Sýnikennsla Stefáns: „Ef að þú værir þarna þá myndi ég skjóta í hausinn á þér“ Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2023 14:30 Stefán Rafn Sigurmannsson var með verklega kennslu á Ásvöllum í gær, eftir sigurinn sæta á Aftureldingu. Stöð 2 Sport Arnar Daði Arnarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson brydduðu upp á nýjung í íslensku sjónvarpi í gærkvöld eftir sigur Hauka á Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta. Stefán Rafn, sem er leikmaður Hauka, fékk míkrafón á treyjuna sína og svaraði spurningum Arnars Daða um ýmislegt varðandi það hvernig hann spilar handbolta, og sýndi svörin sín í verki. Áhorfendur fengu þannig að sjá hvað Stefán Rafn, sem er reynslumikill atvinnumaður og fyrrverandi landsliðsmaður, er að hugsa og reyna að gera þegar hann spilar, bæði í vörn og sókn. Þetta var sýnt í Seinni bylgjunni strax eftir dramatískan sigur Hauka og má sjá brot úr þættinum hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Stefán Rafn með sýnikennslu Stefán Rafn fór meðal annars yfir það sem hann hefur í huga í varnarleiknum, og hvernig hann þarf að passa það að hornamaður andstæðinganna geti ekki laumað sér inn á línu. „Það var þannig að ég byrjaði í handbolta hjá Aroni Kristjánssyni, og svo fór ég til Gumma Gumm, og ef þú færð eina svona „skítainnleysingu“ á þig þá spilar þú bara ekki meira. Ég reyni því að standa við línuna og sleppa við það, og stend þá frekar framar þegar línumaðurinn er hérna og ekki séns fyrir hornamanninn að hlaupa inn,“ sagði Stefán Rafn. Hann fékk svo bolta í hönd og var spurður út í það hvað hann hugsi í loftinu, eftir að hafa hoppað inn úr vinstra horninu til að skora: „Ekki neitt eiginlega bara. Ef að þú værir þarna þá myndi ég skjóta í hausinn á þér,“ sagði Stefán Rafn við Arnar Daða, en bætti strax við að hann væri nú að djóka. „Við reynum að horfa, sjá hvernig markvörðurinn eltir okkur,“ sagði Stefán og lýsti því hvernig nær- eða fjærhornið verður ýmist fyrir valinu, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar Afturelding Seinni bylgjan Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Sjá meira
Stefán Rafn, sem er leikmaður Hauka, fékk míkrafón á treyjuna sína og svaraði spurningum Arnars Daða um ýmislegt varðandi það hvernig hann spilar handbolta, og sýndi svörin sín í verki. Áhorfendur fengu þannig að sjá hvað Stefán Rafn, sem er reynslumikill atvinnumaður og fyrrverandi landsliðsmaður, er að hugsa og reyna að gera þegar hann spilar, bæði í vörn og sókn. Þetta var sýnt í Seinni bylgjunni strax eftir dramatískan sigur Hauka og má sjá brot úr þættinum hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Stefán Rafn með sýnikennslu Stefán Rafn fór meðal annars yfir það sem hann hefur í huga í varnarleiknum, og hvernig hann þarf að passa það að hornamaður andstæðinganna geti ekki laumað sér inn á línu. „Það var þannig að ég byrjaði í handbolta hjá Aroni Kristjánssyni, og svo fór ég til Gumma Gumm, og ef þú færð eina svona „skítainnleysingu“ á þig þá spilar þú bara ekki meira. Ég reyni því að standa við línuna og sleppa við það, og stend þá frekar framar þegar línumaðurinn er hérna og ekki séns fyrir hornamanninn að hlaupa inn,“ sagði Stefán Rafn. Hann fékk svo bolta í hönd og var spurður út í það hvað hann hugsi í loftinu, eftir að hafa hoppað inn úr vinstra horninu til að skora: „Ekki neitt eiginlega bara. Ef að þú værir þarna þá myndi ég skjóta í hausinn á þér,“ sagði Stefán Rafn við Arnar Daða, en bætti strax við að hann væri nú að djóka. „Við reynum að horfa, sjá hvernig markvörðurinn eltir okkur,“ sagði Stefán og lýsti því hvernig nær- eða fjærhornið verður ýmist fyrir valinu, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar Afturelding Seinni bylgjan Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti