eina svona „skítainnleysingu“ á þig þá spilar þú bara ekki meira. Ég reyni því að standa við línuna og sleppa við það, og stend þá frekar framar þegar línumaðurinn er hérna og ekki séns fyrir hornamanninn að hlaupa inn,“ sagði Stefán Rafn. Hann fékk svo bolta í hönd og var spurður út í það hvað hann hugsi í loftinu, eftir að hafa hoppað inn úr vinstra horninu til að skora: „Ekki neitt eiginlega bara. Ef að þú værir þarna þá myndi ég skjóta í hausinn á þér,“ sagði Stefán Rafn við Arnar Daða, en bætti strax við að hann væri nú að djóka. „Við reynum að horfa, sjá hvernig markvörðurinn eltir okkur,“ sagði Stefán og lýsti því hvernig nær- eða fjærhornið verður ýmist fyrir valinu, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar Afturelding Seinni bylgjan Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Stefán Rafn, sem er leikmaður Hauka, fékk míkrafón á treyjuna sína og svaraði spurningum Arnars Daða um ýmislegt varðandi það hvernig hann spilar handbolta, og sýndi svörin sín í verki. Áhorfendur fengu þannig að sjá hvað Stefán Rafn, sem er reynslumikill atvinnumaður og fyrrverandi landsliðsmaður, er að hugsa og reyna að gera þegar hann spilar, bæði í vörn og sókn. Þetta var sýnt í Seinni bylgjunni strax eftir dramatískan sigur Hauka og má sjá brot úr þættinum hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Stefán Rafn með sýnikennslu Stefán Rafn fór meðal annars yfir það sem hann hefur í huga í varnarleiknum, og hvernig hann þarf að passa það að hornamaður andstæðinganna geti ekki laumað sér inn á línu. „Það var þannig að ég byrjaði í handbolta hjá Aroni Kristjánssyni, og svo fór ég til Gumma Gumm, og ef þú færð eina svona „skítainnleysingu“ á þig þá spilar þú bara ekki meira. Ég reyni því að standa við línuna og sleppa við það, og stend þá frekar framar þegar línumaðurinn er hérna og ekki séns fyrir hornamanninn að hlaupa inn,“ sagði Stefán Rafn. Hann fékk svo bolta í hönd og var spurður út í það hvað hann hugsi í loftinu, eftir að hafa hoppað inn úr vinstra horninu til að skora: „Ekki neitt eiginlega bara. Ef að þú værir þarna þá myndi ég skjóta í hausinn á þér,“ sagði Stefán Rafn við Arnar Daða, en bætti strax við að hann væri nú að djóka. „Við reynum að horfa, sjá hvernig markvörðurinn eltir okkur,“ sagði Stefán og lýsti því hvernig nær- eða fjærhornið verður ýmist fyrir valinu, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar Afturelding Seinni bylgjan Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira